Aftur heim

Merki

 

 

 

 

 

 

Merki, Borgarfirði eystra.

Þú ert þar sem þú ert sagði vitur maður og hér er ég. Nú bíð ég eftir að búslóðin mæti á tröppurnar hjá mér. Ekki það að ég hafi búið hér slóða laus. En það hefur bara verið frekar lítil þörf fyrir bú þegar ég hef búið mest megnis í skólanum síðustu 4 árin. En það stefnir í að dótið og ég náum saman.

Heima á íslandi var yndislegt að vera og hitta allt fólkið mitt fallega og fína. Spjalla, djamma, drekka og borða og svo svaf ég alveg endalaust líka. 

Að vera komin heim til london er líka yndislegt. Hér er hitabylgja og ljúft að vera. Ég er búin að opna fyrir allar mögulegar heimasíður og farinn að sækja aftur um hlutverk

Showcase-ið gekk mjög og var mjög gaman að rúlla þessu svona upp eftir heil fjögur ár. Á eftir vissi ég ekki hvort ég átti að öskra, hoppa um eða dansa á götum úti. Svo ég fékk mér bara dry martini og skellti mér í flug til íslands. Og vann á leikskóla í garðabæ í mánuð. Svona eins og maður gerir...

Ég kíkti aðeins upp í skóla áðann, og mikið djöfull er ég feginn að vera búin. Klukkan sjö um kvöld allir á þönum sveittir og náfölir eftir inniveru síðustu vikna. Húsið heitt og rakt og allt einhvern veginn pungsveitt. Gott að geta bara gengið út keypt popp og lagt drögin að myndakvöldi.

Næst er svo að finna sér einhvern sem nennir að hanga í sambandi við mig lengur en í 3 mánuði. Fylgist spennt með ;)

 

 


Sumarið 2011

Já, sumarið 2011 er vor lífs míns.

Eftir rúmaviku líkur 4. ára göngu og loks er áfanganum náð, spenningur og eftirvæntingin eftir því. Nú er ég bara að æfa og undirbúa fyrir showcase-ið, ég búin að senda myndir og bréf um allann bæ. Og þá er bara að krossa fingur og vona að einhverjir umboðsmenn mæti og skelli mér í bækur sínar. Annars bralla ég þetta bara sjálfur.

Ég hef verið að vinna töluvert fyrir þjónaleiguna og kynnst mörgu misskemmtilegu fólki. En stundum er lítið að gera og fáir aurar í buddunni til að fara eitthvað. Þá gerist þetta...

Sambands JónSkellti upp þessum fána upp einn rigningar eftirmiðdaginn. Svona til að minna mig á hvar ég er þegar ég vakna.

 


Út um víðann völl

Já, lífið eftir skóla er fjölbreytt.

Síðasta föstudag var ég að leika löggu í hip hop myndbandi. Daginn eftir vaknaði ég um sex leytið til að vera mættur klukkan níu að kenna jóga í Surbiton. Eftir tímann lá leiðinn til vestur london til að mæta í prufur fyrir stuttmyndina sem ég er að fara leika í. Þá var komin tími til taka lestina niður á Millbank að mæta á aðra vakt fyrir þjónaleiguna sem ég vinn fyrir. En þar sem ég var vel tímalega, lagði ég mig í Tate listasafninu og skipti svo í þjónabúninginn á salerninu og mæti ferskur til vinnu. Þar þjónaði ég til borðs á vínsmökkun á 28. hæð með útsýni yfir alla london. Ég var svo kominn heim klukkan eitt um nóttina, þreyttur en samt ánægður með lífið. 

Já, svona er london í dag ;)


Ian skal það vera Unnarsson

Já, ákvörðun hefur verið tekinn. Ég valdi Ian sem fyrsta nafn og held íslenska eftirnafninu Unnarsson.

Þannig að Ian Unnarsson er leikari, leikstjóri og söngvari, Unnar Unnarsson er Jógakennari og Unnar Geir Unnarsson er íslendingur, sonur, bróðir, frændi, mágur og vinur. 

Flókið en svona er að vera svona spes eins og ég :)

Það fór allt í einu allt á stað. Ég er komin með tvo nýja fasta jógatíma á viku, komin á skrá hjá tveimur þjónaleigum. Nýbúin að leika í nemenda stuttmynd, einu tónlistarmyndbandi og var að landa aðalhlutverki í stuttmynd.

Það er loksins búið að ákveða showcase-ið okkar en það verður 30 júni í Soho Theatre. Þá um kvöldið hoppa ég um borð í síðustu vél kvöldsins og verð heima á íslandi allann júlí mánuð.

Ian Unnarsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ian Unnarsson, nýfæddur.

 


Brúðkaup

Já, það var þvílík stemning á trafalgar í dag. Fólk fagnaði mikið þegar brúðurinn steig úr vagninum og konur á öllum aldri feldu tár. Torgið var girt af svo erfitt að sjá skjáina en mér tókst þó að sjá vel yfir þar sem flestir ferðamenn eru stuttir í báða enda, eða svo virðist vera. Eftir athöfnina var þó opnað inn á torgið og var magnað að heyra drunurnar þegar herflugvélarnar flugu yfir. Við veifuðum líka félögum Villa í þyrlunni þegar þeir flugu yfir torgið áður en þeir flugu yfir höllina.

Magnað að fylgjast með fólkinu og þetta skipti fólk greinilega miklu málu, og það hafði áhrif á mig. Ég næstum klökknaði bara þegar fólkið fagnaði sem mest.

