Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Útlit

Ég ákvað í tilefni hlaupárs að breyta um úlit á síðunni. Hvernig lýst ykkur á?

Magnús Mús er allur

Jæja, hann Magnús Mús fannst ofan í steikarpönnu seint í gærkveldi. Eitthvað kveið hann að hitta meðleigendur sína. Því hann hoppaði undir ísskáp þegar ég kom inn í eldhúsið. Mín fyrstu nátturulegu viðbrögð voru að hoppa upp á stól og öskra eins og konan í Tomma og Jenna. En þar sem ég karlmenni mikið, gerði ég það ekki heldur lyfti bara upp öðrum fætinum og gargaði í hljóði, nngggg! Ég raðaði svo öllum músgildrum heimilisins hringinn í kringum ísskápinn, stappaði niður fótunum og snéri mér í hring. Snapp, Magnús Mús var allur.  Blessuð sé minning hans.

Kvöldstund með Unnari Geir

Ahhh, búin snemma í kvöld, klukkan ekki nema hálf tíu. Mikið ætla ég að njóta þess að slappa af og fara snemma í bólið. Samt best að smyrja nesti fyrir morgundaginn fyrst,þá þarf ég ekki að gera það í fyrramálið. Huhmm, það þyrfti nú aðeins að taka til hérna í eldhúsinu. Tralla la taki til taki til... OOO mig langar í heit bað. Samt best að þrifa það fyrst, við erum nú þrír sem notum það. Tralla la þrífi þrífi baðkar...huhmm þrífi þrífi vask...huhmm ok þá, þrífi þrífi klósett. Jæja ok, þrífi gólflista, þrífi veggljós og þrífi þrífi hillu. Aaahhh baðkarið orðið fullt, best að baða sig uummmmmmmmm. Notalegt. Já, ætli það sé ekki best að blogga smá. Bloggi bloggi blogg ubbs þar fór það, búin rita þvílíkt fyndið og skemmtilegt blogg og hviss það hvarf. ARgggggG!!!! Og klukkan orðinn hálf tólf, hvað varð af frí kvöldinu mínu?

Svona, ákvað sem sagt hann Unnar Geir að eyða fyrsta kvöldinu í vikunni sem hann er komin heim fyrir miðnætti. Veit ekki alveg hvort ég eigi að láta athuga þetta eitthvað. Þetta er nú ekkert svo alvarlegt, er það?

Annars er það frétta að ég dróg bása grindina undann dýnunni, og nú er töluvert betra að leggjast til hvílu. Þó á ég eftir að fullkomna svefnaðstöðuna . Ég keypti mér samt sæng og kodda og ver fyrir allt saman. Ekki svo að skilja að ég hafi ekki haft viðeigandi fylgihluti til svefns. Ég var með allt í láni hjá Chris. Það er samt eitthvað óþægilegt að nota notaðar svefn græjur. En allt þetta kostði ekki nema fjögur þúsund kr. í Regnboga Ofurbúðinni. En það er búð sem selur allt. Ég hafði ákveðið að reyna prútta, því ég ætlaði kaupa svo mikið. En þegar afgreiðslumaðurinn byrjaði að telja upp verðin á vörunum, var ég handviss um að hann væri eitthvað að ruglast. Svo ég dreif mig að velja tvöfalda sæng, tvo kodda, ver fyrir allt og lak. Verin voru samt í einhverjum brjáluðum litum, en það var samt skárra en bleiku rósa mynstrin sem voru í boði. Borgaði í flýti og hljóp út áður en ruglan rynni af manninum.

Síðan hef ég ekki þorað að koma nálægt Regnboga Ofurbúðinni. En þegar heim var komið dróg ég bolabás grindina undan rúminu og nú ligg á dýnunni einni saman á gólfinu. Sem er skárra, jafnvel bara nokkuð gott. En þarfnast lagfæringar.Kannski get ég sleppt því að þrífa einn dag í miðannar fríinu og farið í Ikea. Það kemur í ljós.

En nú er vika í fríið. Ég verð hér í londoni, en kem heim um páskanna. Ég ætla að reyna hjálpa til við að ferma elsku litlu systur. Hún ætlar að fermast á Borgarfirði eystra og við fjölskyldan eyðum páskunum þar öll saman í einni klessu. Ég vonast samt til að komast upp á hérað til að taka eitt trival með Öddu og co. En það er hennar helsta áhugamál þessa dagana. Hún er nefnilega hætt að fæða börn alla daga.

Skólinn er að pirra mig, líklega er ég bara þreyttur. Mér var illt í fótunum í ballet í dag, og fékk ekkert hrós fyrir þá. Hún hrósaði mér hins vegar fyrir jafnvægi. Við vorum að gera svona ballerínu stellingu, upp á tíu tær og upp með hendur og standa þannig. Já, já hver veit nema ég verði bara ballerína með þrifnaðar æði þegar öllu þessu líkur.

Ég fékk nýtt hlutverk í dag, ég er kóngurinn pabbi Þyrnirósar. Ég heiti kóngur...

 Gaman af þessu.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband