Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Dreymir þig Geir H. Haarde?

Ég las í því merka dagblaði Sun eða sól í dag að sú fræga manneskja sem flesta dreymir martraðir um er söngfuglinn Amy Winehouse eða Anna Vínhús. Eitthvað sem ég get vel skilið, það ómögulegt að vita hvað hún geymir í hárkollunni. Í öðru sæti var Marilyn Manson eða Margeir Mannssonur , enda er það tilgangur hans að vekja óhug fólks með útliti sínu. En það sem mér fannst merkilegast var að í þriðja sæti yfir þá frægu manneskju sem heimsækir breta í martröðum þeirra sat forsætisráðherrann, Gordon Brown eða Goggi Brúni. Hvað gerir hann eiginlega í martröðunum drepur fólk úr leiðindum, fyllir það svo miklum efasemdum um framtíðina að fólk bara missir það? Ég veit það ekki. En út frá þessari merku grein datt mér í hug hvort íslendinga dreymdi sinn forsætisráðherra Geir H. Haarde eða Gay How Ha de bra. Hann er nú ósköp góður maður og rólegur. En hann syngur stundum O, sole mio. Kannski læðist hann inn í draumaheim saklaus draumórafólks og hefur upp raust sína. Háa c-ið er það sem fer með flesta.

Góða nótt...


Dans dans

Jæja,

Við dönsuðum í allan gærdag og sátum svo og ræddum málin allt gærkvöld. Við þurftum nefnilega að bæta okkur upp tímann sem við urðum af þegar leikstjórinn okkar varð fyrir bíl. Hún er öll að koma til en er svolítð skökk þegar hún gengur. Ég komst að því að skólastjórinn okkar er bara venjulegur kall. Hann hefur verið að vinna með okkur síðustu daga og ísinn hefur bráðnað töluvert. Ég er meira að segja farinn að þora segja brandara, honum finnst ég voða fyndinn.

Ég sá alveg voðalega slæmann söngleik á sunnudaginn. Allt sem þú getur gert/Anything you can do ég held að við áhorfendurnir hefðum geta gert betur. Þar með talinn þessi áttræða með hækjuna og bjórkrúsina. Je dúdda mía hvað það getur stundum verið óþægilegt að þurfa horfa á svona nokkuð. Maðurinn sem samdi verkið leikstýrði því og lék í því. Eitthvað sem ég gerði þegar ég var 14 ára. En í atvinnuleikhúsi gengur það ekki upp. Höfundurinn verður að geta sleppt tökunum á verkinu og treyst leikstjóranum til að vinna með það með gagnrýnum augum. Eitthvað sem t.d Felix Bergsson hefur gert með góðum árangri. Hvernig á svo að vera hægt að leikstýra sjálfum sér,sérstaklega í tveggja manna sýningu?

En næst set ég stefnuna á stóru leikhúsin, nóg komið af tilrauna verkum í bili. Verst er að ég man aldrei eftir að panta mér miða fyrr svo nálægt helgi að miðarnir kosta milljón eða meira. 

En þarf ég að yoga.


Orðlaus...

Ég vaknaði við píp splunku nýju vekjaraklukkunar í morgun. Ónotalegt hljóð, öllu notalegra var rigninga niðurinn á þakinu. Morgun kaffið sterkt og gott sömuleiðis súkkulaðið. Ósköp venjulegur morgun. Í dag liggur fyrir mér að dansa frá morgni til síðdegis. Hlutskipti mitt gæti verið vera, ekki satt? Grísið gengur ágætlega, við förum að setja senur núna á fimmtudaginn. Sem verður tilbreyting frá öllum setunum og pælingunum síðustu vikurnar. Á morgun förum við í þjóðleikhúsið að finna búninga.  Annars er hér allt með kyrrum kjörum. Ég átti yndislega afmælishelgi, þakka kveðjurnar. Skrifa meira þegar fingur og hugur eru betur til þess fallnir að tjá sig.

Lifið heil


Þættinum hefur borist bréf.

