Drengurinn alveg að gera sig
6.11.2008 | 23:19
Jæja, seinni sýningin á Stillimyndinni gekk líka svona líka alveg ljómandi vel. Ég var mjög ánægður með það og seinna um kvöldið fékk ég líka jákvæða dóma fyrir leik í æfingu hjá öðrum leikstjóra. Þannig öll þjáning síðasta árs er að borga sig. Enda var þetta kannski alveg eins slæmt og ég var að mikla þetta í höfðinu á mér. En það er samt meira en að segja það að flytja út, hefja nám í nýju landi og skilja allt og alla eftir. En nú líður að lokum fyrstu annar á öðru ári og hér er ég enn.
Ég sýndi fyrstu sýningu á leikstjórnarmyndinni minni í kvöld. Þau voru ánægð með þá vinnu sem ég hafði lagt í verkið, augljóslega mikil væntumhyggja og hugsun lögð í verkið. Sem er alveg rétt en ég veit samt að ég gæti lagt enn meiri vinnu í þetta, sem ég ætla að gera um helgina. En ég veit líka að ég get vel gert þetta án þess að missa vitið og væla og skælja. Eins og blessað liðið sem er á fjórða ári núna. Hún Angela er að vísu að sýna útskriftarverkið sitt núna um helgina, og stendur sig vel. Mætir með vel æfða og hugsaða sýningu með bros á vör og tekur með opnum hug á móti leiðbeiningum og athugasemdum.Hún er líka bresk og hefur húmor, sem er eitthvað annað en þessir blessuðu svíar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Til hamingju USA !
6.11.2008 | 01:12
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sambandi verð að ná sambandi
4.11.2008 | 21:19
Jæja, þá er ég kominn í samband aftur. Ég nefnilega tók mig upp síðast liðinn fimmtudag og flutti búferlum. Nú bý ég nær skólanum í íslendinga kommúnu. Ég verð samt ekki lengi hér því íslendingarnir hafa nefnilega náð þeim merka áfanga að láta reka sig úr íbúðinni svo ég verð bara hér í mánuð. Þá flytt ég inn á gistiheimili í tvær vikur, til íslands í aðrar tvær og byrja svo að leiga með krökkum úr skólanum eftir áramót. Gaman af þessu.
Annars voru systur mínar þrjár hér um helgina og vel það. Það var frábært að fá þær, og var mikið gengið, hlegið og skoðað um helgina. Svo hitti svo skemmtilega á að Hjálmar mágur var einnig á svæðinu þannig að yngri deild fullorðinna í fjölskyldunni að Ragga hennar Hildar undanskyldum gerði sér glaðan dag í miðri kreppunni í sjálfri london.
Sambýlisfólk mitt ætlar að halda upp á væntanlegan sigur Obama í kvöld, svo ég skrifa meira seinna, ég ætla að kikja inn í eldhús í eina sigur skál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þrjár systur
26.10.2008 | 23:08
Jæja, þá styttist í að systur mínar þrjár mæti á svæðið. Andlegur undirbúningur er í hámarki og mun ég leggja sérstaklega hart að mér í yoguna þessa vikuna til að ég verði sem best til þess fallinn að leiða þær þrjár um götur og stræti stórborgarinnar. Nú er sú í miðið að hýsa lítinn bumpubúa svo ekki verður gengið eins mikið og þegar þau gömlu voru hér og hétu. Sú elsta í langþráðu húsmæðraorlofi svo hún kúrir líklega bara á hótelinu og horfir á sápuóperur borðand ís. Sú yngsta var hér í sumar svo hún verður líklega bara sjálfráða um borgina eitthvað að kíkja á stráka og versla skó. Ég verð svo hlaupandi um með sveitt kollvikin að reyna eitthvað að halda hópinn. Já, það er ekki auðvelt að vera þriggja systra bróðir. Nei, án gríns þá gæti ég ekki verið heppnari með eintök. Allar eru þær yndislegar og tilbúnar að vaða eld og brennistein fyrir brósa. Sú yngsta myndi samt fara úr nýju skónum áður. Það verður frábært að fá þær allar þrjár til mín enda held ég að það verði þá í fyrsta sinn sem við fjögur hittumst svona maka og foreldra laus. Já, ég er frá því að sé með fiðrildi í maganum að hitta þær, í það minnsta lifru. Ég ætti kannski að láta athuga það.
Annars er það helst að frétta að nú hefur vetratíminn tekið við hér í landi, svo nú erum við á sama tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Dagleg þraut og pína
21.10.2008 | 22:18
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Kalli Kynskipti
20.10.2008 | 21:02
Nýnemarnir eru fjölbreytir eins og þeir eru margir. Sænskir og íslenskir krakkar auk einnar stelpu frá London og annrar frá Glasgow á aldrinu 18-26, glaður hópur og galsa mikill. Einn drengur sker sig þó úr hópnum, hann Kalli. Fyrst þegar ég sá hann hugsaði ég guð minn góður hann er bara barn, hann er ekki nógu sterkbyggður fyrir þennan skóla. En hann lítur út fyrir að vera 12 ára. Á öðrum degi sagði einn kennarinn að Kalli hefði komið að máli við sig, æi einhver hefur verið að leggja hann í einelti hugsaði ég. En nei svo var nú ekki, hann Kalli er kynskiptur sagði kennarinn. Ha?!, hugsaði ég, Ha!? Já, hann Kalli var stelpa en núna er hann strákur, ef þið hafið einhverjar spurningar þá megið þið spyrja hann í hléinu á eftir. Ég gat nú ekki annað en dáðst að hugrekki þessa 19. ára gamla stráks, að tilkynna þetta svona á öðrum degi. En svo var ég smá öfundsjúkur, nú er ég ekkert sérstakur, ég er bara hommi, djöfull. En svo fór ég nú að taka vísindin á þetta og sá að vegna fáfræði minnar um kynskipta einstaklinga er ég haldin ákveðnum fordómum gagnvart þeim. Ekki að ég hafi gengið um brennandi krossa og öskrandi ákvæðisorð um allann bæ. Heldur frekar ekki spurt spurninga sem gætu hjálpað mér að skilja einstaklinga sem þurfa á kynskiptiaðgerð að halda. En þarna var sem sagt tækifærið komið. Ég ákvað strax að ég skildi reyna að kynnast Kalla með opnum hug umfram aðra nýnema þar sem það væri svo margt sem hann gæti kennt mér. Við Kalli eru ágætir kunningjar, hann hefur húmor fyrir mínum húmor sem er sjaldgæft meðal svía. Kannski er kynskipti aðgerð eina leiðinn til að svíar fatti kaldhæðni, hver veit? Ég er viss um að Kalli hugsar eitthvað svipað um mig. Aaah þarna er íslendingur, kannski að hann geti útskýrt fyrir mér af hverju þau eru svona spes þarna á íslandi. Best að ég leggi mig fram um kynnast honum, það er svo margt sem hann getur kennt mér, hver veit ;)?
Svona getur lífið verið litríkt hér í gráa bretlandi. Nú verð ég bara að finna eitthvað til að toppa Kalla, ég spes, ég er það!
Bloggar | Breytt 26.10.2008 kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bretar sýna íslendingum samhug
19.10.2008 | 21:36
Breskur almenningur er rétt eins og við íslendingar undrandi á hegðun breskar stjórnvalda gagnvart íslenskaríkinu. Að konungsveldið sameinað ráðist á vinveit smáríki, evrópuþjóð, NATO ríki þetta sérstaka, listræna álfaríki sem aldrei hefur unnið júróvisíon. Þeir bretar sem ég hef talað við telja Gordon Brown hafa algjörlega farið offari og framkoma hans verið þjóðinni til skammar. Hann hafi allt of seint og á gjörsamlega rangan hátt allt í einu ákveðið að vera sterki leiðtoginn. En þá hafi kraftarnir ekki verið meiri en svo að hann fann eitt fámennasta smáríki í evrópu til að beita valdi sínu á, og það í krafti hryðjuverkalaga. Nú er ísland óvinaþjóð, hryðjuverkamenn. Félagi minn í skólanum sagðist fullur viðbjóði og skömm yfir framferði forsætisráðherra síns, forsætisráðherra sem enginn kaus, ekki einu sinni hans eiginn flokksfélagar. Skóli minn sýnir ástandinu fullan skilning og hefur ekki séð neina ástæðu til að bregðast sérstaklega við. Eina sem eigum að hugsa um er námið, annað kemur bara í ljós. Þeir bretar sem ég hef talað við spyrja hvernig fjölskyldur okkar heima fyrir hafa það og hvort ástandið sé mjög slæmt og lýsa áhyggjum sínum á stöðunni. Íslenskaþjóðin er sterkari sem aldrei fyrr segji ég, það þarf nú meira getulausa, út úr kú, uppgjafa breska pólítíkusa til að slá okkur út af laginu.
Við gefumst ekki upp þó móti blási.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þannig fór nú það
16.10.2008 | 20:46
Jæja, þau féllu nú ekki kylliflöt fyrir verkinu mínu. En samt gekk þetta ágætlega fyrir sig. Ég þarf samt að bæta aðeins við og endurhugsa svona eitt og annað en ég veit allavega hvað ég ætla að gera. Þetta er flóknara en ég hélt en ætti alveg að geta gengið annað eins hefur nú verið gert.
Það er erfitt að komast aftur í blogg stuðið. Verð fara skrifa eitthvað spennandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrsta sýning
16.10.2008 | 06:37
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skúli Berg besti frændi
15.10.2008 | 21:58
Hann Skúli Berg besti frændi minn á afmæli í dag 15. október. Til lukku með daginn, bestu óskir um hamingju ríka framtíð.
Kær kveðja frá london,
Unnar besti frændi
Stoltur stóri bróðir. Skúli Berg, Sandra Björg og Sæþór Berg. Essin þrjú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)