Nafni minn gæskur

Já, þetta stefnir í spennandi kosningar hér á unnargeir.blog.is. Leo og Ian koma sterkir inn og North þá sem eftirnafn. Annars er ég farinn að hallast að Ian Unnarsson, því einhvern veginn á tjallinn auðveldara með að bera fram Unnarsson því þá er r-ið næstum hljóðlaust. En við sjáum til, ég fer í myndatökur 7. maí og þá verð ég að velja mér nafn. Því það verður prenntað á myndirnar mínar.

Annars er bara voða spenna hér í london, fólk annað hvort með eða á móti brúðkaupinu. En allir ánægðir með að fá frí í vinnuni. Ég er nú að hugsa um að skella mér niður í bæ og sjá hvað er um að vera og svona. 

Annars er í fréttum helst að ég rakst á leikarann sem leikur Sherlock Holmes í BBC-þáttaröðinni. Eða réttara sagt ég rak mig utan í hann svona til að tékka hvort hann væri alvöru. Þannig er nefnilega í pottinn búið að ég og ein af sambýliskonum mínum fórum í leikhús sem var hræðilegt. Ekki húsið það er að segja, heldur leikritið Hjartahnútur eða The Knot of the Heart. Og ekki var leikurinn til að bæta ósköpinn en hvað með það ég sá frægann kall. En ég missti allt álit á honum þegar hann bravóaði og klappaði höndum saman yfir höfði sér í leikslok. Hann um það greyið.

Ég fór í prufu í dag fyrir stuttmynd og hringdi eitt símtal, það var nú allt og sumt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband