Lífið er einfalt
23.4.2008 | 22:47
Já, já það getur vel verið en skrambi sem það getur verið erfitt stundum. Í gær var ég í skólanum frá hálf níu að morgni til hálf eitt um nótt. Eftir skóla voru sýningar og þegar ég var ekki að leika var ég í því að bera leikmyndir og hjálpa til við að stilla upp. Svo skellti ég mér í að keyra ljósin á rennsli á útskriftarverkefni. Verkið er mjög skemmtilegt og vel leikið, sem er skemmtileg tilbreytni. Já, meðan ég man leikstjórinn sem leikstýrði leiðindaverkinu fær ekki að útskriftast sem leikstjóri. Hann var of leiðinlegur. En hvað var ég að blogga um? Jú, erfitt líf alveg rétt. Sem sagt eftir þennan langa dag mátti ég sleppa yoga og mæta beint í vísindafræði klukkan tíu. Sem og ég gerði. Ég sé líka um að stilla upp í stofunum þessa önn svo ég byrjaði á að raða stólum og ná í myndavélina og gera klárt. Yasmine bleika var veik svo ég var einn í þessu í dag. Þegar kennslustundin hefts rifjast upp fyrir mér að við áttum að lesa leikrit fyrir tíman. Sem ég hafði ekki gert þar sem við fengum verkið í hendur í hádeginu deginum áður. Og eins og sjá má hér að ofan þá hafði ég ekki tíma. En kennarinn fer að greina hvaða tilgang ég hafi haft sem gæti útskýrt hvers vegna ég ekki las verkið. Og allir fara eitthvað voðamikið að spá. Gæti það verið ég vil að mér mistakist? Eða þessi eða hinn tilgangur. Halló, nei það vegna þess að ég þarf að borða og sofa líka. Nei, ég er ekki að skamma þig ég er bara að segja að þú mátt ekki gera þetta að vana. Þetta er ekki vani hjá mér, ég legg hart að mér og vinn mína vinna. En það eru takmörk fyrir hvað maður kemst yfir mikið í á einum sólarhring. Svo fyrir utann það þá er ekki allt vísindi, sumt er bara venjulegt. Hugsaði ég, sem hún sá og sagði að ég væri mjög samviskusamur nemandi og bla bla bla. Ég þyrfti bara að sjá hver tilgangurinn væri með því að gera ekki heimavinnuna. Ég las verkið í hléinu milli tímanna og svo lásum við það einu sinni í tímanum. Þá hafði ég lesið verkið jafn oft og allir hinir í bekknum. Þegar svo kom að því að greina verkið hafði ég síst minnst til málanna að leggja, jafnvel meira ef eitthvað er. Stundum getur maður fengið nóg að þesum fræðum daginn inn og daginn út. En þessi brjálaða vika er að klárast, ég er alveg í fríi á sunnudaginn. Svo kemur önnur brjáluð vika, ein stutt og svo miðannarfrí. Allt endar þetta einhvern veginn. Lífið er víst einfalt.
Við lærðum fleiri enska sveitadansa í dag. Ég er að hugsa um að leggja þá alfarið fyrir mig ef þetta leiklistardæmi gengur ekki upp.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Harkan
20.4.2008 | 22:15
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur?
20.4.2008 | 12:22
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bíó og eurovision
19.4.2008 | 09:41
Við vísindamennirnir fórum í gærkvöldi að sjá nýjustu Mike Leigh(Naked, Vera Dreak) myndina Happy go Lucky.Þetta var sérsýning því á eftir svaraði hann spurningum úr sal. Hann vinnur nefnilega svolítið eins og við í skólanum. Æfingaferlið er langt hjá honum og hann vinnur mikið með spuna. Til að leikarnir hafi tíma til að skapa líf persónunar sem þeir ætla að túlka. Við prógrömum hinsvegar líf persónunar sem tekur því minni tíma en kemur niður á sama stað. Myndin var fín einn útskriftarnemi úr skólanum Eddie Marsan lék eitt aðalhkutverkið. Það var innblástur að sjá einn af "okkur" á hvíta tjaldinu. Góð mynd mæli með henni. Maður er svolítið lengi að komast inn í hana en þegar inn er komið er dvölin ljúf.
Þetta eurovision myndband er eins og árshátíðar myndband einhvers menntaskólans. Flott að nota húmor en aðalbrandarinn er eurovision og ef fólk fattar það ekki þá fellur grínið um sjálft sig. Þetta byrjar vel ókei, feiti eurovisionhomminn (Draupnir sem er ekki lærður leikari) að dansa heima í herbergi. En svo birtast þau söngvararnir eins einhverjar ofurhetjur sem hafa stigið niður af himnum. Fólkið hefur engan húmor fyrir sjálfum sér. Þau eru búin að reyna komast í eurovision í 3 ár og loksins komust þau áfram. En þau eru ekki enn búin að fatta eurovision. Þetta kemur ekki til með að breyta tónlistarlegu umhverfi evrópu, þetta er svona allir fá að vera með keppni. Snakk og ídýfur, kók og bland í poka og svo allir niður í bæ að djamma. Daginn eftir eru allir þunnir af annað hvort of miklu nammi eða búsi. Og enginn vill heyra eurovisionlagið aftur. Vakna, finnið kaffiilminn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óttist eigi
18.4.2008 | 06:52
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Vettlingar
17.4.2008 | 20:08
John vinur minn frá ISH, en hann er fluttur heim til USA, sendi mér bréf í dag. Hann var alveg miður sín. Hann hafði nefnilega tínt vettlingunum sem ég gaf honum. En sem betur fer átti hann samt mynd af þeim sem hann hafði teiknað. Þetta eru vettlingar úr hópi vettlinga sem mamma prjónaði og sendi með mér út. Myndin fylgir hér með. Íslenskir vettlingar í amerískum veruleika.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta fer allt einhvern veginn
17.4.2008 | 19:54
Jæja, er þetta ekki bara að verða búið. Ég er bókaður allar helgar og öll kvöld þar til 8 mai. Ekki sérstaklega spennandi líf, ha? Þá ætlum við reyndar að skella okkur til rómar, það er að segja ef við finnum tíma til að panta okkur miða saman. Það er svolítið erfitt að sjá fyrir endann á þessu núna. Þegar þriðja önn af tólf er rétt hafinn. Þetta kemur og fer, í dag er það komið. Þetta eða þessi hugsun aaaaaaa þetta er endalaust helvítis helvíti. Hérna er maður í nýju landi, allir sem maður þekkir eru í öðru landi. Og enginn tími til að kynnast nýju fólki. Hæ, þú ert skemmtilegur ég er laus næst eftir tvær vikur í tvo tíma, gerum eitthvað ógleymanlegt þá. Ég veit að þetta nám er að gera mér gott en eigum við ekki bara að slappa aðeins af hérna. Átta tímar á dag er bara fínt. Tólf tímar, allt í lagi endrum og eins. En dag eftir dag og stundum meir en það, er hreinlega of mikið.
En þetta tekur enda og ég mun svo sannarlega uppskera eins og ég sái. Uppskeran er hins vegar í 3 og hálfs ára fjarlægð. Þetta eru engin ljósár en í dag er þetta annsi langt í burtu.
Svona er þetta upp og niður. Meira upp en niður samt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þraut og pína
15.4.2008 | 19:39
Í dag var fyrsti fimleikatíminn eftir tveggja vikna frí. Að auki var hann tvöfaldur sem sagt 90 mín. af stanslausum fimleikum. Við vorum vægast sagt í slæmu formi. Allir nema sú sænska, en hún hélt því fram að hún væri sko ekkert þreytt. Annað kom nú í ljós þegar hún hrundið ítrekað í gólfið. Handahlaupin voru eitthvað að vefjast fyrir henni. Botninn tók samt úr þegar hún sprengdi botninn á buxunum sínum. En hún var að gera hnébeygjur þegar allt í einu buxurnar gáfu sig af þunga botnsins. Skemmtilegt fyrir okkur en vandræðalegt fyrir hana. Ég verð örugglega eitthvað aumur í sögulegu dönsunum á morgun.
Ég fékk í gær aríu úr La Bohéme á disk og textann á blaði. Leikstjórinn vildi að ég væri í verkinu hennar. Já, já ekkert mál segi ég. Við hittumst á fundi í dag að ræða persónuna og svona. Að fundi loknum spurði ég hvenær við myndum sýna, á þriðjudaginn svaraði hún skælbrosandi. Frábært, ég á sem sagt að læra aríuna á viku utan bókar án þess að hafa nótur. Og ég er á æfingum öll kvöld og alla helgina. Lífið er einfalt, lífið er einfalt hugsa ég því núna milli þess sem ég lem Che gelida manina inn í hausinn á mér. En hvað er lífið án áskoranna? Notalegt, þægilegt og öruggt, kannski? Ee já, en ekki spennandi og gefandi eða hvað? Þetta kemur allt í ljós á þriðjudaginn næsta.
Annars er allt í góðu, mig langar að vísu í nýja dýnu og sjónvarp. Sé til hvort ég næ að spara fyrir því hvoru tveggja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sandra sæta
13.4.2008 | 13:30
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)