Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Aðalheiður

Í dag er Aðalheiður litla systir hálf þrítug. Til hamingju með daginn litla skott. Eins á Bára klára vinkona afmæli í dag, til lukku gæska.

 sn151957_946683.jpg


..sömuleiðis

Þetta árið skar ég odd af oflæti mínu og sendi nánustu ættingju og vinum jólakort. En í ár ákvað ég að stela hugmynd sem Hildur sagði mér frá, sem sagt að endursenda bara kortin frá því í fyrra og skrifa bara sömuleiðis á þau. Þetta fannst mér ótrúlega sniðugt, en þar sem ég var ekki með kortin á landinu sendi ég bara ný kort til allra. Og skrifaði:

Jólin ´09

Elsku fjölskylda,

...sömuleiðis.

Jólakveðja,

Unnar Geir

Þetta fannst mér ótrúlega fyndið, ég vona að viðtakendur kortanna hafi ekki farið að misskilja þetta grín. Það verður þá bara að koma í ljós næstu jól.

Njótið hátíðarinnar.


Aðfangadagur

Jæja,

Þá er ég komin austur gekk allt vel og hér allt hvítt af jólasnjó og kornin falla enn.

Gleðileg jól.

Sel�s 16

Selás 16, jólahús númer 1.


Flög

Jæja, spurning hvort mér takist að komast austur í dag. Ég mæti nefnilega út á völl í gær og ætlaði fljúga austur en þá var miðinn minn dagsettur 23 des ekki 22 eins og ég var búin að ákveða. Ég misskildi sjálfan mig jafn vel úti en þá vaknaði ég við vondan draum á þriðjudagsmorguninn. Hann var nefnilega sá 15 en ekki miðvikudagurinn eins og ég var svo aldeilis búin að ákveða. Ég komst nú samt heim til heim svo vonandi gengur þetta upp í dag einnig.

Veit samt ekki með þessa magapest, batinn er hægur og ég búin að missa 4 kíló á þremur vikum. Spurning um að fara selja þetta sem kúr fyrir fitubollur. Ég veit samt ekki hvað ég geri nú þegar ein mesta átveisla ársins gengur í garð og maginn á mér skroppinn saman í lítið sem ekkert. Kannski ég prófi að gleypa körfubolta til að auka rýmið. Annars sit ég bara hér í Garðabænum í einu mesta kulda kasti sem elstu menn muna. Kastið er sem sagt fyrir utan ég er ekki sitjandi í því. 

Bara leti hjá mér í dag, enda gerði ég allt í gær því ég var á leiðinni austur.

Ég hlakka til að komast í snjóinn, gleðileg jól.


Úff

Jæja,

Eitt erfiðista prófið hingað til að baki. Fyrir utann að aldei fyrr hafa svo mörg verk verið í prófinu var ég í engu standi til að gera nokkur skapaðan hlut. Ég veikist nefnilega af magavírus á fimmtudeginum og eyddi mest öllum föstudeginum inn á baðhergi. Nema að ég þurfti að mæta á æfingu á föstudagskvöldið hafandi ekkert getað borðað allan daginn, ég hélt mér gangandi á flötu kóki. Á laugardaginn var loka rennsli og svo sýndum við prófverkinn. Ég náði öðru verkinu mínu inn Chekhov-æfingunni Jubilee eða Afmælið, sýningin gekk vel og fékk góða dóma. Ég varð samt að halla mér að veggnum svo ég ylti ekki um koll þegar kennarnir voru að dæma verkið. Öllu erfiðara var að leika í þeim þremur verkum sem ég var í en ég held að ég hafi samt alveg skilað mínu. Ég gat borðað aðeins á laugardagskvöldinu og hef borðað smá í dag þannig þetta er allt að koma.

Í dag lék ég svo jólasvein á íslendinga jólaballi. Það var mikil gleði og gaman að fá íslenska jólastemningu í kroppinn.

Nú er bara vika eftir og svo flýg ég heim 15 des. Mikið verður gott að komast heim, vonandi að snjóa haldi.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband