Skólajól
26.11.2009 | 00:22
Jæja, þá er allt komið á fullt, nú er verið að leggja lokahönd á verkin svo þau komi til greina í prófið. Næstu dagar verða langir og strangir en ánægjulegir. Þetta er þriðja síðasta prófið mitt í þessum skóla svo þetta horfir allt öðruvísi við en það fyrsta til dæmis. En það er gaman í skólanum og þetta rúllar allt einhvern veginn áfram og alltaf tekst þeim að kenna manni e-ð nýtt.
Annars hlakka ég bara mest til að koma heim um jólin og hitta allt fallega fólkið mitt, get varla beðið. Ætli fjarvistin frá þeim sé ekki það dýrasta sem ég borga fyrir þetta nám? En þeim mun dýrmætara að standa sig og gera þetta almennilega ekki satt?
Sem sagt hér er allt með kyrrum kjörum og drengurinn dafnar vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Elsku besti drengurinn
24.11.2009 | 00:16

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Blogg leti?
16.11.2009 | 07:56
Já, það hefur gengið eitthvað hægt að blogga síðustu vikur. Ekki að það sé eitthvað meira að gera, líklega er það bara nennuleysi.
En það hefur samt gengið á ýmsu hér á bæ, skólinn eins og venjulega drottnar yfir öllu. En nú eru aðeins 4 vikur eftir önninni, og í janúar 6 mánuðir eftir af leikaranáminu. Þá tekur við eitt ár til viðbótar til að klára leikstjórann. Þannig það sér nú fyrir endann á þessu. Næsta ár verður svo miklu rólegra því þá erum við ekki í neinnum tímun heldur vinnun aðeins að lokaverkefnunum okkar.
Annars er það helst að frétta að ég var að fá mitt fyrsta atvinnutækifæri, hreyfileikhúskennarinn okkar vill fá mig í sýningu hjá sér í sumar. Það fer allt eftir því hvernig skólinn verður um það leyti, en hljómar mj0g spennandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sko svíana
8.11.2009 | 19:41
Það má margt segja um blessaða svíana en þeir eru alls ekki eins vitlausir og þeir líta út fyrir að vera. Þrátt fyrir að þeir kunni ekki að smíða húsgögn sem ekki þarf að herða saman á hálfs mánaðar fresti. Hafa þeir vit á að ráða hæft fólk til starfa hvort sem það elskar fólk af sama kyni eða hinu gagnstæða. Enda var það ekki Gubbi gamli á himnum sem skapði okkur öll í sinni mynd? Eða erum við öll komin af öpum? Svíarnir eru greinlegra komnir lengra frá öpunum í þróuninni en þeir sem ríkjum ráða í íslensku "þjóðkirkjunni".
Heya sverge og allir í IKEA ;)
![]() |
Lesbía vígð biskup |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 13.11.2009 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skondin veröld
6.11.2009 | 19:41
Tæplega sextugur Brasilíumaður olli uppnámi þegar hann mætti sprelllifandi í eigin útför.
Að sögn brasilískra fjölmiðla höfðu ættingjar múrarans Ademir Jorge Goncalves fullyrt að lík manns, sem fórst í bílslysi í Paranafylki daginn áður væri af honum.
Raunar var erfitt að bera kennsl á líkið þar sem það var illa farið. Móðir Ademirs og fleiri ættingjar voru raunar í nokkrum vafa en frænka hans og fjórir vinir voru alveg vissir í sinni sök.
Í Brasilíu eru látnir bornir til grafar eins fljótt og verða má og því fór útförin fram daginn eftir. Meðan á henni stóð birtist Ademir hins vegar, hálf tuskulegur en í fullu fjöri.
Í ljós kom að hann hafði verið á fylleríi með vinum sínum þar sem þeir drukku pinga, brasilískt brennivín. Þegar hann raknaði við sér morguninn eftir frétti hann að verið væri að bera hann til grafar.
Í ljós kom að líkið var af manni úr öðru fylki.
Bloggar | Breytt 13.11.2009 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
London
29.10.2009 | 00:38
Jæja, þá er ég komin aftur til london eftir vel heppnaða ferð til Vínar, falleg borg mæli með henni. Nú bíður bara bálkaldur raunveruleikinn eftir manni, reyndar skall hann á mig grimmur þegar ég mætti í óþrifna íbúðina og eldhúsborðið fullt af ógreiddum reikningum. En svona er þetta bara, víst...
Jæja, skóli eftir nokkra klukkutíma. Ég verð að gera betri grein fyrir Vínardvölinni í máli og myndum seinna. Hafið það gott þangað til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vín
26.10.2009 | 11:10
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
blogga mogg
18.10.2009 | 18:19
Jæja,
Blogga á mogga bloggi? Já, já hvers vegna ekki? Ég alveg óhræddur við að Dabbi gamli kóngur fari að ritskoða það sem ég skrifa. Hann á tvímælalaust eftir að ritskoða allt annað, en hann lætur mig að öllum líkindum í friði.
Ég hef verið voða latur við að blogga. Ekki það að lítið sé að frétta, nóg er nú um að vera. Málið er hins vegar að nú frekar en áður eru miklu fleiri íslendingar hér til að tala við. Þess vegna hef ég ekki eins mikla þörf að blóta helv. útlendingunum hér í tölvu heimum. Það geri ég nú að mestu í raunveruleikanum.
Annars gengur bara ágætlega, ég vinn mína vinnu sumt gengur vel annað ekki eins vel en allt gengur þetta nú.
Ég ætla samt að reyna vera duglegri við að blogga.
Eigið góða viku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skúli Berg
15.10.2009 | 22:02
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Uppgjör...
13.10.2009 | 22:59
Já 35%
Nei 25%
Ertu að grínast 40%
Sem sagt ég verð þá bara ber um vörina.
Þakka þeim er hlýdu og tóku þátt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)