Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Það er alltaf eitthvað

Þá er dagur að kveldi kominn, og að nýjum degi orðinn. Þetta er búin að vera skrýtin helgi, eða alveg síðan ég kom aftur. Skólinn er samur við sig og allt annað að takast á við efnið úthvíldur, heldur en útkeyrður. En hinsvegar var heldur búið að breyta til í einkahögum mínum og því allt sem áður var, eiginlega áður en það hófst. Sem auðvita dregur úr manni dug og dáð og er bara helvíti fúlt,

En við fórum krakkarnir og versluðum í búið, allt keypt í IKEA að sjálfsögðu. Þetta er því allt orðið annsi heimilislegt hjá okkur. Ég tók líka með eldhúsdót úr minni búslóð, þannig hér er allt að verða meira svona mitt heimili. Svo er ég nú svo flottur að eiga fataherbergi. Það kemur nú að vísu ekki af góðu því herbergið mitt er svo lítið að það er ekki pláss fyrir fataskáp. Í staðinn var geymslunni á ganginum breytt í fataherbergi fyrir mig. Já, ég er prinsinn hvert sem ég fer.

Ég held ég noti þessa viku til að koma mér á jörðina og koma mér í gírinn.

Annars auglýsi ég eftir ríkum ættingjum, vinum eða kuningjum eða bara bláókunnugu fólki sem vantar að losna við hundraðþúsundkalla. Næsta önn verður stíf.

 


Stærsta áskorun Mr. Bush

Líklega hefur Runni ekki sett sér erfiðara verkefni en að skrifa bók. En mér finnst gott hjá honum að ákveða að gefa ekki bókina út fyrr en hún er tilbúin. Það er nefnilega allt of algengt að bækur séu gefnar út áður en þær eru full skrifaðar. Blessaður maðurinn ætti kannski að byrja á því að lesa eitthvað annað en Lukku Láka áður en hann fer að leggjast í skriftir. Samt verður að teljast all merkilegt að maður svo laus við alla getu, hæfileika og heilbrigða skynsemi skuli hafa verið forseti bandaríkjana í 8 ár. Ekki einu sinni á íslandi fá fáráðlingar að að sitja að völdu, nema þá helst í reykjavík en þá einungis í takmarkaðan tíma. Getuleysi hans skín enn og aftur í gegn nú þegar Isarel murkar lífið úr palenstínu mönnum með bandarískum vopnum. Bandaríkin gætu vel stöðvað smá ríkið isarel, ef ráðamenn þar aðeins vildu. Mikil blessun verður það þegar Obama tekur við og fíflið fer aftur á búgarðinn þar hann sem getur dvalið með jafningum sínum, búfénaðinum.
mbl.is Bush hyggst rita bók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fara, vera og koma

Eins og það er nú gott að vera er alveg jafn leiðinlegt að fara en alveg eins gott að koma og vera. Bara öðruvísi, ekki jöfnu við að líka.


Á leið

Mér finnst nú ekki enn hægt að segja að ég sé á leiðinni heim, en ég er á útleið. Flýg á stað um klukkan fimm, spurningin er svo hvenær kreppan leyfir mér að koma næst. Ég þakka kærlega hlýlegar móttökur og hlakka til að sjá ykkur öll aftur. Hafið það gott.

mánudagur

Í dag byrjaði skólinn en ég er enn á egilsstöðum. Ég nefnilega tók mér lengra frí ég ætlaði bara alls ekki að fara kaupa miða á 60 þúsund aðra leið. Nokkur verkefni lagu fyrir í fríunu, ég hef lokið sumum og byrjað á öðrum. En alls ekki verið eins duglegur og ég ætlaði mér að vera, en maður má nú leyfa sér smá leti. Ég mæti ferskur til leiks á fimmtudaginn og þá smellur þetta í gang. Það verður skrítið að byrja aftur, stundum er þetta eins maður sé að vaða leðu. Manni finnst hvorki ganga né reka, þetta hefst allt á endanum. Málið er bara að láta ekki stressa sig upp og ná góðir hvíld inn á milli. Besta leiðin til þess er alltaf að gera sitt besta og hafa því góða samvisku þegar lagst er til hvílu, vitandi að þú gerðir allt sem þú gast þann daginn.

Gott skref í rétta átt

 Það er náttúru ekki hægt fyrir okkur sem búum hér í herlausu landi að ímynda okkur hvernig líf þessa blessaða fólks sem þarna býr er. Þetta er gjörsamlega óviðunnandi ástand og ekki ætti nokkuri þjóð að líðast athæfi sem þetta. Hvar eru alheimslögreglan núna, Bush kúreki og Brown hryðjuverkabani? Nú gera þeir ekkert því þetta er hvítt kristið fólk að sprengja dökka heiðingja.

Heryfirvöld í Ísrael staðfestu í dag að einn ísraelskur hermaður hefði fallið í átökum við Hamas liða á Gaza svæðinu í morgun. Um 30 hermenn hafa særst frá því að ísraelski herinn gerði innrás á svæðið síðla dags í gær, þar af tveir alvarlega. Að minnsta kosti 40 Palestínumenn hafa látið lífið síðan innrásin hófst í gær og er tala látinna Palestínumanna nú nær 500 frá því að Ísraelar hófu árásir á Gaza þann 27. desember síðastliðinn. mbl.is

Takið eftir 1 hermaður á móti 500 borgurum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki unnt að fordæma aðgerðir Ísraela að svo stöddu. Ríkisstjórnin hafi ekki rætt málið en geri það væntanlega í vikunni. Ekki megi gleyma ábyrgð Hamas-samtakanna á ástandinu.Ríkisstjórnir Svíþjóðar, Noregs og Frakklands hafa fordæmt framgöngu Ísraels á Gaza-svæðinu. Þorgerður Katrín segir að íslenskum ráðamönnum sé mjög brugðið hvernig komið sé. Ekki sé unnt að fordæma árásina þar sem ríkisstjórnin hafi ekki komið saman til að ræða málið. Það verði væntanlega í vikunni. ruv.is

En það væri náttúrulega til of mikils ætlast af kjörnum fulltrúum okkar finna fundartíma til að ræða lítilræði sem þetta.


mbl.is Fordæmir innrás á Gasa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glitský á lofti

Þetta fallega glitský heiðraði okkur héraðsbúa með nærveru sinni á öðrum degi jóla, takk fyrir það.

 

038

 


Guði sé lof

Loksins er komin lausn fyrir fólk sem hefur þjáðst vegna of stuttra augnhára. Mikil er þjáning þeirra sem stutt augnhár hafa. Fyrir utann að vera mikið lýti verja stutt augnhár augun aðeins að litlu leyti, því eiga óhreinindi og skaðlegir smá hlutir greiðan aðgang að augunum.  Þetta getur valdið tímabundinni blindu og langtímabundnum óþægindum. Auk þess sem fólk með of stutt augnhár þjáist einnig oft af félagsfælni. Því hver vill láta sjá sig með nokkura millimetra stubba kringum augun, hver tekur mark á þannig fólki? Með lengri augnhárum eru þessi vandamál að baki og sjálftraustið eykst, sem síðan tryggri farsæla framtíð í einkalífinu sem og atvinnulífinu. Mikið búum við vel að hafa svona færa vísindamenn, sem einbeita sér að leysa svo bráðar heilbrigðisógnir.
mbl.is Lyf til að lengja augnhár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband