Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
Stjörnuspá
23.5.2009 | 18:26
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Að vera eða ekki vera...
22.5.2009 | 22:02
Jebb þá er ég búin að prufa að leika Hamlet á enskri tungu á enskri grundu. Og gekk bara nokkuð vel. Ekki gekk eins vel með söngverkið mitt summertime, það er sem sagt orðið söngleikur núna. Já, þeim fannst það gangur betur upp á þann veginn heldur en hinn. Svona er nefnilega skólinn minn lifandi, verkið gekk ekki upp sem söngleikrit en þau voru ánægð með verkið. Svo þau lögðust undir feld og lögðu til að ég héldi áfram með þetta verk en setti upp alvöru söngleikrit í sumar. Jebb annars er allt að verða vitlaust hér, þessir blessaðir álfar sem eru að læra með mér föttuðu skyndilega að önnin væri á enda og nú er bara æft á hverju kvöldi og allar helgar. Þannig að meðan ég er að settja upp þriðju eða fjórðu sýningu á verkunum mínum eru þau að setja upp fyrstu eða aðra. Þetta blessaða fólk, svo kvartar þetta eins einhver sé að neyða þau til að gera þetta. Þau gátu bara drullast til að byrja fyrr. Ég er búin að sýna eina sýningu á hverjum sýningardegi þessa önn. Og hana nú. Í gær var ég á æfingu til hálf þrjú eftir langan dag sem hófst á yoga eins og venjulega og jazz dansi svo þrekæfingum í fimleikum og svo lék ég í fjórum sýningum og sýndi eitt verk eftir sjálfan mig. Þannig að þegar deginum í dag lauk klukkan níu leið mér eins og ég væri í fríi. Reyndar á ég eftir að ganga tvo verk sem ég er að æfa á morgun og undir búa tvær æfingar á öðrum verkum en samt klukkan er nú bara ellefu.
En hvað er í gangi með gengið á krónunni, þetta er að drepa mann lifandi. Húsaleigan fyrir herbergið mitt litla er nú komin uppí 60 þúsund á mánuði. Jóhanna viltu vinsamlegast koma Steingrími J. í málið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er á meðan er
18.5.2009 | 21:51
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Æi voðalegt er þetta
17.5.2009 | 22:32
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jóhanna og Jóhanna
16.5.2009 | 22:23
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4 vikur eftir...
14.5.2009 | 06:53
...og aðeins 3 vikur í próf. Jæja, þá byrjar stríðið aftur. Nú verður allt á fullu fram að 6 júni en þá er prófa dagurinn mikli. Seinnustu vikuna erum við svo að vinna sýningu með utann skóla leikstjóra. Þetta leggst bara ágætlega í mig, en verður hörkupúl að komast í gegnum þetta. Á sem sagt ekki frí fyrr en 14 júní.
En miðannar fríið var yndislegt á íslandi, frábært að hitta fólkið mitt. Skrínin hjá Hildi og Ragga var mér dýrmæt stund og Huginn Bjarki algjört draumabarn. Ég hlakka alveg ógurlega til að mæta aftur í sumar en þá ætlum við pabbi að halda upp á 90 ára afmælið okkar. Þið lesendur góðir getið farið að safna fyrir stórgjöfum sem henta stórafmæli sem þessu.
Bloggar | Breytt 15.5.2009 kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
heima er bezt
8.5.2009 | 18:09
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Volæði ?
3.5.2009 | 20:18
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)