 

 Seinni kossinn


Nafni minn gæskur

Já, þetta stefnir í spennandi kosningar hér á unnargeir.blog.is. Leo og Ian koma sterkir inn og North þá sem eftirnafn. Annars er ég farinn að hallast að Ian Unnarsson, því einhvern veginn á tjallinn auðveldara með að bera fram Unnarsson því þá er r-ið næstum hljóðlaust. En við sjáum til, ég fer í myndatökur 7. maí og þá verð ég að velja mér nafn. Því það verður prenntað á myndirnar mínar.

Annars er bara voða spenna hér í london, fólk annað hvort með eða á móti brúðkaupinu. En allir ánægðir með að fá frí í vinnuni. Ég er nú að hugsa um að skella mér niður í bæ og sjá hvað er um að vera og svona. 

Annars er í fréttum helst að ég rakst á leikarann sem leikur Sherlock Holmes í BBC-þáttaröðinni. Eða réttara sagt ég rak mig utan í hann svona til að tékka hvort hann væri alvöru. Þannig er nefnilega í pottinn búið að ég og ein af sambýliskonum mínum fórum í leikhús sem var hræðilegt. Ekki húsið það er að segja, heldur leikritið Hjartahnútur eða The Knot of the Heart. Og ekki var leikurinn til að bæta ósköpinn en hvað með það ég sá frægann kall. En ég missti allt álit á honum þegar hann bravóaði og klappaði höndum saman yfir höfði sér í leikslok. Hann um það greyið.

Ég fór í prufu í dag fyrir stuttmynd og hringdi eitt símtal, það var nú allt og sumt.


Hvað á barnið að heita?

Nei, allt í lagi ég er ekki að fara skíra. Eða jú, ég er að fara breyta um nafn hérna úti. Þannig er mál með vexti að það er mjög erfitt að bera erlent nafn í þessum bransa, sérstaklega nafn sem enginn getur borið fram. Svo ég er tilneyddur að finna mér nýtt nafn. Það sem ég hallast frekast að er Leo North en tilhugsunin er samt skrýtin að nota eitthvað annað en Unnar Geir. En ég myndi aðeins nota það hér úti sem leikara nafn og aldrei á íslandi.

En hvað finnst þér lesandi góður? Endilega taktu þátt í skoðanakönnuninni hér til hliðar.


Skóla Rapp

Já skólinn er bara búin. En ég er ekki útskrifaður þó. Nei, nei hér gerum við hlutina flókan ef hægt er. Sko, þannig er mál með vaxtabótum að við útskrifumst líkalega ekki fyrr en í júní svona formlega. En þá er show case-ið sem er nokkurs konar sölusýning á okkur fyrir umboðsmenn og konur.

Ég er búin að fá nokkur boð í prufur og sat fyrir í auglýsingum um daginn svo þetta er allt að koma. En annars gerist ekkert fyrr en eftir show case-ið. Þá fer ég fyrst að stressast, en þanngað til ætla ég bara að taka þetta rólega.

Skrýtið að vera ekki í skólanum allan daginn og vera vinnandi að einhverju verki eða verkum alltaf stanslaust. Ótrúlegt hvað maður kemst yfir á einum degi þegar maður ekki 12 tíma á dag í skólanum.

Þannig já sem sagt þessari 4 ára skólagöngu er lokið, aaaaaaaahhhhhhhhhh.


Jónas Hannibal Kormákur Smith

Fallinn er frá félagi mikill og hugljúfi. Kötturinn Jónas Hannibal Kormákur Smith kvaddi þennan heim í nótt og malar nú ljúft í heimi þar sem maturinn klárast aldrei, vatnið er alltaf ferskt og það rignir hvorki né snjóar. Blessuð sé minning hans.

Jónas sálugi og Eigandinn


Jóga

Ég kenndi um daginn annsi skemmtilegan jóga tíma.

Þarna voru saman komnar alls konar gerðir af konum ein ljóshærð og hávaxinn, ein japönsk og stutt, ein thailensk og rosa mjó, ein þýsk og óheppin í andlitinu, ein svört og sver, ein bresk og læramikil, ein svaka hress, ein gömul og fúl, ein svaka pirruð og svo nokkrar bara venjulegar og einn skrítinn grískur kall. Þetta var einn skemmtilegasti tími sem ég hef kennt, enda þessi fjölbreytileiki það sem mér finnst skemmtilegast hér í london.

Hingað er fluttur ungur ítali sem varla talar ensku og feimnari en allt það sem feimið er. Hann sat bara og starði á vegginn í herberginu sínu svo ég bauð honum yfir að horfa á dvd.

Hann ákvað að reyna spjalla svolítið. Fyrst sagði hann, þú ert strákavinsamlegur. Ha? sagði ég. Já, þú ert vingjarnlegur en ég er svo feiminn. Já, ókei sagði ég og gerði ráð fyrir að hann væri að beinþýða ítölskuna og hafði bara heppnast svona illa. Þetta kom reyndar sérstaklega illa út á ensku eða you are boyfriendly? Næst eftir að hafa spurt um fjölskylduna mína spurði hann mig um aldur, 31 svarði ég. Líkar þér við yngri? sagði hann þá. Ha? sagði ég. Já, ég hélt að þú værir svona 22-24 ára, segir hann. Já, ókei takk sagði ég og hugsaði þetta átti örugglega að þýða þú lýtur út fyrir að vera yngri. Á ensku sagði hann sem sagt You like young en átti við You look young.

Þetta samtal varð ekki mikið lengra þar sem mér var alveg hætt að lítast á blikuna. Svo ég bara lánaði honum tölvuna mína svo hann gæti sent mömmu sinni tölvupóst.

Gaman hér á bæ, þó stundum pínu vandræðalegt...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.