Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Gott skaup

Skaupið var gott, og hana nú. Í guðanna bænum ekki fara væla, nöldra og tuða um skaupið í ár, allt í lagi?

Allir hressir, ég er farinn út að skjóta.

 


Gleðilegt ár

Allt á fullu í eldhúsinu hér á bæ. En ég er bara eitthvað að blogga. Í gær gekk yfir brjálað veður með rafmagnsleysi og trjáfoki. En ösp ein stór og mikil reif sig upp með rótum og lagðist á bílskúrsþakið hjá okkur.

Annað miklu merkilegra var að Sæþór Berg var skríður í stofunni hjá afa sínum og ömmu. Það var falleg og indæl stund. Minnistæður dagur því vegna ófærðar og veðurs var óvíst hvort sérann kæmist og svo fór meirihluti veislunar fram í myrkri. Því rafmagnið fór af við og við.

Eins og það hljómar rómantískt fyrir vesturbæjarhippamussutýpur að sitja í rafmagnsleysi og spjalla. Þá er það hundleiðinlegt til lengdar. Ég er nútíma maður og rafmagn er eitthvað sem ég vil hafa. Ég vil ráða því sjálfur hvenær ég sit í myrkri og reyni lesa eða spila. En ekki vera neyddur til þess. En um hálf tólf vod-uðum við annari hringadrottins myndinni, poppuðum og nutum lífsins.

Ég sendi ykkur mínar allra bestu óskir um gleðilegt og hamingjuríkt ný ár, með kærum þökkum fyrir liðnar stundir. Hagið ykkur vel og áfram svo!

Unnar Geir 


Jólagjöfin er Þú

 Niðurstöður úr könnuninni liggja nú fyrir. Þú sögðu 40% í öðru sæti var Samvera með fjölskyldunni með 20%,  en í því þriðja með 13,3% varð  Utanlandsferð, Kyntröll og Bók/CD/DVD. En enginn sagði að sokkar væru jólagjöfin í ár.
Sem sagt jólagjöfin 2007 er Þú.

Sund

Við Hákon fórum saman í sund í bestu sundlaug austurlands á egilsstöðum í dag. Ótrúlega gott að hreyfa sig loksins e-ð að viti. Annars á Aðalheiður litla systir afmæli í dag, til hamingju með afmælið gæska. Bára vinkona á líka afmæli í dag til lukku og góðan bata. Hún er e-ð lasinn greyið.

Dagarnir eru frekar rólegir hjá mér núna hugsa mikið um skólann. Enég er ekki að vinna heimavinnuna eins og ég ætlaði mér. Það var ekki skylda, en ég var með svakaleg plön. En það er líka mikilvægt að slappa af, ekki satt?

Litli kubbur þeirra Ídu systur og Hjálmars verður skírður núna á sunnudaginn. Það er reyndar búið að nefna hann, Sæþór Berg. En presturinn á eftir að skvetta yfir hann vatni. Þannig það verður gert hér fyrir austan. Það verður bara stuð.

Ég fór á skrall á seyðisfirði og skemmti mér vel er mér sagt. Flaug samt duglega á hausinn og sit eftir með kúlu á stærð við jólaepli á enninu. Og skurð sem á eftir að enda í hraustlegu öri. En það er bara kúl að vera með ör.  Ennið á mér er hvort sem er alltaf að stækka. Þannig hlutfallslega á örið bara eftir að minnka.


Fjör á heimavist

londonÞetta er herbergið mitt gamla í london, rúmið mitt er nær, Justinn átti rúmið við enda vegginn. Kósí ekki satt?

Þetta er rúmið mittlondon2.

 

 

 

 

 

                 Útsýnið úr rúminu mínu,rúmið hans Johns.                            Rúmið hans Adamsn8625611_40810359_8588.    

n8625611_40810478_8596

 

 

 

                      

Þarna bjó ég í þrjá mánuði í sátt og samlyndi við þrjá tvítuga bandríkjamenn.

Geri aðrir betur.                            