Hún Þórunn Gréta vinkona og frænka mín hefur álvalt svar við öllu. Hún hefur því leyst fyrir mig þá huganúta sem bloggfærslan Segðu mér innihélt. Hér koma svörin:

Það að ekkert loði við teflon er lygi. Hins vegar brennur ekki allt fast við það.

Grænmetisæta myndi klárlega éta plöntu. Ég myndi bara klappa dýrinu og passa það vel.

Það er það flottasta við að finna upp, maður ræður öllu sjálfur. Þeir hefðu getað stillt úrið á hvað sem er.. pældu í því!

Þá væru stólarnir nákvæmlega eins og þeir eru en þeim yrði stillt öfugum upp við borðið. Bökin sneru að borðinu. Soldið eins og þegar maður sest öfugt klofvega á stól.

Af því að eins dauði er annars brauð ;) það getur aldrei orðið gæfumerki að missa fótinn.. nema náttúrulega að þá er ekki hægt að skjóta sig í fótinn... og líklega ekki heldur hægt að pissa í skóinn sinn.

Þeir sem drekka kaffi kalla hann kaffitíma, hinir tetíma.

Hann er lifaður. Morgundagurinn er alltaf ólifaður, og restin af deginum í dag, gærdagurinn alltaf lifaður.

Maður verður sjálfdauður úr hræðslu.

 


Til hamingju með daginn!

Í dag ganga samkynhneigðir, kynskiptir, tvíkynhneigðir, ragneygðir, örvhentir, rauðhærðir og allir hinir niður laugaveginn í gleði yfir því að vera til og búa í frjálsu elskandi samfélagi. Til hamingju með hinseginn dag, góða skemmtun.

Það sem færri en útvaldir vita er að einnig er gengið til að halda upp á afmælishelgi Unnars Geirs nokkurs Unnarssonar. Skemmtileg tilviljun að Jón Sigurðsson fæddist 17. júní á lýðveldisdaginn og ekki síður merkilegt að Unnar Geir fæddist sömuhelgi og Gay-pride hátíðin er haldin. Svona getur lífið verið skemmtilegt, ekki satt?


Segðu mér?

Ef ekkert loðir við teflon, hvernig er þá hægt að láta það loða við pönnuna?

Hvað á maður að gera ef maður sér dýr í útrýmingarhættu éta plöntu í útrýmingarhættu?

Þegar menn fundu upp úrið, hvernig vissu þeir á hvað þeir ættu að stilla það?

Ef hné á manni væru aftan á fótunum, hvernig myndu stólarnir þá líta út?

Ef hérafótur færir þér gæfu, af hverju var þá hérinn ekki svona heppinn?

Hvað kalla þeir kaffitímann í teverksmiðjunum?

Ef dagurinn í dag er fyrsti dagurinn sem ég á eftir ólifað, hvað var þá gærdagurinn?

og að lokum. Ef maður lendir í því að verða hálfdauður úr hræðslu tvisvar í röð, hvað gerist þá?


Farið hefur fé betra

Megi hann bara vera þar sem lengst blessaður maðurinn. Það getur ekki verið að kínverskir ráðamenn taki hann svo alvarlega. Enda fáir þjóðhöfðingar verið eins afkasta miklir í mannréttindabrotum og sjálfur Bush.
mbl.is Bush kominn til Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindi

Ekki eru allir jafn heppnir og við íslendingar að búa í opnu og elskandi þjóðfélagi. Vinir okkar í Riga þurfa okkar stuðning til að ganga með gleði um stræti og torg. 

Áskorun til Lettneskra yfirvalda 
Mannréttindi til handa LGBT-fólki

 

Verndarvættirnar, hópur á vegum Samtakanna 78 og Amnesty International taka þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga, þann 9. ágúst 2008. Hópurinn mun vekja athygli á andstöðu yfirvalda í Lettlandi við Riga Pride gönguna þar í landi og dreifa þar til gerðum aðgerðakortum með áskorun til þeirra um að virða mannréttindi LGBT fólks.

Þú getur hjálpað!

Smelltu á eftirfarandi slóð:  www.amnesty.is/undirskriftir og ritaðu nafn þitt við áskorunina.


mbl.is Fjör í hinsegin halarófu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mynd á mynd

Það er að koma mynd á leikstjórnarmyndina. Ég tel mig hafa fundið myndina sem ég ætla að nota. Bréf með afleiðingar, málverk af manni að lesa bréf og konu sem stendur þétt við hann undirgefin en skelkuð í senn. Bæði eru þau upp á klædd eins og þau séu í veislu. Hann er eldri en hún. Ég hef ákveðið að hann hafi neytt hana til ástarsambands með því að greiða leið eiginmans hennar innan fyrirtækisins sem hann rekur. Hún vill binda enda á sambandið en er of hrædd að segja það, svo hún ætlaði að launa bréfi í frakkavasa hans í fatahenginu. En hann sá hana, málverkið sýnir augnablikið áður en hann rekur henni kinnhest. Málverkið er eftir Jack Vettriano og nefnist A letter of consequence. Jack er skoskur sjálfmentaður málari af ítölskum ættum. Algjör töffari, vann í námu en varð þekktur um víða verld eftir að öll málverkin hans seldust upp á hans fyrstu sýningu.

Annars er það helst í fréttum hér í englandi að hústökufólki fjölgar með degi hverjum. Á tímunn lækkandi húsnæðisverðs og hækkandi verðbólgu missa æ fleiri heimili sín þar sem fólk getur ekki staðið undir afborgunum af lánum. Bankar og lánastofnanir leysa því til sín fjölda fasteigna. Sú lög gilda hinsvegar hér að ef þú flytur inn og býrð í yfirgefnu húsnæði í ár án þess að eigandinn reki þig út. Þá máttu eiga fasteignina. Það er annað hvort eitt ár eða tvö, man það ekki alveg. En engu að síður þannig eru lögin hér í englandi.


Áfram við höldum

Jæja, dýrðarhelgi að baki. Ég var einn heima og naut þess í botn, mmmuu. Ég eldaði mér hangikjet með grænum baunum, kartöflumús og malt og appelsínblöndu. Hélt mín litlu jól. Merkilegt hvað það getur verið gott að eyða smá tíma með sjálfum sér. Ekki svo að skilja að ég hafi lokað mig af alla helgina. Ég fór út á föstudagskvöldið og á sunnudaginn var ég niðri bæ að undirbúa leikstjórnarverkin mín. En laugardeginum eyddi ég heima, fór ekki úr náttfötunum nema til að fara útí búð.

Ég hef verið að rembast við að finna rétta mynd til að nota í leikstjórnarverk, sem kallast leikstjórnar mynd. Það er ekki falleg mynd af leikstjóranum til að nota til kynningar heldur málverk af minnst tveimur persónum sem nemandinn endurskapar á sviði. Ég held samt að ég hafi loks á sunnudag fundið rétta listamanninn, Jack Vettriano. Hann málar myndir fullar af spennu í svona art deco stíl. Einfalt, formfagurt og þokkafullt. En sem stendur eru það fimm verk sem koma til greina, en ekkert liggur á þetta er annað verkefnið sem ég á að leysa í lok september. Hið fyrsta er kyrrmynd. Þá á að skapa umhverfi sem fólk lifir eða starfar í og á leikmyndin að segja okkur sögu þess. Ég ætla að búa til bakhlið á leikmynd, leikarnir þrír eru inn á sviði en við sjáum persónuleika þeirra í smáhlutum sem þeir hafa skilið eftir. Einn er fyllibytta og felur flösku bak við stól, önnur leikkvennanna er príma donna með hálsbólgu og skilur eftir náttslopp og hálsbrjóstsykur á meðan hin er ung nýútskrifuð og elskar súkkulaði.

Úbbs komin tími til að drífa sig í yoga.

Lifið heil. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband