Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Allt komið í lag
31.7.2008 | 06:53
Jæja,
Við sitjum og greinum og greinum alveg eins vísinda mennirnir sem við erum. Ég er loksins komið með eitthvað í hendurnar til að vinna með. Það er nefnilega það sem vísindin gera, allar persónurnar verða miklu meira spennandi og meira kjöt er á beinunum til að bíta í.
Hér er andskotans sól og hiti alla daga, en líklega á að rigna um helgina.
Ég verð einn heima um helgina. Fyrsta skipti sem ég er einn heima einhvers staðar í næstum 11. mánuði. Það verður ljúft, en það á að rigna svo ég get hangið heima með góðri samvisku. Verð líklega bara eitthvað að læra. Því nú verð ég að fara undirbúa næstu önn, svo ég láti ekki lífið af stressi og rugli.
Jebb, jebb gaman af þessu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Vika tvö
28.7.2008 | 07:09
Þá hefst vika tvö af þessu mikla ævintýri. Í dag höldum við áfram að greina flóknar persónur og atburði í söngleiknum Grease. Hvað býr að baki þessum orðum rama lama ka dingitty ding de dong? Það er stór spurningin.
Nei, þetta er bara stuð, þýðir ekkert að vera með þetta væl. Bara láta sig hafa það og kannski njóta þess um leið. Ha, sjáum til hvernig það gengur.
Annars langar mig til að vitna í eitt mesta gáfumenni okkar tíma, hann er svo snjall að bandaríska þjóðin valdi hann sem leiðtoga sinn ekki einu sinni heldur tvisvar. G. W. Bush sagði, Ég held að við getum verið sammála um að fortíðinn er liðinn.
Jebb, það gerist ekki betra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Helgarfrí
25.7.2008 | 06:46
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fullt tungl
24.7.2008 | 07:04
Hei, hei, hei. Þá eru úrslitin ljós. Tilkynnt hefur verið um flest hlutverkinn ooooog ÚnA ÚnAson er Roger. Jebb hver man ekki eftir honum Roger, hann er þessi sem múnar. Hann syngur meðal annars lag um þessa iðju sína. Það gæti því farið svo að ég verði syngandi hress með beran botninn hoppandi um allt svið. Hver veit, já það er gaman af þessu. Ég veit samt ekki hversu vísindalegt það er reka botninn framan í fólk. En til öryggis er ég búin að panta vax- og brúnkumeðferð, bara svona til að vera við öllu búin.
Annars gengur þetta bara ágætlega. Einn er búin að fara heim í fýlu, aðrir ganga um eins og svefngenglar og ein stelpa á þriðja ári er í stanslausri súkkulaði vímu. Ég tjáði mig í gær um hvað mér fyndist 3 árs nemarnir illa undirbúnir, andlausir og illa að sér í fræðunum. Kennarnir voru sammála mér um það. Þau sögðu að við fyrsta árs nemarnir væru eiginlega að leiða greiningaferlið. Sem mér finnst lélegt þar sem ég ætlaði að læra eitthvað af þessu fólki sem er búið að vera þarna í þrjú ár. Mér var sagt að gera alltaf mitt besta, leggja mig fram um að vera innblásinn og njóta þess að vinna vinnuna mína. Sem ég er að reyna, en er svolítið erfitt með svona froðu verk, en verður öðruvísi þegar ég veit hvern ég leik. Jæja, nú verð ég að fara í yoga að herða rassvöðvana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lífið er söngleikur
21.7.2008 | 07:00
Eða hvað? Jæja nú hefst vika tvö af grís ævintýrinu mikla. Í þessari viku hefjast dansæfingar og einnig verður tilkynnt um hlutverkaval. Þetta verður því spennandi vika hjá litlu vísindamönnunum og verður gaman að fylgjast með. Missið því ekki af næsta bloggi um Grease söngleikin að vísindamanna hætti hér á unnargeir.blog.is.
Annars er allt gott að frétta. Ég átti notalega helgi og gerði ekkert alvarlegt af mér að ég tel. Allavega ekkert sem maður bloggar um...
Lifið heil
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Segir hver?
17.7.2008 | 08:10
Ég held að blessaður maðurinn ætti nú að líta sér nær. Það er nú ekki eins og hann sé mikið að spara,karlskröggurinn.
Páfi segir mannkyn með óseðjandi neysluþörf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jebb jebb
17.7.2008 | 08:05
Æi ég sleppti jóganu í morgun. Ákvað frekar að vinna aðeins í grísinu. Ég á nefnilega að rekja ævi og þankagang vondu stelpunar Rizzo. Einhvern veginn var það ekki að ganga í gærkvöldi. En ég held að þetta sé að smella hjá mér núna. Hún er voða fúl út í karlmenn því þeir eru asnar og fúl út í konur því þær (hún sjálf meðtalinn) láta karlmenn draga sig á asnaeyrunum. Hún hugsar ég er asni og allir aðrir eru asnar. Enginn skilur mig, ég á ekki samleið með þessu liði en samt verð ég að gera mér félagsskap þeirra að góðu. Eitthvað svona held. Svo kemur bara í ljós hvað vísindamennirnir segja um þessa greiningu mína. Við sátum í gær og áttum að ræða um verkið. Enginn sagði orð, um hvað fjallar verkið? var spurt ekkert svar. Þangað til ég svaraði emmm þetta verk fjallar ekki um neitt og það gerist ekkert í því. Jæja, nú verð ég látinn vinna í mínum hugsunum í allan dag hugsaði ég. En nei, feginn og skælbrosandi kennrinn sagði einmitt nákvæmlega gott að einhver gerir sér grein fyrir því. Hjúkk ett. Samt var ég að pæla, með leikara hópinn og verkið. Flest getum við leikið, fá dansað og fæst sungið hvers vegna var ákveðið að setja upp söngleik?
En lífið er einfalt,
Lífið er söngleikur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Koppafeiti
16.7.2008 | 06:42
Í dag byrjum við að æfa hið mikla bókmenntaverk söngleikinn Grease. Jebb, ég hlakka svo til að kafa til botns í hyldýpi þrúgandi meininga og ... ooh ég get ekki haldið áfram. Það tók mig 3 daga að komst í gegnum þessar 60 blaðsíður sem verkið er. Ekki vegna þess hve flókið það er heldur hversu leiðinlegt þetta er. Hæ, hæ, eigum að dansa já dönsum veiii Hæ ,hæ eigum að gera við bíl já gerum við bíl veii syngjum um bílinn já veiii dönsum. Hvað er í gangi? Dúdda mía þetta er svo mikil andsk. froða. En lífið er einfalt, ekki satt? Þetta verður ágæt, það fer vonandi engin að grenja núna.
Lokasýning í gærkvöli á Electric roses, það gekk bara mjög vel. Liðsheildin var góð, við einbeitum okkur að settu marki, allt gekk upp. Það fékk svolítið á fólk hvað fyrsta árs nemarnir sýndu góðann leik. 2-3 þriðja ár er nefnilega ekki alveg að gera sig... Áfram fyrsta ár ne ne nene ne ;) Maður má nú vera glaður með sig, en ekki á kostnað annara. En hvað með það, þau lesa ekki íslensku. Haha!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ljúfa líf, ljúfa líf...
15.7.2008 | 11:46
Sýningin gekk vel í gær. Ég verð að segja að vinna sýningu á þann hátt sem við gerðum hér svínvirkar. Því þegar þú ert með alla þessa vitneskju, miningar og myndir í huganum verður sýningarferlið allt svo miklu ánægjulegra og gefandi fyrir mig sem leikara. Mann langar ekki að hætta, maður situr í persónunni og finnur ah þetta er það sem þau eru að tala.
Annars er dagurinn rólegheita dagur. Fór í jóga í morgun og svo þarf ég ekki að mætta fyrr en klukkan 3. Við sýnum aftur í kvöld og svo ekki söguna meir.
Það held ég nú...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
z z z
14.7.2008 | 06:51
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)