Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Hingað til...

Hingað til:

Hef ég æft Grease söngleikinn fram og til baka í hálftómri skólabyggingu.

Hefur mér verið úthlutað hárkollu sem er næstum stærri en ég og heitari en miðja jarðar.

Hef ég horft á eitt það erfiðasta verk fyrir áhorfanda sem fyrir finnst, Uncle Vania eða Vælukjóa frænda eftir Chekov. Guð minn góður! Verk um fólk sem veltur sér upp úr eigin þjáningum, án þess nokkurn tíman að reyna breyta einu eða neinu. Til hvers að vera setja þetta upp fyrir fólk. Ég get trúað því að það sé gefandi og mikil áskorun að greina þetta verk og þær persónur sem verkið geymir. En fyrir aðra að sitja í þrjá tíma og verð vitni að vonleysinu. Ég tala nú ekki um eftir tíu tíma æfingu á bandrískum hopp og gleði söngleik er bara kvöl og pína.

Hefur borist fyrirspurn frá Hefnu vinkonu svohljóðandi: Segðu mér eitt Unnar Geir, af því ég er jú öll í Hamingjurannsóknunum ... eykur það hamingjuna að lifa einföldu lífi?  Svar: Það veit ég ekki því ég lifi ekki einföldu lífi og hef aldrei gert. En það að hugsa að lífið er einfalt frekar en flókið gerir þig betur í stakk búin til að takast á við lífið. Til dæmis þegar þú stendur frami fyrir vandamáli, að hugsa lífið einfalt, er í raun og veru að segja að það er til lausn. Frekar en hugsa þetta er vonlaust, gengur ekki upp eða ég get þetta ekki. Þú setur þig í það hugarástand sem hjálpar þér að leysa málið. En að breyta eigin hugarfari tekur tíma, rétt eins og að tók tíma að móta það hugarfar sem við búum yfir í dag. En því er hægt að breyta. Þannig ef það er hugsum sem íþyngir okkur eða stendur í vegi fyrir því að lifum því lífi sem við vilja lifa, er um að gera að losa sig við hana. Allar okkar hugsanir eru okkar hugsanir enginn annar skapaði þær. Annað fólk segir hluti og gerir hluti en það erum við sem túlkum þá og sköpum hugsanir út frá því. Hamingja er eitthvað sem við sköpum sjálf. Hamingjan er hugarástand. Ef þú vilt vera hamingjusamur vertu þá hamingjusamur. Rétt eins og ég get farið í fýlu get ég farið í gott skap, sem er miklu einfaldara og gefur mér miklu meira. Þegar ég er þungur eiga þungar hugsanir auðveldari leið upp á yfirborðið. Sama gildir um jákvæðarhugsanir, þær birtast þegar jákvæðin er við völd. Því er gott að stoppa við þegar lífið virðist erfitt og hugsa, vil ég hugsa svona er þessi hugsun að hjálpa mér. Ef svarið er nei þá einfaldlega að kveðja hana og velja þá sem þú vilt hugsa. Eins og til dæmis lífið er einfalt, lífið er fallegt eða lífið er ókei.

Mikilvægast er að vera meðvitaður um eigin hugsanir og muna þær eru aðeins hugsanir ekki sannleikurinn.


Kemur á óvart...

Breskir iðnaðarmenn eru engu betri en þeir íslensku. Við erum búin að pakka öllum eigum skólans niður í kassa. Búningum, leikmunum, öllum skrifstofu- og hreinlætisvörum og bara hreinlega hreinsað öll ummerki um að í byggingunni sé rekinn leiklisarskóli. Eftir morgunmatinn í gær var okkur hinsvegar tilkynnt að við væru ekki að flytja, nýja húsnæðið væri ekki tilbúið. Við verðum því að sýna í gamla skókassa leikhúsinu.  Aðstaðan í skólanum hefur aldrei verið verri, því nú er allt í kössum og kassar um allt. Töluverð vonbrigði verð ég að segja. En lífið er einfalt.

Við renndum öll verkinu í gær og gekk bara ótrúlega vel að gera þetta á fullum hraða. Verkið er frumsýningarhæft, á Grease mælikvarða, en þar sem ASAD er besti skóli í heimi þá verðum við að gera betur. Og nú höfum við 10 daga til að bæta og fínpúsa verkið. Mér til mikilla vonbrigða er þetta bara helvíti skemmtilegt. Grease er í raun gamanverk, eitthvað sem ég hef ekki séð í fyrri uppfærslum. Líklega vegna þess að þær voru svo lélegar, HAH! Nei, nei bara grín, allir eru fallegir og allir svaka góðir listamenn. 

Jæja, þá er það yoga í hálf niðurrifnum sal... lifið er einfalt, lífið er einfalt, lífið er einfalt...


Hamingju óskir

Hann pabbi mnn,  Meistari Unnar Heimir á afmæli í dag. Innilega til hamingju með daginn gamli minn, bestu óskir um að þú hafi það álvalt sem allra allra best.

Flottur

Pabbi að máta pípuhatt í kínahverfinu í london. Kína konan vildi ólm selja pabba hattinn þrátt fyrir að hann segðist minna á trúð með þetta á höfðinu. Mér finnst bara glæsilegur, hvað finnst ykkur?                              


Pakk pakkar

Við pökkuðum eins og líf okkar lagi við. Enda tókst okkur aldeilis að klára þetta klukkan níu á laugardagskvöldið. Sunnudagurinn var því okkar til að fagna silfri og dingla okkur. Við flytjum í nýju bygginguna á þriðjudag. Þá verður þetta nú allt annað, gamla byggingin er vægast sagt viðbjóður. Enda var hún ein af fáum byggingum sem ég sýndi ekki foreldrum mínum þegar þau koma hér í sumar. Annars gengur þetta bara ágætlega svona þannig, við klárum í dag að ganga þetta í hæga ganginum. Þá getum við farið að æfa á venjulegum hraða. Það verður nú að segjst að það verður voðalega gott að klára þetta frá. Veit ekki hvort ég hlakka meira til frumsýningar, lokasýningar eða heimferðar.

Bráum verð ég búin að vera hér að éta fisk og franskar og drekka te í eitt heilt ár, hugsið ykkur.


Sæþór Berg eins árs í dag

Hann minnsti frændi minn er aldeilis orðinn stór farinn að labba og byrjaður að mæta í leikskólann á hverjum morgni, hörkukappi. Innilega til hamingju með daginn Sæþór minn, bestu kveðjur í bæinn. Ég hlakka voðalega mikið að sjá þig og þína í september.

 

páskar´08 078 

Þetta erum við frændur á góðri stund.


Helgi helgi

Veð fletjum um helgena, óskeð méer góðes genges... ;)

Gengur og gengur ekki

Já já þetta er nú allt svona frekar rólegt hérna meginn við atlants hafið. Lestarfólkið er í verkfalli en ég tek ekki lest svo mér er nokk sama. Það gera hinsvegar milljónir annara hér í borg. Var að hugsa hvað ef strætóbílstjórar í reykjavík færu í verkfall, það myndi enginn taka eftir því.  Nema það væri meira pláss á götum borgarinar. Það tekur enginn strætó nema nemar og gamalt fólk, lið sem hvort sem er alltaf að kvarta.

 Skólinn minn er alveg kostulegur, við erum að fara flytja í nýtt húsnæði. Hvenær veit enginn, kannski um helgina. En við nemendurnir eigum að pakka öllu draslinu, jebb við sem erum á fullu að æfa sumarsýningu skólans eigum að taka svo sem eina helgi í að flytja skólann. En eins og ég sagði þá flytjum við kannski ekki um helgina, við eigum samt að mæta um helgina því þá getum við bara æft í staðinn eða eitthvað. Svo voru þau að tilkynna okkur að það ætti að vera sýning daginn eftir að önninni lýkur...en hættu svo við það þegar í ljós kom að fólk  hafði af einhverjum sökum gert sér aðrar áætlanir. En þetta ætti svo sem að vera komið í vana, maður verður samt alltaf jafn hissa.

Já, þeir eru skrítnir þessir útlendingar.


Hárfeiti

Við æfum og æfum og veltum vöngum fram til baka. Nú erum við byrjuð að standa senur. En allt að sjálfsögðu aðeins í hægagangi, svo hugsanirnar komist örugglega til skila. Sem þýðir að á þeim átta tímum sem við höfum unnið nú í dag og í gær höfum við komist yfir 14 blaðsíður, verkið í heild sinni er 59 síður. Hafa ber í huga að ekki er búið að setja neinar senur, engin leikstjórn er í raun og veru. Heldur er verið að athuga hvort persónan sem við höfum skapað sé þarna eða ekki. Fyrir mig sem leikara er þetta frábært, þessi vinnubrögð tryggja að ég er alltaf að gera mitt besta að halda þeim myndum og áhrifum sem persónan sem ég er að leika á að hafa. Þetta þýðir að þegar ég stend upp á sviði hef ég ævi persónunar, hugarfar og sambönd hennar við aðra á sviðinu á hreinu. Alveg eins og þegar ég stend í búningsherberginu á eftir sýninguna með mína ævi, hugarfar og samband mitt við aðra leikara á hreinu. Það er ekki þar með satt að ég sé alltaf að fara yfir allar mínar minningar og hugsanir, ekki frekar en persónan. En vegna þess að ég hef haft 29 ár til að skapa mig en fæ aðeins um 6 vikur til að skapa persónuna, verð ég að ganga allar hennar minningar, hugsanir og sambönd aftur og aftur. Þess vegna byrjum við hægt svo leikstjórinn og aðrir leikarar geti bent á það sem gæti vantað upp á.

Ívar íkorni er ekki vinur okkar lengur, hann er farinn að borða húsgöngnin á svölunum. Ég flegði hnetum fram af svölunum svona til að minna hann á að það væri hans fæða. Mundi þá eftir því að búdda konan á jarðhæðinni situr stundum upp á ruslahaugnum í bakgarðinum og les konublöð. En sem betur fer var hún inni að kyrja.

Ég tók eldhúsið í gegn um daginn og þreif allt hátt og lágt. Ég er ekki frá því að húsfélagar mínir hafi bætt umgengnina eftir það.  Það er samt eiginlega bara ég sem þríf á þessu heimili. Áður fyrr hefði ég örugglega pirrað mig á því en nú nenni ég því ekki. Ég vil hafa hreint í kringum mig og þá þríf ég. Þannig er nú það. Annars gengur sambúðin ágætlega, allir voða hressir bara. Magnús Mús og félagar samt hættir að heimsækja okkur, kannski koma þeir í haust.

Gasið hefur hækkað svo mikið hér í Bretaveldi að nú verðum við að fara spara. Ég er byrjaður að sanka að mér kertum til að kynda herbergið mitt í vetur. Gott að mamma sendi mér ullarsokka, mér verður þá örugglega hlýtt á tánum. Það dugaði nefnilega ekki þeim í breska gasfélaginu að skila nokkra miljarða hagnaði, þeir vilja meira. Því verða allir að kaupa sér auka peysur og hlýja sokka, borða kaldar máltíðir og fækka baðferðum. Lifi einkavæðingin!

Ég sá mjög skemmtilega sýningu  á laugardaginn. 39 steps/þrep, flott gamladags verk með hörkuleikurum. Alltaf gaman að fara í leikhús en sérstaklega á góðar sýningar.

Jæja, ég ætla að æfa lögin mín og fara svo í heitt að og  lesa um uppáhalds sænska rannsókanrhöfundinn minn Kurt Wallander. Ég hef alveg fallið fyrir sænska spennubóka höfundinum Henning Mankel, frábær höfundur. Hér eru bækur svo ódýrar að maður fer bara með þær í bað og annað eins.

 


Sjúkur húmor

 Úr læknaskýrslum:

- Á öðrum degi var hnéð betra og á þriðja degi var það alveg horfið.

- Daginn fyrir innlögn borðaði hún kvöldmat á eðlilegan hátt með kjötbollum.

- Eðlileg augnskoðun fyrir utan sérkennilegt andlitsfall...

- Eftir það var hún í samkvæmi...

- Fékk vægan verk undir morgunsárið...

- Hún hefur þroskast eðlilega framan til...

- Hún rann til á svelli og virðist að lappirnar á henni hafi farið í sitt hvora áttina í byrjun desember.

- Húðin var rök og þurr.

- Misnotaði áfengi í óhófi áður fyrr...

- Móðir getur látið barnið sitja með því að setja fæturna í hring...

- Nú er svo komið fyrir henni að hún getur að mestu hjálpað sér sjálf...

- Saga er fengin hjá uppgefnum ættingjum...

- Sjúklingur á vanda til að fara austur í sveit um helgar. Þar datt undan henni hestur...

- Sjúklingur var í morgun að drekka te og borða maís þegar að bar mann sem heitir Kristmundur.

- Skoðun við komu leiðir í ljós unglingspilt...

- Tekin var mynd af sjúklingi sem sýndi breytingar í Hafnarfirði...

- Við komu á spítalann var sjúklingur fljótlega skoðaður af undirrituðum og kemur þá í ljós að um er að ræða 46 ára karlmann sem er mjög þrekvaxinn og vöðvastæltur...

- Við rectal exploration fannst stækkaður skjaldkirtill...

- Við skoðun á sjúklingi kemur fram áberandi kyndeyfð...

- Við skoðun eru engar eitlastækkanir að gagni...

- Það sem fyllti mælinn var þvagleki...

- Það vottar fyrir gyllinæð hægra megin á kálfa...

