Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Sonur er fæddur

Já, nei ekki minn heldur Hildar systur og Ragga. Það fæddist litill drengur rétt fyrir miðnætti held ég, ég hef ekki fengið nákvæmar tölur en ég fékk sms rúmlega tólf, svo ég reikna með að hann hafi komið aðeins fyrir það. Innilega til hamingju elsku Hildur og Raggi.

Vor

Jæja þá er loksins komið vor eftir dimmann vetur á íslandi, glæsilegar kosningar. Fullt af nýju og öflugu fólki á þingi. Fólk með fólki en ekki fyrirtækjum  hefur fengið umboð þjóðarinnar til að stýra okkur úr þessum ólgu sjó sem sem við höfum verið að reyna halda okkur á floti á síðustu 18 ár. Til lukku með það íslenska þjóð.

 

Annars er ég bara að bíða eftir því að fá fréttir af henni Hildi minni, en hún var eitthvað að kíkja á fæðingardeildina í gær. Spennandi.


Ekki eina íslenska verkið á hátíðinni.

Því eins og áður hefur komið fram verður Gilitrutt í leikgerð og leikstjórn undirritaðs flutt á Edinburgh Fringe nú í ágúst. Verkið verður hluti af barnasýningu ASAD skólans en aðalsýning skólans verður Krítarhringur Brechts. Gilitrutt er byggt á þjóðsögunni um tröllið Gilitrutt en einnig fléttast þjóðlagið krummavísur inn í verkið. Leikarnir eru af mörgum þjóðernum, því auk íslenskra leikara eru einnig tvær sænskar leikkonur, ein norsk og svo einn breskurleikari. Verkið er flutt á ensku en sungið er á íslensku. Alls verða átta sýningar á Gilitrutt.
mbl.is Djúpið til Edinborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósa nú, allir sem einn!

Í hefst endurreisn íslands fyrir alvöru. Í dag er gengið til atkvæða um framtíð landsins, kosningadagur er runnin upp, Gleðilega hátíð.

Ég hlýt að halda að þetta liggji nokkuð ljóst fyrir. Samfylking og Vinstri Grænir sitja áfram í ríkisstjórn með Framsókn og Borgarahreyfinguna til aðhalds og þeir bláu í skammarkróknum brenndir af syndgum  feðranna.

Kjósið rétt, kjósið vinstri! 


Bumbubúi

Í dag ætti Hildur stóra litla systir mín að verða léttari samkvæmt öllum útreikningum. Spennandi.

Annars er hér allt með kyrrum kjörum, og hlutirnir ganga bara sinn vanagang. 

Ekkert að frétta svo sem, veðrið gott það verður sól og 19 stiga hiti alla þessa viku sem skiptir mig engu máli því ég verð hvort sem er fastur inn í skóla.

Ég er að leikstýra 4 verkum þessa önn og er að leika í 7, nóg að gera sem sagt. Ég stefni á að koma tveimur verkum í prófið og hafa tvö því sem næst tilbúin svo ég geti klárað þau af í byrjun næsta árs. En sumar önnin fer öll í edinborgar undirbúning.

Jæja, nú verð ég að fara læra og hugsa til Hildar minnar litlu.


Páskar?

Já, en eru páskar hér á bæ á frambraut. Í dag barst mér sending að heima sem meðal annars góðgætis innihélt dökkt páskaegg og ljóst páskagos mmmmm.... yndislegt. Kærar þakkir elsku fjölskylda.

Annars gengur hér allt bara vel, enda hef ég lítið sem ekkert bloggað. Það gengur vel með þau verk sem ég hef verið að sýna og sólin skín. Nú hefur Beta ofurkennari sett mér stólinn fyrir dyrnar og skyldað mig til að finna mér kærasta áður en sumar önnin hefst. Aðrir nemendur hafa einnig fengið þetta heimaverkefni áður en nú er komið að mér. Ég get svo sem upplýst að vandamálið er reyndar ekki þessa stundina að finna einhvern, málið er frekar hvern skal velja. Já, misjöfn eru mannanna mein.

Svo verð ég nú að lýsa yfir:

Undrun minni yfir þessum lýð sem tók yfir hús á vitastíg og gerði sig svo að einhverjum fórnarlömbum þegar átti að rýma húsið. Kjánaprik.

Ánægju minni með Katrínu litlu Jakobsdóttur Menntamálaráðherra og hugmyndir hennar að Íslenska Óperan flytji í Tónlistarhúsið sem og Íslenski Dansflokkurinn.

Og gleði minni með lífið.

Takk fyrir mig í bili.

 


Sandra Björg

Hún Sandra mín litla á afmæli í dag, orðinn fimm ára stelpan. Innilega til hamingju með daginn frænka og vonandi áttu frábæran dag. Ég sakna þín og hlakka rosalega mikið að sjá þig maí.

268.jpgSandra Björg að hjálpa mömmu sinni að baka afmælis köku fyrir mig síðasta sumar.


Hahahahah

Fólk er svo yndislega skemmtilegt.
mbl.is Skammast yfir samkynhneigðum fíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páskar?

Í dag er föstudagurinn langi, og ég á leið í skólann. Já, já svona er þetta. Ég sýndi nýustu þögnina mína í gær, æfingu sem ég hef verið að glíma við í síðustu tvær annir. Loksins gekk þetta upp, ég þarf bara að fínpússa hitt og þetta og bæta inn meiri húmor og þá er þetta komið.

Svo verð ég nú að fara koma með bar söguna miklu, en hún verður að bíða betri tíma. Því nú er ég rokinn í skólann. 

Gleðilega páska, nema í dag því þá var hann negldur á krossinn blessaður. Sorglega páska.


Afmæli

Hann Hjálmar Örn mágur minn... hmmm... Örn máfur eitthvað bogið við þetta. En alla vega hann á afmæli í dag, til lukku með það gæskur.

En fann enga mynd í tölvunni af mági mínum en ég fann mynd af erni engu að síður, skelli henni hér til yndisauka.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband