Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Heilabilun

það er svo margt og mikið að brjótast um í hausnum á mér núna. Alls kyns hugsanir og minningar sem ég veit ekkert hvað gera skal við. En þá er bara málið að slaka á og sjá hvað setur. Það er í raun og veru ekkert hægt að gera nema að leyfa þessu að ganga yfir. Og spyrja sig spurninga og leyfa svörunum að koma upp þegar þau vilja.

Ég er hættur við Rómarferðina ætla frekar að kaupa mér dýnu í rúmið. Róm fer ekkert en bakið á mér gæti gert það. Svo er líka gott að umgangast eitthvað annað fólk en þessa  blessuðu vísindamenn.

Það rignir daglega hér í borg og maður þarf að klofa yfir risavaxna sigla á leiðinni í skólann. En rigningin skolar í burtu hundaskítnum af gangstéttunum svo ekki þarf að klofa yfir hann.

Ég á frí eftir klukkan sjö annað kvöld. Ég verð örugglega með samviskubit yfir að vera ekki heima að læra. En ég ætla niður í bæ í bíó og borða popp og tyggjó.

Annars er þessi vika hálfnuð og næsta er bara hálf og svo miðannarfrí. Þá verður nú sofið út á nýrri dýnu.


Heimavinna

Allt fyrsta árið fékk þá heimavinnu að finna sér maka. Við höfum tvær vikur til að finna einhvern/einhverja nógu þolinmóða/an til að hanga með leilistarnema sem er allan sólarhringinn í skólanum og talar bara um sjálfan sig. Það kom nefnilega upp að öll erum við einhleyp, og sum hver okkar annsi pirruð á því. Veit ekki hvernig þetta á að ganga. Við erum alltaf í skólanum. Nema við byrjum hvert með öðru kannski. Ég er ekkert svakalega spenntur fyrir því. Þetta eru nú engir folar á fæti þessir drengir. En allt er hey í harðindum eða hvað? Ég læt ykkur vita hvernig þetta gengur allt.

Sunnudagur til sælu, svo sannarlega.

Ég átti alveg yndislegan dag í dag. Vaknaði snemma og gerði smá heimavinnu en naut þess mest að eiga daginn fyrir sjálfan mig. Hitti Angelo vin minn yfir kaffibolla um eftir miðdaginn, átti góða La Bohéme æfingu og skellti mér svo í bíó með Roi og Chris. Við sáum Son Rambós, mæli með henni falleg saga um vináttu tveggja drengja. Fallegur dagur.

Mig langar að deila með ykkur smá vísindum. Þetta er listinn sem segir hvað skal gera og hvað skal ekki gera. Byrjum á því sem skal gera.

1.Ekki reykja, nota fíkniefni eða ánetjast kaffi, tei eða áfengi. 

2. Ekki bera skartgripi nema giftingar- eða trúlofunarhringa.

3. Ekki vera með tískuklippingu eða sítt hár.

4. Lesa dagblöð, tímarit eða horfa á sjónvarp. Nema með þann tilgang að afla upplýsinga.

5. Nota förðunarvörur.

6. Halda gæludýr.

7. Gera að venju að borða mikið kryddaðan mat.

Það sem skal gera.

1. Klára hugsanir. (Eitthvað sem ég mun útskýra seinna.)

2. Köld böð og sturtur. ( Hreinsar hugann og styrkir ofnæmiskerfið.)

3. Sífelt spyrja hvað er ég að hugsa núna.

4. Slaka.

5. Hljóð hljóð. (Svo sem lífið er einfalt.)

6. Fyrir- og eftirbrenna. (Undirbúa hugann fyrirfram fyrir atburði og á eftir fara yfir viðbrögðin)

7. Staðar beiðni. ( Biðja á staðnum að hugsa ekki svona.)

8. Skipuleggja langtíma tilgang.

9. Fara í göngufeðir í náttúrunni.

10. Lesa. ( Til að afla upplýsinga.)

11. Hlusta á tónlist til að njóta. Ekki til að gleyma stað og stund.

12. Stunda yoga/hugleiðslu.

13. Leita að hugarleikjum.

14. Leita að minningum.

15. Leita að atburðum sem mótuðu hugsun þína. ( Mótunaratburðir.)

16. Skoða mynstur hugsunna þinna og líkamlegrar spennu.

17. Brosa. (Án tilgerðar.)

18. Ávalt hafa í huga að hugsanir eru bara hugsanir. Fyrir utan meðvitaðar hugsanir sem endurspegla raunveruleikann.