- Þegar hann var lagður inn hafði ör hjartsláttur stoppað og honum leið betur.

- Þessi maður veit ekkert um skyldleika í ætt....

- Sjúklingur batnar ef lagst er ofan á hann...

- Sjúklingur borðar reglulegt mataræði...

- Sjúklingur er ekki þekktur fyrir að fremja sjálfsmorð.

- Sjúklingur er fertug, að öðru leyti ekkert athugavert.

- Sjúklingur er svo hress að hann gæti gengið langleiðina til Akureyrar...

- Sjúklingur er tilfinningalaus frá tá og niður úr.

- Sjúklingur fékk sér vöfflur í morgunmat og var kominn með lystarstol í hádeginu.

- Sjúklingur fékk þá mjög langsótt kvef...

- Sjúklingur fær verki í bringuna ef hún liggur á vinstri hlið lengur en í eitt ár.
 
- Sjúklingur hefur aldrei fundið fyrir þessum verkjum nema þegar hann vaskar upp í sumarbústað - en er ráðlagt eftirlit ef verkirnir koma fram við önnur tækifæri...

- Sjúklingur hefur átt við gott heilsufar að stríða...

- Sjúklingur hefur fremur óbærilega verki...

- Sjúklingur hefur formlegar hægðir...

- Sjúklingur hefur skilið eftir hvítu blóðkornin á öðrum spítala.

- Sjúklingur hefur verið að þyngjast af asmanum sl. sólarhring...

- Sjúklingur hefur verið mædd sl. fimm ár...
 

- Sjúklingur hefur verið niðurdreginn alveg síðan hann byrjaði að hitta mig 1983.

- Sjúklingur lenti á parketgólfi og bar fyrir sig höndina með þeim árangri að hún brotnaði...

- Sjúklingur hefur verið í vandræðum með gervifótinn en hann hefur haft fjóra fætur frá því að hann lenti í slysinu, en þann síðasta fékk hann í apríl sl.

- Sjúklingur lærði söngnám...

- Sjúklingur tekur engin lyf en magnyl þess á milli...

- Sjúklingur tárast og grætur stöðugt. Virðist líka vera niðurdreginn.

- Sjúklingur var í góðu ásigkomulagi þangað til flugvélin hans varð eldsneytislaus og hrapaði.


Góða helgi

Úr tjónaskýrslum

Gulli var gestkomandi hjá Önnu og Jóni. Gulli þurfti skyndilega að kasta upp og fór inn á baðherbergi og kastaði upp í klósettið. Anna stóð yfir honum og sturtaði niður þegar hann hafði lokið við að kasta upp. Við uppköstin missti Gulli lausan tanngóm í klósettið, en tók ekki eftir því fyrr en hann fór út úr baðherberginu.

 ...við byrjuðum að taka U-beygju en þurftum að bíða eftir að bílarnir sem komu úr gagnstæðri átt væru farnir en eftir nokkurra sekúndna bið klessir bíll inn í okkur og flaug hausinn á mér í andlit bílstjórans...


Hún kveður tennur í neðri gómi hafa skekkst við áreksturinn en að sjálf hafi hún rétt tennurnar með handafli og síðan farið til tannlæknis sem hafi verið ánægður með handverkið og taldi tennurnar sem óðum að festast...


Ég rakst á kyrrstæðan vörubíl, sem var að koma úr hinni áttinni.


Ég hélt að bílglugginn væri opinn, þangað til ég hafði stungið höfðinu út um hann.


Ég sagði lögreglunni að ég væri ómeiddur, en þegar ég tók ofan hattinn komst ég að því að ég var höfuðkúpubrotinn.


Það kom bara ósýnilegur bíll, rakst á mig og hvarf.


Ég sá að gamli maðurinn mundi aldrei hafa það yfir götuna og keyrði því á hann.


Ég var búinn að keyra í 40 ár, þegar ég sofnaði við stýrið og lenti í slysinu.


Sá fótgangandi stóð og vissi ekkert í hvora áttina hann átti að fara svo ég keyrði yfir hann.


Ég var á leiðinni til læknisins, þegar púströrið datt aftur úr mér.


Ég var að reyna að drepa flugu og keyrði þarna á símastaurinn.


Hinn bíllinn keyrði beint á mig, án þess að gefa neitt merki um hvað hann ætlaði að gera.


Það bakkaði trukkur í gegnum rúðuna á mér og beint í andlitið á konunni.


Maðurinn var allsstaðar á veginum, ég varð að taka heilmargar beygjur áður en ég rakst á hann.


Ég beygði frá vegbrúninni, rétt leit á tengdamömmu og hentist út á veginn hinum megin.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband