Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
London
29.10.2009 | 00:38
Jæja, þá er ég komin aftur til london eftir vel heppnaða ferð til Vínar, falleg borg mæli með henni. Nú bíður bara bálkaldur raunveruleikinn eftir manni, reyndar skall hann á mig grimmur þegar ég mætti í óþrifna íbúðina og eldhúsborðið fullt af ógreiddum reikningum. En svona er þetta bara, víst...
Jæja, skóli eftir nokkra klukkutíma. Ég verð að gera betri grein fyrir Vínardvölinni í máli og myndum seinna. Hafið það gott þangað til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vín
26.10.2009 | 11:10
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
blogga mogg
18.10.2009 | 18:19
Jæja,
Blogga á mogga bloggi? Já, já hvers vegna ekki? Ég alveg óhræddur við að Dabbi gamli kóngur fari að ritskoða það sem ég skrifa. Hann á tvímælalaust eftir að ritskoða allt annað, en hann lætur mig að öllum líkindum í friði.
Ég hef verið voða latur við að blogga. Ekki það að lítið sé að frétta, nóg er nú um að vera. Málið er hins vegar að nú frekar en áður eru miklu fleiri íslendingar hér til að tala við. Þess vegna hef ég ekki eins mikla þörf að blóta helv. útlendingunum hér í tölvu heimum. Það geri ég nú að mestu í raunveruleikanum.
Annars gengur bara ágætlega, ég vinn mína vinnu sumt gengur vel annað ekki eins vel en allt gengur þetta nú.
Ég ætla samt að reyna vera duglegri við að blogga.
Eigið góða viku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skúli Berg
15.10.2009 | 22:02
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Uppgjör...
13.10.2009 | 22:59
Já 35%
Nei 25%
Ertu að grínast 40%
Sem sagt ég verð þá bara ber um vörina.
Þakka þeim er hlýdu og tóku þátt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Motta eður ei?
11.10.2009 | 14:30
Jæja, hvað finnst ykkur ætti Mister Unnarsson að safna í mottu? Endilega takið þátt í skoðanakönnuninni hér til hliðar. Lifið heil, hæ litli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)