Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Það er alltaf eitthvað
12.1.2009 | 00:26
Þá er dagur að kveldi kominn, og að nýjum degi orðinn. Þetta er búin að vera skrýtin helgi, eða alveg síðan ég kom aftur. Skólinn er samur við sig og allt annað að takast á við efnið úthvíldur, heldur en útkeyrður. En hinsvegar var heldur búið að breyta til í einkahögum mínum og því allt sem áður var, eiginlega áður en það hófst. Sem auðvita dregur úr manni dug og dáð og er bara helvíti fúlt,
En við fórum krakkarnir og versluðum í búið, allt keypt í IKEA að sjálfsögðu. Þetta er því allt orðið annsi heimilislegt hjá okkur. Ég tók líka með eldhúsdót úr minni búslóð, þannig hér er allt að verða meira svona mitt heimili. Svo er ég nú svo flottur að eiga fataherbergi. Það kemur nú að vísu ekki af góðu því herbergið mitt er svo lítið að það er ekki pláss fyrir fataskáp. Í staðinn var geymslunni á ganginum breytt í fataherbergi fyrir mig. Já, ég er prinsinn hvert sem ég fer.
Ég held ég noti þessa viku til að koma mér á jörðina og koma mér í gírinn.
Annars auglýsi ég eftir ríkum ættingjum, vinum eða kuningjum eða bara bláókunnugu fólki sem vantar að losna við hundraðþúsundkalla. Næsta önn verður stíf.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stærsta áskorun Mr. Bush
11.1.2009 | 17:23
Bush hyggst rita bók | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fara, vera og koma
9.1.2009 | 00:01
Eins og það er nú gott að vera er alveg jafn leiðinlegt að fara en alveg eins gott að koma og vera. Bara öðruvísi, ekki jöfnu við að líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á leið
7.1.2009 | 08:13
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mánudagur
5.1.2009 | 10:28
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gott skref í rétta átt
4.1.2009 | 18:09
Það er náttúru ekki hægt fyrir okkur sem búum hér í herlausu landi að ímynda okkur hvernig líf þessa blessaða fólks sem þarna býr er. Þetta er gjörsamlega óviðunnandi ástand og ekki ætti nokkuri þjóð að líðast athæfi sem þetta. Hvar eru alheimslögreglan núna, Bush kúreki og Brown hryðjuverkabani? Nú gera þeir ekkert því þetta er hvítt kristið fólk að sprengja dökka heiðingja.
Heryfirvöld í Ísrael staðfestu í dag að einn ísraelskur hermaður hefði fallið í átökum við Hamas liða á Gaza svæðinu í morgun. Um 30 hermenn hafa særst frá því að ísraelski herinn gerði innrás á svæðið síðla dags í gær, þar af tveir alvarlega. Að minnsta kosti 40 Palestínumenn hafa látið lífið síðan innrásin hófst í gær og er tala látinna Palestínumanna nú nær 500 frá því að Ísraelar hófu árásir á Gaza þann 27. desember síðastliðinn. mbl.is
Takið eftir 1 hermaður á móti 500 borgurum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki unnt að fordæma aðgerðir Ísraela að svo stöddu. Ríkisstjórnin hafi ekki rætt málið en geri það væntanlega í vikunni. Ekki megi gleyma ábyrgð Hamas-samtakanna á ástandinu.Ríkisstjórnir Svíþjóðar, Noregs og Frakklands hafa fordæmt framgöngu Ísraels á Gaza-svæðinu. Þorgerður Katrín segir að íslenskum ráðamönnum sé mjög brugðið hvernig komið sé. Ekki sé unnt að fordæma árásina þar sem ríkisstjórnin hafi ekki komið saman til að ræða málið. Það verði væntanlega í vikunni. ruv.is
En það væri náttúrulega til of mikils ætlast af kjörnum fulltrúum okkar finna fundartíma til að ræða lítilræði sem þetta.
Fordæmir innrás á Gasa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glitský á lofti
4.1.2009 | 12:47
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Guði sé lof
4.1.2009 | 12:30
Lyf til að lengja augnhár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)