Magnús Mús er allur

Jæja, hann Magnús Mús fannst ofan í steikarpönnu seint í gærkveldi. Eitthvað kveið hann að hitta meðleigendur sína. Því hann hoppaði undir ísskáp þegar ég kom inn í eldhúsið. Mín fyrstu nátturulegu viðbrögð voru að hoppa upp á stól og öskra eins og konan í Tomma og Jenna. En þar sem ég karlmenni mikið, gerði ég það ekki heldur lyfti bara upp öðrum fætinum og gargaði í hljóði, nngggg! Ég raðaði svo öllum músgildrum heimilisins hringinn í kringum ísskápinn, stappaði niður fótunum og snéri mér í hring. Snapp, Magnús Mús var allur.  Blessuð sé minning hans.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég samhryggist þér innilega unnar minn. vonandi nærðu þér eftir þetta áfall

aðalheiður (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 10:03

2 identicon

þá sleppi ég því að koma með tvo bandóða kettlinga í heimsókn til London.. og ég afsaka comment með að þú myndir eiga auðvelt með að leika kóng, höfum það frekar prinsessu  bara grín...

bestu kveðjur úr snjónum og frostinu

Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband