Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Afmæli

Hún elsku besta stóra litla systir mín(ég á sko tvær litlar) á afmæli í dag. Hún Hildur Evlalía á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, til hamingju með daginn Hildur mín.

027 Hildur og Raggi um jólin síðustu, bráðum verða þau þrjú ;)


Gott fordæmi

Mér þykir hún Sigríður Á. Andersen stíga fram af heilindum og sýna feyki gott fordæmi, öðrum stjórnmála mönnum til umhugsunar. Þó ég sé ekki í framboði vil engu að síður fylgja í orði og á borði fordæmi þessu. Því tilkynnist hér með á netinu að ég á ekki bót fyrir borunni á mér og skulda meira en ég þó á. Ég vona að þessi birting verði til að taka af allan vafa um hæfileika mína og umboð mitt til að starfa af heilindum hér eftir sem hingað til.

Unnar Geir Unnarsson

námsmaður erlendis 


mbl.is Birtir fjárráð sín á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boltinn rúllar

Jæja allt komið á fullt, prófið er næsta föstudag svo nú er að duga eða drepast. Það sem heldur mér svona einna helst gangandi er sú hugsuna að eftir þessa önn er bara eitt og hálft ár í að ég byrji á loka verkefninu mínu. Reyndar líka það að fjölskyldan myndi aldrei leyfa mér að komast upp með það að fara eitthvað að gefast upp núna.

Jæja, ég ætla að lesa eitt handrit og leggja svo höfuð á kodda í smá stund, æskilegast væri að það væri mitt eigið. 


Hvaða, hvaða...

... vitleysa er þetta. Nei ég segi bara svona. Skólinn byrjaður á ný og allt á fullu, ég er fullur innblásturs og rembist eins og rjúpan við staurinn að gera mitt besta. Samt er svo margt á döfunni að það er virkilega erfitt að gera sitt besta á öllum sviðum. En fúlt að labba inn á svið vitandi að maður er ekki eins vel undirbúin eins og maður vildi vera. En svona er þetta bara, ég get valið um að vera í fýlu yfir þessu eða bara andskotast til að halda áfram. Og ætli maður láti ekki bara slag standa og reyni að láta þetta ganga allt saman upp. Ég hef ákveðið að gera mitt besta til að koma ævintýrinu mínu í prófið og láta þagnar æfinguna bíða betri tíma.  Annars fórum við í  þjóðleikhúsið enska og sáum  War Horse eða stríðshestinn, meira  leikhúsið, ha? Segi frá því seinna, ég verð að rjúka á æfingu. Í dag er ég 53 ára rússneskur yfirforingi og í kvöld 46 ára lögfræðingur frá Chile, mikið var að kollvikin komu að góðum notum.

Drengur góður

Ekkert nema gott um það að segja. Svandís er dugleg kona og heil, persóna sem virkilega er þörf fyrir í íslenska pólitík í dag. Ég hef það á tilfinningunni að hún fari alltaf eftir eigin samvisku og sannfæringu og starfi í pólítík af hugsjón frekar en framagirni og mikilmennsku. Svo kann hún líka að nota munninn sem hún hefur fyrir neðan nefið. VG fær mitt X ef hún leiðir listann, pottþétt.


mbl.is Svandís stefnir á 1. sætið í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æi já

Ég fór með Jenny og Sessu að skoða Oxford í gær, yndisleg borg. Eða bær réttara sagt það búa ekki nema um 300 þúsund manns þarna. Oxford er mjög falleg borg og skemmtileg heim að sækja, miklu rólegri og hreinni en london. Að vísu hefur maður lækkað nokkuð hreinlætisstöðulinn eftir að maður flutti hingað út. Til dæmis höfum við strákarnir í skólanum aðgang að hreinlætis aðstöðu á efstu og neðstu hæð í skólanum sem er svo sem allt í lagi. Fyrir utan það að wc-ið niðri er hvorki í byggingu A né B heldur í viðbyggingu milli A og B en ekki er innan gengt á milli þeirra. Neðri aðstöðuna eigum við svo að nota sem búningsherbergi, kannski er óþarfi að taka fram að ekki er talið nauðsynlegt að kynda svona útihús hér í borg. Efri aðstaðan er svo í leikhúsinu/dansstúdíóinu þannig ef  það er í notkun verður maður að skokka niður og út. Ég skipti bara um föt í leikmunageymslunni, og hinir strákarnir á öðru ári á ganginu okkur hinum til mikillar mæðu því ekki eru þeir nú beint með leggi til sýninga nema síður sé.

Annars er búið að vera gott hér, Berglind vinkona Baldvins gisti hér um helgina og bauð til sushi veislu á föstudagskvöldið. Enda er matarboð lámarks greiðsla fyrir gistingu hér á bæ. Við skelltum okkur svo á HMV forum sem er rave klúbbur dauðans, aldrei hef ég verið eins gáttaður á minni annars viðburðarríku ævi. Blessað fólkið var ekki að grínast, þarna voru um tvö þúsund manns að hoppa með glowsticks  og læti og tók þetta alvarlegra en lífið sjálft. Við vorum þarna í klukkutíma og sama lagið hljómaði allan tímann, umbf umbf umbf umbf umbf umbf... Við Berglind skelltum okkur hins vegar niður í bæ og hittum hýra sveina og skelltum úr klaufunum þar til morguninn skall á okkur og við skullum heim.

Ég fór á eina æfingu í morgun á blessuðum Chekov, ekkert er betra en vakna klukkan níu að morgni frídags og gíra sig upp í að leika þrjár systur eftir meistara Chekov. Ég held samt að ég sé að ná gríninu, dramað er svo mikið og algjörlega þeirra eigin sköpun að það er ekki nokkur leið að finna til með þeim. Ef ykkur langar að flytja til moskvu þá endilega gerið það, bara pakka og leggja af stað. Ekki sitja þarna í þrjá tíma og ræða það. Jesús minn góður. 

Ég er annars að velta því fyrir mér að skrifa verk um mínar þrjár systur, spurning hvort það væri drama eða grín. 

Samkvæmt kenningum skólans er drama þegar aðstæður eru þess eðlis að ekki hægt að breyta þeim svo sem einhver liggur fyrir dauðanum eða hefur verið hnepptur í varðhald. Gamanleikur er hinsvegar þegar fólk getur vissulega breytt þeim aðstæðum sem það er í en ákveður að gera ekki til dæmis með því að gera sig vitlaust svo að sjái ekki lausnina. Eða til dæmis ,mig langar svo til moskvu en í staðinn fyrir að fara ætla ég að sitja hér og vorkenna mér og langa bara voða mikið. Þetta er kannski ekki drepfyndið en gefur leikstjóranum leyfi til að draga fram skoplegu hliðina og jafnvel bæta inn stuttum senum til að bæta fegurð og til að draga en frekar fram það sem höfundurinn vill segja með verkinu. 


frí

Þá er miðannar fríið runnið upp og hef ég ákveðið að fagna því með því að leggast fyrir og hafa það skít. Ég er samt að hugsa um að gefa veikindunum langt nef og fara bara niður í og finna mér eitthvað til dundurs.

Leikstjórnarverkin mín hafa ekki verið að ganga sem skildi, ég hef hæfileika til að leikstýra en söguþráðurinn í verkunum gengur ekki alltaf upp. Ég þarf því aðeins að leggjast yfir þetta og sjá hvernig ég get gert þetta einfaldara. Ég hugsa víst of mikið um stílinn frekan einbeita mér að innihaldinu. Ég hef samt sýnt 4 sýningar þessa önn þegar hinir leikstjórarnir hafa bara sýnt 2 í mesta lagi, ég veit magn er ekki sama og gæði en samt...

Ég hef verið frekar þungur síðustu daga kannski er það þessi flensa, en líklega er það bara venjulegt miðannar þunglyndi. Það getur samt verið erfitt að hlusta á eintómt væl og skæl alla daga, og allt er svoleiðis greint ofann í kjölinn og lengra en það. Stundum vill maður bara fá frí og gera eitthvað skemmtilegt. En svo þegar þessi "skemmtilegu" fög eru kennd er maður svoleiðis búin á því að maður rétt nær að gera helminginn af því sem maður getur í raun og veru.

Æi, ég ætla hætta þessu tuði og koma mér út í sólina og hugsa um allt nema skólann og fortíðar væl og skæl.


Á fullu

Aaa hef engann tíma til að gera neitt, hvað þá blogga. Ég skrifa þegar róast, annars er allt gott. Ég hlakka til að komast í miðannar frí, þá hef ég vonandi tíma til að hringja í fólkið mitt. Nú er svona tími þar sem maður klippir neglurnar á göngu í skólann, þyljandi línurnar sínar.

Helgin bara farin?

Nú, jæja þar fór það. Þessi helgi bara horfin og skilur ekkert eftir nema hausverk. Nei, reyndar ekki alveg satt, það var alveg rosalega gaman í gær í súpupartýinu. Við enduðum svo á dansiballi niður í bæ. Nú er ég hættur að fara á þessa gagnkynhneigðustaði, algjör sóun á góðu fylleríi. Næst fer ég bara á hommalingastaði. Ég ætlaði að vera voða duglegur að vinna í verkunum mínum þessa helgi, líklega verð ég bara að gera það núna í kvöld. Ég hef líka tíma á morgun til að fara yfir þetta. Hlakka mikið til þegar þessi vika verður búin þá tekur við miðannarfrí. Þá get ég aðeins náð í skottið á sjálfum mér og fengið betri yfirsýn á þetta allt saman. Mér finnst svolítið eins og ég sé alltaf að redda hlutum fyrir horn, í stað þess að gera þá almennilega.

Já þetta kemur allt...

Vonandi eigið þið góða viku.


Hvaða rugl er þetta?

Fyrirgefðu, það er verið að bjóða ykkur að ganga frá ykkar málum með þeirri litlu reisn sem þið eigið eftir. Hvernig væri nú að haga sér eins og menn og biðjast lausnar frá störfum, eða þarf Jóhanna að skálma upp á arnarhól og henda ykkur út með handafli? Hvað myndi hún amma þín kalla menn eins og þig Davíð? Mér detta nokkur í hug...
mbl.is Ingimundur baðst lausnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband