Komúnan
28.3.2008 | 09:47
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Beðið eftir kaffivélinni
26.3.2008 | 14:29
Ég flýg með kaffivélinni suður sem er reyndar kvöldmatarvélin þegar hún flýgur suður en er engu að síður kaffivélin þegar hún flýgur austur.´
Mig langar að kíkja í borgarleikhúsið annað kvöld að sjá komúnuna, vill einhver koma með?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Súkkulaðirjómanammi bumba
24.3.2008 | 15:40
Aaahhhhh Jæja þá er búið að ferma grísinn. Það gekk bara allt mjög vel. Athöfnin var gull falleg í bakkagerðiskirkju. Við pabbi og Hildur vorum sett í kirkjukórinn og jörmuðum með öll í kór. Hildur spilaði undir þegar ég söng Guð gaf mér eyra með nýju röddinni minni. Það var gaman að frumsýna hana, þótt ég hafi verið svolítið stressaður því ég hef ekki notað hana hér. Sú gamla hefði kannski átt betur við þar sem þetta var í kirkju en þetta lukkaðist nú allt. Við vorum bara að koma heim neðan frá Borgarfirði með allt draslið og eitt mjög hamingju samt fermingar barn. En hún litla systir stóð sig vel í gær og það voru stoltir foreldrar og montinn systkyni sem fylgdu henni að altarinu í gær. Það var samt töluvert sem fólk ekki náði að troða í sig og sitjum við því uppi með slatta af kökum, brauði og brekkubæjarflatbrauði.
En Unnari Geir tókst þó að vera miðdepill athyglarinnar um tíma. Því ég fór að æfa að standa á haus en það var heimavinnan mín í yoganu. Það gekk nú ekki betur en svo að ég tognaði í hálsi og hef verið hálf lamaður síðan. Það var fyrst í morgun sem ég gat risið úr rekkju án þess að þurfa 10 mín. undirbúning. En þetta er allt að koma. Mamma gaf mér súper íbófen 600 mg, sem slóg á bólguna, en gerði allar hreyfingar að umhugsunarefni því það var stundum eins og hendur og fætur væru ekki alveg rétt tengd.
En er afslappelsi og sund á dagsskrá hér á egilsstöðum fram á miðvikudag en reykjavík fram á sunnudag. Ég er komin með gamla númerið 867-0523.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Borgarfjörður eystri
19.3.2008 | 18:08
Jæja,
Nú er allt að verða klárt fyrir brottför niður á borgó en litla systir ætlar að fermast þar á sunnudag. Þrír fullir bílar af mat og borðbúnaði standa klárir á hlaðinu. Ómæld vinna liggur að baki flóknu skipulagi sem engin skilur nema mamma, sem stendur í brúni í þessari siglingu í ólgu sjó rjómaterta, boðskorta og borðskreytinga. Ég er gengin í kirkjukór bakkagerðiskirkju og hef einnig verið skipaður veislustjóri að mér forspurðum, vel að nefna. En allt er leyfilegt í ástum og stríði og fermingarundirbúningi.
Ég setti mér háleit markmið í páskafríinu. Ég hef nú ekki mikið staðið við að læra mikið heima. Aðeins smá yoga og æfði aðeins framburð áðan. En þetta er nú bara rétt að byrja. Annars er ég nú meðlimur í leikarafélaginu og get því farið frítt í leikhús. En það er eitthvað sem ég ætla mér að nýta næstu helgi. En þá verð ég í bænum langt frá öllum manndómsvígsluteitis skipulagningum.
En nú verð ég næstu daga niður á borgó og kemst ekkert í netsamband. Hafiði það sem allra best um páskana elskurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aaaahhhh
17.3.2008 | 19:57
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ísland er land mitt
15.3.2008 | 19:31
Ég er á leiðinni heim. Númerið mitt er 00 777 189 5274 ef einhvern langar að hitta mig ;) Því mig langar að hitta ykkur. Það væri gaman að heyra hvað fólkið í alvöru heiminum er að bralla.
Sjáumst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tákn ?
14.3.2008 | 22:30
Þessi poki var það fyrsta sem ég sá þegar ég leit út til veðurs í morgun. Skyldu þetta vera skilaboð... og ef svo er hvað þýða þau?
Auðvita er þetta bara poki sem einhver smáborgarinn hefur hent frá sér, og vindurinn feykt upp í tré. En tilviljunin er að tréð stóð í bakgarðinum mínum. Samt merkilegt að þrátt fyrir allar milljónirnar sem ferðamálaráð hefur sett í landkynningu. Þá er verslunarkeðjan Iceland það Iceland sem flestir bretar þekkja. Ég versla náttúrulega aldrei í Iceland, þangað mun ég aldrei stíga inn fæti. Þetta er klárlega misnotkun á nafni föðurlands míns. Ó sei sei já.
Annars er ég bara góður. Komin í páskafrí og flýg til íslands á sunnudag. Er þegar búin að bóka sund og kvöldmat á Solon með Hákoni litla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eftir brennsla
12.3.2008 | 20:52
Í dag fórum við yfir önnina. Ég var bara nokkuð ánægjður með mína vinnu og sama sinnis voru skólastjórinn og leikstjórnar deildarstjórinn. Fékk hrós fyrir leikinn og fyrir að leggja mig fram og vinna af ábyrgð og einbeitni stór sem og smá verk sem fyrir mig voru lögð. Þannig ég er bara svolítið stoltur af honum sjálfum mér í kvöld.
Við vísindafólkið fórum í leikhús í gærkvöldi sáum Speed the Plow með herra Kevin Spacey og Jeff Goldblum í aðalhlutverkum. Leiðinda verk og þeir voru ekki að leika frekar en leikmyndin. Þetta voru bara tveir vinir að skemmta saman upp á sviði. Fyrir framan fullt hús af áhorfendum sem héldu að þeir væru í leikhúsi. En ekki í einhverju einkagríni tveggja miðaldra karla. Kevin hefur sterka nærværu á sviði en hann skipti um karakter í hverri senu, var nýr maður í hvert skipti sem hann skipti skapi. Jeff var voða mikið að "leika", sjáiði mig ég er voða fyndinn. Og svo birtist á sviðinu leikkona að nafni Laura Michelle Kelly (Sweeney Tood) sem líka hélt að hún væri að leika í leikriti. Hún var þannig eins og álfur út úr hól þarna á milli punganna. En það var merkilegt að sjá þetta fólk á sviði og það fannst líka hinum áhorfendunum, því þeim var alveg sama um verkið í lokin. Fagnaðar látunum ætlaði aldrei að ljúka, en það var meira verið að fagna einstaklingunum á sviðinu heldur en framistöðunni.
En á eftir fórum við og fengum okkur pizzu á bökkum Thames og hvorki var hægt að kvarta yfir framistöðu hennar né stórleiks tiramasu sneiðarinnar í lokin.
Í dag kenndi hvers manns hugljúfinn danskennarinn með barnskroppinn okkur 17 aldar dans. Dans sem ég kann utann að og mun sýna við hvert tækifæri nú þegar ég kem heim um páskana
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Tvíburar
10.3.2008 | 21:32
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Próf lok
9.3.2008 | 13:53
Jæja, þá er blessaður prófdagurinn að baki, guði sé lof fyrir það. Það gekk bara vel og voru kennarnir mjög ánægðir með uppskeru annarinnar. Ég er líka mjög glaður með þessa önn, það hefur gengið vel. Og ég finn fyrir miklum framförum, andlega, líkamlega og leiklistarlega séð. En þetta er hörkupúl. Þegar við Chris komum heim um níu á föstudagkvöldinu, vorum við svo þreyttir að við gátum varla talað. Greyið Roy varð að ráða í handa- og augnhreyfingar til að skilja okkur.
Ég vaknaði um daginn allur blár á höndum og fótum. Ég hélt fyrst að kannski væri ég með einhvern æðasjúkdóm. En svo reyndist ekki vera, heldur voru fínu regnbogabúðar rúmfötin ástæðan. Þau sem sagt lita frá sér. Ég fór þá að sofa í sokkum sem alltaf lituðust bláir en verra var með hendurnar, ekki gat ég sofið í vettlingum. Ég sá mig því tilneyddan að kaupa ný rúmföt. Þau kostuðu það sama og allur hellingurinn sem ég keypti í regnbogabúðinni. En vonandi vakna ég húðlitaður í fyrramálið.
Annars er innidagur í dag. Við fórum í bæjarferð í gær, strákarnir á Moray Road 16c. Kíkktum í búðir, það er mjög skilvirkt að versla með gagnkynhneigðum karlmönnum. Þeir segja bara nei, þetta er ljótt eða þessir skór láta fæturna á þér líta út eins og þú sért með trúðsfætur. Bara beint út. Stundum hlusta ég nú ekkert á þá, þeir eru nú gagnkynhneigðir eftir allt saman. Við kíkktum á listasýningu, okkur Chris fannst salurinn svo flottur að við fórum að dansa. Roy skoðaði bara myndirnar, hann sko skápalistamaður. Loks enduðum við daginn á japönskum stað í kínahverfinu, já þeir eru ruglaðir þessi japanar. Ég fékk það besta sushi sem ég hef fengið, fullur bakki af gæða fæðu fyrir litlar þúsund krónur. Alveg hreint ljómandi dagur, sem endaði svo á djammi með ISH-drengjunum.
Aftur að skólanum. Þó svo að mikil vinna sé fyrir höndum, þá finnst mér samt að ég sé komin yfir erfiðasta hjallann. Ég er komin til að vera, hættur að efast um allt og alla og hef einsett mér að lggja mig allann fram, þora gera mistök, gera tilraunir og alltaf gera mitt allra besta. Ég hef núna fjögur ár til að undirbúa restina af mínu lífi og þau skulu notuð til hins ýtrasta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)