19. Greindu samband þitt við foreldra þína. Án þess að leita útskýringa.

20. Leita að líkamlegri spennu og finna hugsanirnar sem liggja að baki.

Fleiri reglur, lög og verkfæri til greiningar hugans bíða birtingar. En ég læt þetta duga í bili. Hvernig líst ykkur á?

 


Til hamingju Adda, með að þú fæddist hér.

Adda vinkona mín og húsmóðir með meiru á Egilsstöðum á afmæli í dag. Ég vona Þórhalls vegna að hann hafi munað eftir afmælisdeginum. Bestu kveðjur Adda mín, hafðu það sem allra allra best.

p.s. Nú er ég yngri en þú hehe...


Lífið er einfalt

Já, já það getur vel verið en skrambi sem það getur verið erfitt stundum. Í gær var ég í skólanum frá hálf níu að morgni til hálf eitt um nótt. Eftir skóla voru sýningar og þegar ég var ekki að leika var ég í því að bera leikmyndir og hjálpa til við að stilla upp. Svo skellti ég mér í að keyra ljósin á rennsli á útskriftarverkefni. Verkið er mjög skemmtilegt og vel leikið, sem er skemmtileg tilbreytni. Já, meðan ég man leikstjórinn sem leikstýrði leiðindaverkinu fær ekki að útskriftast sem leikstjóri. Hann var of leiðinlegur. En hvað var ég að blogga um? Jú, erfitt líf alveg rétt. Sem sagt eftir þennan langa dag mátti ég sleppa yoga og mæta beint í vísindafræði klukkan tíu. Sem og ég gerði. Ég sé líka um að stilla upp í stofunum þessa önn svo ég byrjaði á að raða stólum og ná í myndavélina og gera klárt. Yasmine bleika var veik svo ég var einn í þessu í dag. Þegar kennslustundin hefts rifjast upp fyrir mér að við áttum að lesa leikrit fyrir tíman. Sem ég hafði ekki gert þar sem við fengum verkið í hendur í hádeginu deginum áður. Og eins og sjá má hér að ofan þá hafði ég ekki tíma. En kennarinn fer að greina hvaða tilgang ég hafi haft sem gæti útskýrt hvers vegna ég ekki las verkið. Og allir fara eitthvað voðamikið að spá. Gæti það verið ég vil að mér mistakist? Eða þessi eða hinn tilgangur. Halló, nei það vegna þess að ég þarf að borða og sofa líka. Nei, ég er ekki að skamma þig ég er bara að segja að þú mátt ekki gera þetta að vana. Þetta er ekki vani hjá mér, ég legg hart að mér og vinn mína vinna. En það eru takmörk fyrir hvað maður kemst yfir mikið í á einum sólarhring. Svo fyrir utann það þá er ekki allt vísindi, sumt er bara venjulegt. Hugsaði ég, sem hún sá og sagði að ég væri mjög samviskusamur nemandi og bla bla bla. Ég þyrfti bara að sjá hver tilgangurinn væri með því að gera ekki heimavinnuna. Ég las verkið í hléinu milli tímanna og svo lásum við það einu sinni í tímanum. Þá hafði ég lesið verkið jafn oft og allir hinir í bekknum. Þegar svo kom að því að greina verkið hafði ég síst minnst til málanna að leggja, jafnvel meira ef eitthvað er. Stundum getur maður fengið nóg að þesum fræðum daginn inn og daginn út. En þessi brjálaða vika er að klárast, ég er alveg í fríi á sunnudaginn. Svo kemur önnur brjáluð vika, ein stutt og svo miðannarfrí. Allt endar þetta einhvern veginn. Lífið er víst einfalt.

Við lærðum fleiri enska sveitadansa í dag. Ég er að hugsa um að leggja þá alfarið fyrir mig ef þetta leiklistardæmi gengur ekki upp. 


Harkan

Jæja, nú er það bara harkan sem dugar. Hörku vika í uppsiglingu, langar æfingar og allt á fullu. Dagurinn var góður í dag þetta eru skemmtilegt verk sem ég er að leika í, og það gengur vel að æfa La bohéme aríuna. Þannig ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Leikstjórinn sem ég er að keyra ljósin fyrir leyfir mér líka alveg að hafa frjálsar hendur með lýsinguna. Svo ég get því hannað þetta alveg eins og ég vil, sem er stuð. Þetta snýst svolítið um að leyfa sér að hafa gaman af þessu öllu saman, ekki satt?

Sunnudagur?

Jæja, ég svaf út í morgun. En ég verð á æfingum frá 2 til 8:30 og þá fer ég að vinna lýsingu fyrir útskriftarsýningu. Þannig þessi sunnudagur fer fyrir lítið. En það lítur út fyrir að ég verði í fríi þann næsta. Get hlakkað tl þess.

Bíó og eurovision

Við vísindamennirnir fórum í gærkvöldi að sjá nýjustu Mike Leigh(Naked, Vera Dreak) myndina Happy go Lucky.Þetta var sérsýning því á eftir svaraði hann spurningum úr sal. Hann vinnur nefnilega svolítið eins og við í skólanum. Æfingaferlið er langt hjá honum og hann vinnur mikið með spuna. Til að leikarnir hafi tíma til að skapa líf persónunar sem þeir ætla að túlka. Við prógrömum hinsvegar líf persónunar sem tekur því minni tíma en kemur niður á sama stað. Myndin var fín einn útskriftarnemi úr skólanum Eddie Marsan lék eitt aðalhkutverkið. Það var innblástur að sjá einn af "okkur" á hvíta tjaldinu. Góð mynd mæli með henni. Maður er svolítið lengi að komast inn í hana en þegar inn er komið er dvölin ljúf.

Þetta eurovision myndband er eins og árshátíðar myndband einhvers menntaskólans. Flott að nota húmor en aðalbrandarinn er eurovision og ef fólk fattar það ekki þá fellur grínið um sjálft sig. Þetta byrjar vel ókei, feiti eurovisionhomminn (Draupnir sem er ekki lærður leikari) að dansa heima í herbergi. En svo birtast þau söngvararnir eins einhverjar ofurhetjur sem hafa stigið niður af himnum. Fólkið hefur engan húmor fyrir sjálfum sér. Þau eru búin að reyna komast í eurovision í 3 ár og loksins komust þau áfram. En þau eru ekki enn búin að fatta eurovision. Þetta kemur ekki til með að breyta tónlistarlegu umhverfi evrópu, þetta er svona allir fá að vera með keppni. Snakk og ídýfur, kók og bland í poka og svo allir niður í bæ að djamma. Daginn eftir eru allir þunnir af annað hvort of miklu nammi eða búsi. Og enginn vill heyra eurovisionlagið aftur. Vakna, finnið kaffiilminn!


Óttist eigi

Ég  vaknaði betur upplagður í morgun. Enginn æfing í kvöld og ég get sofið út á morgun og hinn. Hef ekki yfir neinu að kvarta. Lifið er fallegt.

Vettlingar

John vinur minn frá ISH, en hann er fluttur heim til USA, sendi mér bréf í dag. Hann var alveg miður sín. Hann hafði nefnilega tínt vettlingunum sem ég gaf honum. En sem betur fer átti hann samt mynd af þeim sem hann hafði teiknað. Þetta eru vettlingar úr hópi vettlinga sem mamma prjónaði og sendi með mér út. Myndin fylgir hér með. Íslenskir vettlingar í amerískum veruleika.

unnsi's mittens


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband