Unnar Geir á St.Paul
12.5.2008 | 12:03
Það tók mig nokkra stund að þora að stiga út á svalirnar, sem eru mjög þröngar. Aðeins pláss fyrir tvo venjulega holdi klædda túrista hlið við hlið. Aðrir þurftu að troða sér, okkur venjulegu til ama. Nokkuð fleiri stundir þurfti ég til að þora sleppa handriðinu og snúa baki í borgina svo hægt væri að taka af mér mynd. En það tókst, ég lít meira að segja bara nokkuð eðlilega út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sól, sól og meiri sól
12.5.2008 | 11:32
Ég var viðbúin kulda og trekki, roki og rigningu og lundúna þoku en ekki þessu. Hér er bara sól og yfir 20 stiga hita upp á dag hvern. Ekki slæmt. Milljónir manna hringdu sig inn veika í síðustu viku. Svo nú eru fyrirtæki farinn að gefa starfsmönnum sínum ís og kalda sumardrykki til að halda þeim í vinnunni. Ég er hinsvegar í miðannar fríi fram á fimmtudag, sem er ljúft. Ég kleif St. Pauls kirkjuna á laugardaginn. Tókst að sigrast á lofthræðslunni einu sinni enn. Hún hlýtur nú að fara yfirgefa mig hvað úr hverju. Hér eru myndir til útskýringar, bannað er að taka myndir inni, en úti er allt leyfilegt. Nema hoppa fram af byggingunni og svoleiðis vitleysa.Einhverja hluta vegna fannst bretunum upplagt að skreyta guðshúsið með gylltum ananas.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frí
5.5.2008 | 22:34
Í dag var allt lokað í bretlandi vegna bankahelgarinnar nema skólinn minn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýr borgarstjóri
4.5.2008 | 20:37
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hilton og Ritz
4.5.2008 | 12:37
Við skelltum okkur á Hilton Hótelið í gær sáttum á barnum á 28 hæð og sötruðum rándýra drykki. En til að hita upp fórum við og kíktum á andyrið á Ritz Hótelinu. Get ég hjálpað ykkur herrar mínir spurði mótökustjórinn, nei við erum bara kíkja sögðum við. Niður tröppurnar gengju síðan þrír ungir herrar sem gætu vel verið gestir á hótelinu í kvöldgöngu. Kannski á ég eftir að gista þarna hver veit. Baldvin átti afmæli og bauð okkur Chris og íslendlinga mafíunni með sér í snobb ferð. Við klæddum okkur öll upp til að skera okkur úr milla hópnum. En komumst svo að því að uppar klæða sig ekki upp, þeir eru uppi. Því var snúið upp á nefið þegr við stormuðum inn 10 íslendingar og einn breti. En okkur var sama. Verið var íslenskt fyrir utan kampavínsflöskuna sem var seld á rúmlega 1000 pund. Við höfðum bara efni á einum drykk, svo við tókum yfir einhvern miðaldra bar og skemmtum okkur þar sem eftir var kvölds. Við Chris fórum heim og fengum okkur kebab en unglingarnir djömmuðu eitthvað lengur.
Ég átti óvænt frí í gær. Sólinn skein og tuttugu og eitthvað stiga hiti. Við sambýlingarnir fórum í bæinn að borða ís og ég keypti mér jazzballet skó. Nú get ég aldeilis snúið mér í hringi, það held ég nú.
Annars eru æfingar núna seinni partinn og út þessa viku. En miðannar fríð byrjar klukkan sjö á föstudaginn, húrra!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Che gelida manina
1.5.2008 | 06:42
Fyrsta sýning á Che gelida manina úr La Bohéme í dag. Allir að hugsa til mín, takk. Annars er ég hress lá heima í smá flensu í gær en er betri í dag. Tilbúin að tippla um í ballet og lemja svo niður tánum í steppdansi. Skrítið líf en skemmtilegt. Ég bíómyndina 21 í gær, mæli með henni góð mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heilabilun
29.4.2008 | 20:25
það er svo margt og mikið að brjótast um í hausnum á mér núna. Alls kyns hugsanir og minningar sem ég veit ekkert hvað gera skal við. En þá er bara málið að slaka á og sjá hvað setur. Það er í raun og veru ekkert hægt að gera nema að leyfa þessu að ganga yfir. Og spyrja sig spurninga og leyfa svörunum að koma upp þegar þau vilja.
Ég er hættur við Rómarferðina ætla frekar að kaupa mér dýnu í rúmið. Róm fer ekkert en bakið á mér gæti gert það. Svo er líka gott að umgangast eitthvað annað fólk en þessa blessuðu vísindamenn.
Það rignir daglega hér í borg og maður þarf að klofa yfir risavaxna sigla á leiðinni í skólann. En rigningin skolar í burtu hundaskítnum af gangstéttunum svo ekki þarf að klofa yfir hann.
Ég á frí eftir klukkan sjö annað kvöld. Ég verð örugglega með samviskubit yfir að vera ekki heima að læra. En ég ætla niður í bæ í bíó og borða popp og tyggjó.
Annars er þessi vika hálfnuð og næsta er bara hálf og svo miðannarfrí. Þá verður nú sofið út á nýrri dýnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimavinna
28.4.2008 | 20:51
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur til sælu, svo sannarlega.
27.4.2008 | 21:56
Ég átti alveg yndislegan dag í dag. Vaknaði snemma og gerði smá heimavinnu en naut þess mest að eiga daginn fyrir sjálfan mig. Hitti Angelo vin minn yfir kaffibolla um eftir miðdaginn, átti góða La Bohéme æfingu og skellti mér svo í bíó með Roi og Chris. Við sáum Son Rambós, mæli með henni falleg saga um vináttu tveggja drengja. Fallegur dagur.
Mig langar að deila með ykkur smá vísindum. Þetta er listinn sem segir hvað skal gera og hvað skal ekki gera. Byrjum á því sem skal gera.
1.Ekki reykja, nota fíkniefni eða ánetjast kaffi, tei eða áfengi.
2. Ekki bera skartgripi nema giftingar- eða trúlofunarhringa.
3. Ekki vera með tískuklippingu eða sítt hár.
4. Lesa dagblöð, tímarit eða horfa á sjónvarp. Nema með þann tilgang að afla upplýsinga.
5. Nota förðunarvörur.
6. Halda gæludýr.
7. Gera að venju að borða mikið kryddaðan mat.
Það sem skal gera.
1. Klára hugsanir. (Eitthvað sem ég mun útskýra seinna.)
2. Köld böð og sturtur. ( Hreinsar hugann og styrkir ofnæmiskerfið.)
3. Sífelt spyrja hvað er ég að hugsa núna.
4. Slaka.
5. Hljóð hljóð. (Svo sem lífið er einfalt.)
6. Fyrir- og eftirbrenna. (Undirbúa hugann fyrirfram fyrir atburði og á eftir fara yfir viðbrögðin)
7. Staðar beiðni. ( Biðja á staðnum að hugsa ekki svona.)
8. Skipuleggja langtíma tilgang.
9. Fara í göngufeðir í náttúrunni.
10. Lesa. ( Til að afla upplýsinga.)
11. Hlusta á tónlist til að njóta. Ekki til að gleyma stað og stund.
12. Stunda yoga/hugleiðslu.
13. Leita að hugarleikjum.
14. Leita að minningum.
15. Leita að atburðum sem mótuðu hugsun þína. ( Mótunaratburðir.)
16. Skoða mynstur hugsunna þinna og líkamlegrar spennu.
17. Brosa. (Án tilgerðar.)
18. Ávalt hafa í huga að hugsanir eru bara hugsanir. Fyrir utan meðvitaðar hugsanir sem endurspegla raunveruleikann.
19. Greindu samband þitt við foreldra þína. Án þess að leita útskýringa.
20. Leita að líkamlegri spennu og finna hugsanirnar sem liggja að baki.
Fleiri reglur, lög og verkfæri til greiningar hugans bíða birtingar. En ég læt þetta duga í bili. Hvernig líst ykkur á?
Bloggar | Breytt 28.4.2008 kl. 06:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Til hamingju Adda, með að þú fæddist hér.
27.4.2008 | 09:53
Adda vinkona mín og húsmóðir með meiru á Egilsstöðum á afmæli í dag. Ég vona Þórhalls vegna að hann hafi munað eftir afmælisdeginum. Bestu kveðjur Adda mín, hafðu það sem allra allra best.
p.s. Nú er ég yngri en þú hehe...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)