Úff

Jóla hvað? Jú, jólamagafylli, magafyllerí. Je dúdda mína, það er aldeilis sem maður er búin að éta maður minn lifandi. En annars hafa jólin bara verið ljúf. Messan var stutt að vanda, rétt tæpur klukkutími. Svo líður líka tíminn hraðar ef maður syngur með. Svo erum við látin standa upp, taka við blessun, syngja sálma eða hlusta á jólaguðspjallið. Allt til að stytta okkur stundir. Að vísu fengu Hulda systir mömmu og Magnús maðurinn hennar einu sinni að fara fyrr. En þá hafði Óttar Steinn frændi gert svo duglega í bleiuna að öll kirkjan angaði og prestinum varð á í messunni um stund. Annars finnst mér gaman að fara í jólamessuna. Maður getur fylgst með fólkinu sem alltaf mætir, og lesið í fjölskyldulíf bæjarins. Börnin stækka yfir foreldra sína, svo koma barnabörnin. Strákarnir skipta um kærustur og konurnar um eiginmenn.

 Ég fékk stafræna myndavél frá fólkinu mínu alveg frábæra vél alveg hreint. Þannig nú get ég farið að krydda frásagnirnar frá london með myndum.

Annars er lítið að frétta, bara setið og melt eða legið fyrir framan sjónvarpið. Dagskrástjórar þessa lands fá þó ekki hrós frá mér. En við vod-uðum Hringadrottinssögu og gátum þannig eytt góðum þremur tímum, með góðri samvisku. Á morgun ætla ég að kíkja á Frú Öddu vinkonu mína. En hún er uppspretta margra sagna sem ekki verða sagðar hér.

Þangað til næst,

Unnar Geir


Jól

Jæja, þá er ég kominn heim. Flugið var yndislegt, bjart og fallegt var landið yfir að líta. Herðubreið skartaði sínu fegursta og minnti mig á að hvergi er eins fallegt og hér heima á íslandi.

80 mín til jóla, ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla, árs og friðar með kærum þökkum fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða. Fram, fram fylking!

Blessi ykkur, Unnar Geir


Alveg að koma

Jæja, jólin alveg að koma og allt að gerast. Ég ætlaði bara að dingla mér í dag en var kallaður til vinnu. Svo hér er ég að vinna með honum sigga mínum. Það er svo sem ekkert verra en hvað annað. Enda er allt klárt hjá mér. Á bara eftir að strauja jólafötin og þá get ég hoppað í messuna. Það er ekki hægt að sleppa messunni, enda er hún svipuð að lengdt og það tekur að sjóða hrygginn, sniðugt.

Ég er rétt búin að ná upp orku eftir törnina þarna úti, og er farinn að hlakka til að byrja aftur eftir jól. En fyrst eru það jólin.

En drífið ykkur nú að gera allt sem þið eigið eftir, svo þið getið slakað á á morgun, ókei? Af stað nú!

 


Jólamynd

JólamyndÞetta er mynd frá þorpinu mínu In your dreams  í útlandi, ég bý í rauða húsinu fyrir miðri mynd. Það er stutt í jólamessuna og örstutt út í hlöðu. Ég heiti Úna Únason og bæjarstjórinn Gúna Gúnason, saman myndum við dúetinn the Únas and the Gúnas. Við komum saman á bæjarhátíðinni Korný og flytjum nýsjálensk þjóðlög í sinfónískum búningi. Við erum bara nokkuð góðir, það segir alla vega Súna Gúnason eiginkona Gúna. Þið eruð öll hjartanlega velkomin, hvenær sem er í kaffi og með því. En nú verð ég að skreppa út í hlöðu og velta mér í heyinu, blikk blikk ;)


Ég elska jólin

Ég elska þetta allt saman. Þetta er tíminn sem allir leggja sig fram um að vera í góðu skapi og gleðja aðra. Við leyfum okkur að vera væmin, hlustum á tónlist sem við mundum aldrei undir nokkrum öðrum kringumstæðum hleypa inn fyrir hljóðhimnurnar en bara vegna þess að orðið jól kemur fram í textanum elskum við tónana. En fyrst og fremst erum við öll að hugsa um aðra en okkur sjálf. Sjáiði bara hvaða áhrif það hefur. Ég er að ljúka við að pakka inn gjöfunum og nú get ég ekki beðið eftir að sjá fólkið mitt opna þær. AAAAhhhhh mikil blessun er þetta, ekki satt?

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.