Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Brúðkaup

Já, það var þvílík stemning á trafalgar í dag. Fólk fagnaði mikið þegar brúðurinn steig úr vagninum og konur á öllum aldri feldu tár. Torgið var girt af svo erfitt að sjá skjáina en mér tókst þó að sjá vel yfir þar sem flestir ferðamenn eru stuttir í báða enda, eða svo virðist vera. Eftir athöfnina var þó opnað inn á torgið og var magnað að heyra drunurnar þegar herflugvélarnar flugu yfir. Við veifuðum líka félögum Villa í þyrlunni þegar þeir flugu yfir torgið áður en þeir flugu yfir höllina.

Magnað að fylgjast með fólkinu og þetta skipti fólk greinilega miklu málu, og það hafði áhrif á mig. Ég næstum klökknaði bara þegar fólkið fagnaði sem mest.

 

 Seinni kossinn


Nafni minn gæskur

Já, þetta stefnir í spennandi kosningar hér á unnargeir.blog.is. Leo og Ian koma sterkir inn og North þá sem eftirnafn. Annars er ég farinn að hallast að Ian Unnarsson, því einhvern veginn á tjallinn auðveldara með að bera fram Unnarsson því þá er r-ið næstum hljóðlaust. En við sjáum til, ég fer í myndatökur 7. maí og þá verð ég að velja mér nafn. Því það verður prenntað á myndirnar mínar.

Annars er bara voða spenna hér í london, fólk annað hvort með eða á móti brúðkaupinu. En allir ánægðir með að fá frí í vinnuni. Ég er nú að hugsa um að skella mér niður í bæ og sjá hvað er um að vera og svona. 

Annars er í fréttum helst að ég rakst á leikarann sem leikur Sherlock Holmes í BBC-þáttaröðinni. Eða réttara sagt ég rak mig utan í hann svona til að tékka hvort hann væri alvöru. Þannig er nefnilega í pottinn búið að ég og ein af sambýliskonum mínum fórum í leikhús sem var hræðilegt. Ekki húsið það er að segja, heldur leikritið Hjartahnútur eða The Knot of the Heart. Og ekki var leikurinn til að bæta ósköpinn en hvað með það ég sá frægann kall. En ég missti allt álit á honum þegar hann bravóaði og klappaði höndum saman yfir höfði sér í leikslok. Hann um það greyið.

Ég fór í prufu í dag fyrir stuttmynd og hringdi eitt símtal, það var nú allt og sumt.


Hvað á barnið að heita?

Nei, allt í lagi ég er ekki að fara skíra. Eða jú, ég er að fara breyta um nafn hérna úti. Þannig er mál með vexti að það er mjög erfitt að bera erlent nafn í þessum bransa, sérstaklega nafn sem enginn getur borið fram. Svo ég er tilneyddur að finna mér nýtt nafn. Það sem ég hallast frekast að er Leo North en tilhugsunin er samt skrýtin að nota eitthvað annað en Unnar Geir. En ég myndi aðeins nota það hér úti sem leikara nafn og aldrei á íslandi.

En hvað finnst þér lesandi góður? Endilega taktu þátt í skoðanakönnuninni hér til hliðar.


Skóla Rapp

Já skólinn er bara búin. En ég er ekki útskrifaður þó. Nei, nei hér gerum við hlutina flókan ef hægt er. Sko, þannig er mál með vaxtabótum að við útskrifumst líkalega ekki fyrr en í júní svona formlega. En þá er show case-ið sem er nokkurs konar sölusýning á okkur fyrir umboðsmenn og konur.

Ég er búin að fá nokkur boð í prufur og sat fyrir í auglýsingum um daginn svo þetta er allt að koma. En annars gerist ekkert fyrr en eftir show case-ið. Þá fer ég fyrst að stressast, en þanngað til ætla ég bara að taka þetta rólega.

Skrýtið að vera ekki í skólanum allan daginn og vera vinnandi að einhverju verki eða verkum alltaf stanslaust. Ótrúlegt hvað maður kemst yfir á einum degi þegar maður ekki 12 tíma á dag í skólanum.

Þannig já sem sagt þessari 4 ára skólagöngu er lokið, aaaaaaaahhhhhhhhhh.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband