Enn lasinn
5.3.2008 | 14:49
Ég er enn veikur, var að skríða fram úr til að nærast, núna rétt um klukkan tvö. Búin að vera frá skóla í tvo daga og ég er með þvílíkt samviskubit. Ég fór samt á æfingu í gærkvöldi. Lá á gólfinu þar til það kom að mér og þá gerði ég mitt, lagðist svo aftur niður. Man ekki alveg hvað við vorum að æfa en minnir ekki að neinu hafi verið breytt, þannig ég geri bara það sama og síðast þegar við sýnum. Seinna í dag eru fleiri æfingar, sem er verra því þar er ég með texta. Minn verður bara að vera hægur í hreyfingum og dimmraddaður. Ég held að ekki einu sinni leiklistarvísindin geti unnið á flensu. En nóg af sjálfsvorkunn. Áfram með smjörið, forwards with the butter.
Um daginn langaði mig svo svakalega í kalda blóðmör og rófustöppu, eitthvað sem ég er nú ekkert sérstaklega spenntur yfir. Kannski er ég óléttur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Lasinn
4.3.2008 | 14:00
Í dag sagði kroppurinn stopp. Ég hlýddi með glöðu geði. Við vorum að sýna til hálf tólf í gærkvöldi og í morgun var ég bara slappur. Allavega ekki í neinu formi fyrir kollhnísa og handahlaup. Svo mikið er víst. Eg verð í fjórum sýningum í prófinu og næstu dagar verða annsi strangir þvi nú verður æft öll kvöld fram á föstudag. Þannig ef ég ætla að leika af einhverju viti verð ég að safna orku í dag.
Það gekk samt vel í gær. Bæði í skólanum og að sýna. Fulli írinn, þessi 65 ára sem reyndar er 17 ára núna, ameríski hermaðurinn og fúli liverpoolarinn komust allir í prófið. Gaman af því. Ég komst svo að því að ef ég tala í 3 svæði sem er harði gómurinn lagast hreimurinn hjá mér um heilan helling. Málið er nefnilega að hreimurinn er annsi sterkur hjá mér. Fólk spyr alltaf hvaðan ég er þegar ég fer eitthvað að tjá mig. Leikhús enskan er töluð í svæði eitt sem fyrir framan framtennurnar í efri gómi, íslenska er í svæði 2-3 aftan frá framtönnum að harðgómi. En hausinn á mér er þannig hannaður að þegar ég tala í svæði 3 hljómar það eins og ég tali í svæði 1. Ég verð bara að gæta að framburðinu og nota varirnar. Þá tala ég hreina drottningar ensku. Þannig að áður en ég tala styng ég tungunni upp í harðgóminn miðjan hljóma ég næstum sem englendingur, nema þegar ég gleymi að taka tunguna niður. Þá hljóma ég eins og maður nýkominn frá tannlækni eða það sem er enn verra eins og dani.
En nú er Roy mættur með brauðið svo nú er tími fyrir te og rist.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Stund milli stríða
2.3.2008 | 19:54
Það gekk vel að sýna í gær og gekk ég glaður heim á leið um níu leytið í gærkvöldi. Það var nú laugardagskvöld svo ég skellti mér á djamið með ISH drengjunum. Maður verður nú að lifa lífinu, það kenna þau okkur í skólanum. Mikið stuð og mikið gaman. Ég klæddi mig í áramóta skyrtuna mína, en hún hefur alltaf gefið vel. En þarna hitti skrattinn ömmu sína, því drengur klæddur eins skyrtu birtist allt í einu við hliðina mér. Hæ, segir hann, flott skyrta, já takk hehe segi ég. Heyrðu , segir hann, vinir mínir segja að fyrst við erum í eins skyrtu verði þér að taka mynd af okkur saman. Allt í lagi, segi ég. Skondið og skemmtilegt. Stuttu seinna kemur drengurinn aftur og segir að núna segi vinirnir að nú ættum við að kyssast fyrst við erum í eins skyrtu. Já... ókei, nei nei, takk samt segi ég. Skrítið og skemmtilegt. En annsi var ég þreyttur í morgun. Mætti klukkan tíu á æfingu, þrif frá klukkan ellefu til fjögur. Þá tóku við frekari æfingar til sjö, og nú er ég í pásu til hálf níu. Kem svo heim um eitt í nótt, fleygi mér í bælið, ligg þar sex tíma og mæti svo í jóga í fyrramálið. Þetta er orðið eins slæmt og það var þegar það var sem verst á síðustu önn. En, hugurinn allt annar. Ég sótti um þennan skóla, borgaði fyrir hann og samþykkti þær reglur sem hann setti mér. Svona er þessi skóli og verður svona næstu þrjú árin. Ekkert við því að gera nema njóta og læra. Og ég er að læra svo mikið, maður minn lifandi. Um mig, lífið og listina. Ég er með fulla tösku af verkfærum til að takast á við handiðnina leiklist. Það er bara harkan sem dugar, lífið er einfalt.
Verð að þjóta, í kvöld er ég amerískur hermaður, fullur íri og bak við tjöldin maður að sprauta blóði yfir kónginn í macbeth. Gaman af þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ek lifi enn
1.3.2008 | 01:10
Sæl nú,
Bara láta vita að ég er hér enn í einum bita. Var að koma heim núna rétt fyrir eitt úr skólanum eftir að hafa mætt eldhress í jóga kl 8:30. Dagurinn var fínn svo sem við kvöddum bitra ballroom hommalinginn, en hann er allur að þiðna greyið. Hann kennir okkur ekki mér þessa önn, blendnar tilfinningar en flestar jákvæðar verð ég þó að segja. Í gær var ekki þverfótað fyrir grenjandi leikstjórum uum alla ganga. Sem gerði allan frágang, og umgang almennt, annsi flókinn. Því ekki vill maður trufla fólk í tómu volaði og sjálfsvorkunn. Annar lok nálgast og stressið farið að segja til sín. En ég er hress enda bara fyrsta árs leikara nemi. Á morgun eru æfingar og sýningar og á sunnudaginn þrifum við svo skólann. Einmitt það sem þú ert að hugsa, en sniðugt. Nemendurnir kom á sunnudegi og þrífa skólann. Þa er venjulegt. Nei, það er það ekki. En ég mæti engu að síður hress og skila mínu með sóma og hana nú. Á sýningunum leik einn 17 ára, einn 35 ára, einn 65 ára, einn 32 ára og að lokum einn 40 ára, þannig e-ð verð ég ruglaður í tíma og rúmi annað kvöld.
Ég var að raka á mér höfuðið áðan. Gekk bara vel en það væri gott að geta tekið af sér eyrun svona rétt á meðan maður er að fara yfir þetta. Sem minnir mig á klippikonu sögu. Hún var að klippa konu og eyrun á henni voru e-ð fyrir. Svo konan bara tók af sér eyrað. Já það held ég nú. Hún var af ríkum ættum og hafði verið rænt (Sko, konan ekki klippikonan) og eyrað af henni sent sem sönnun um að ræningjanir hefðu hana undir höndum. Skrítin þessi veröld, ekki satt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
London skelfur
27.2.2008 | 18:29
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fjölmenning
25.2.2008 | 23:17
Hverfið sem ég bý í er eitt alþjóðlegasta hverfi heims og gatan sem skólinn minn stendur við Seven Sisters road er sú alþjóðlegasta í heimi. Þegar ég fer út í hádeginu get ég valið að fara á breskan, amerískan,indverskan, grískan, afrískan, tyrneskjan, kínverskan, japanskan, marókóskan, ítalskan eða franskan veitingarstað. Örugglega eru staðir frá fleiri löndum, en ég greini ekki alltaf á milli. Ekki slæmt, og það besta er svo að fyrir 400 til 500 krónur er hægt að fá saðsama og holla máltíð. Ef þetta dugar mér ekki er hægt að nálgast matvöru sem og aðrar vörur hvaðana af úr heiminum í öllum þeim fjölmörgu smáverslunum sem eru við götuna. Lundúnabúar þurfa ekkert að fara til að sjá heiminn, heimurinn kemur til þeirra.
Þetta er ein af ástæðunum hví ég ann London. Reykjavík er ferskari og París fallegri en London er London.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur
25.2.2008 | 18:42
Mánudagur þarf að segja meira. Eftirmál helgarinnar enn í kroppnum og hugurinn ekki alveg eins fín stiltur og best verður á kosið. En þetta lagast sem líður á daginn. Núna eru þrjár vikur eftir af önninni sem þýðir að í næstu viku eru blessuð prófin. Þið sem hafið fylgt þessu bloggi frá upphafi munið að þá fyrst byrjað stríðið. Þá er æft öll kvöld og helgarnar nýtar til hins ýtrasta. Þannig nú er tíminn til að safna orku og stilla hugann fyrir ruglið. Þessi önn hefur þó siglt mun lygnari sjó en sú fyrri. Mér finnst ég líka njóta mín betur og á móti fæ ég meira krefjandi verkefni. Þannig ekkert nema gott um það að segja.
Sýningin á Draumnum gekk mun betur en ég þorði að vona. Mest er það leikstjóranum að þakka en hún er kennari við skólann, og sannaði fyrir mér að rétt fólk getur notað vísindin til að skapa gott leikhús. Ég vona að ég réttist í þá átt.
Ég hef verið að hitta gamla vini frá ISH-heimilinu mínu fyrrum upp á síðkastið. Það jafnast ekkert á við að blanda geði við fólk sem ekki alltaf er að blaðra um vísindin. Í gærkvöldi buðu þeir mér að koma yfir og spjalla. Þegar ég kom var e-ð partý í gangi. Öll borð voru full af bjór, pítsur og snakk eins og hver gat í sig látið. Allt til alls nema fólkið. Þannig var að fyrsta hæðin ætlaði að halda partý svo allir á fyrstu hæð gætu blandað geði. En enginn mæti. Þannig partýið breytist í Pink-ISH partý sem er félag homma og lesbía sem búa á ISH. En enginn mæti, þannig við bara spiluðum Trival og nöguðum pistur og drukkum öl. Þarna sat ég sem sagt í hópi fimm annara hommalinga á sunndagskvöldi og gagnrýndi klæðaburð söngkvenna á MTV og reyndi mitt besta að svara spurningum um breska forsætisráðherra og sápu óperur. Ég var í liði með hollenskum læknanema(Sem vissu nú ekki mikið) og gekk okkur frekar illa til að byrja með. En eftir því sem leið á kvöldið og bjórunum fækkaði fór heldur að síga á ógæfu hliðina hjá hinum liðunum. Hvorugur okkar drakk, enda reglu menn miklir. Lorenzo(ítali) og Ozzi(pakstani) voru meira að spá í andlitsmálningu en spurningunum, Adrian(Boliviu) og Make (Englandi) voru meira að spá hvor í öðrum. Þannig þetta hafðist að lokum. En þetta var nátturulega ekkert á við að spila við Öddu og co. að sjálfsögðu ekki.
En í kvöld eru æfingar, fyrst er ég fúll liverpúlari en áður en ég fer heim fæ ég að vera kóngurinn. kannski fæ ég að vera dóna bóndasonurinn, en það kemur í ljós.
Já, meðan ég man. Þið konur sem öfundið Madonnu af flottum kroppi. Hafið þið tekið eftir því að hún er aldrei berhandleggjuð? Vitiði afhverju? Hún er nefnilega með handleggi eins og áttræð kona. Jebb, ég sá myndir af henni í blaðinu.
Og að lokum kæru systur, engar áhyggjur kílóin eru komin aftur. Bara smá brauð og nokkrir bjórar þá er þetta komið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hundrað ára
21.2.2008 | 00:33
Í dag kenndi okkur hundrað ára maður. Hann var samt ekki í alvörunni hundrað. Hann bara talaði þannig en í útliti var hann sjötíu og e-ð en í anda 25 ára. Til að gera ljóst hvað ég er að tala um, þá var gamal maður sem hreyfði sig eins og unglingur að kenna okkur. Hann starfaði sem látbragðsleikari en kennir núna tölvufólki að tengjast líkama sínum á nýjan leik. Blessaður maðurinn kom sem sólargeisli í sólmyrkva... eeeða e-ð svo leiðis. Sem sagt, að vinna með þessum manni gerði það að verkum að ég hef fundið inblásturinn á nýjan leik. Ég hef meiri trú á eigin hæfileikum og lífið er bjartara og leiðin er greiðari í dag en hún hefur verið lengi. Hann kenndi okkur að finna þyngdarpunktinn í líkamanum( Hann er þremur sentimetrum fyrir neðan nafla) og hugsa líkaman út frá honum. Upp, niður og til hliðar, út frá miðjunni skín svo bjart ljós. Þetta ljós getur lýst upp allan heiminn ef við viljum. Hann bað okkur svo að kveikja á litlu brosi, frá miðju punktinum og alla leið til auganna. Allt í lagi þetta hljómar skrítið en þetta var samt frábært. Þessi tilfinning sem kviknaði þarna var ótrúleg. Brosið fyllti augun af tárum og mér fannst ég gæti ferðast hvert sem var. Þetta er líklega fyrsta skipti sem ég upplifi hvernig hugleiðing virkar. En á sama tíma var ég svo jarðtengdur að mér fannst að ef ég tæki skref áfram myndi öll byggingin fylgja mér.
Annars... keyrði ég hljóðið á rennsli í kvöld og sýningin á Draumi á Jónsmessunótt er ekki eins góð og ég hafði þorað að vona. Vonbrigði, aðeins tveir af tíu leikurum léku af þeim gæðum sem ég myndi halda að skólinn stæði fyrir. En hvað með það. Áfram, áfram.
Ég stækkaði um þrjá sentimetra í dag...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Allt er gott
19.2.2008 | 23:27
Allt er gott á meðan nóg er að gera, eða svo er sagt. Nú er allt komið á fullt en á nýjan leik. Ég var að leika í þremur sýningum í kvöld. Fyrst lék ég 17. ára bóndason sem gerði hosur sínar grænar(Er það svona sem maður segir/skrifar þetta?) fyrir ungum stúlkum. Þá tók við læknir sem gekk um gólf og vorkenndi fólki með augunum. Kvöldinu lauk svo með kaupmanni sem var uppi löngu fyrir krist en hann gekk um í pilsi, og vorkenndi ekki hræðu. Þetta gekk bara vel, held ég.
Það gekk líka vel í fimleikunum í dag við getum núna farið skammarlaust í kollhnís bæði aftur á bak og áfram. Það verður nú að teljast nokkuð gott eftir einungis 4. mánaða þjálfun. Mér gekk líka vel í stillum, en þá stöndum við í kyrrstöðu og höldu hugsun persónu sem við höfum skapað. Vitiði hver galdurinn er? Að gera sem minnst, bara hugsa nú er ég kaupmaður og sjá svo líf hans fyrir sér.Þegar maður fer að gera eitthvað meira eins já ég verð að hreyfa mig svona, tala svona eða ég verð að sjá þessar hugsanir. Þá verður leikurinn falskur og ótrúverður. Þetta er ekkert mál þegar maður bara gerir það, en það er andskoti erfitt að bara gera það.
Svo er ég að keyra hljóðið fyrir sýningu í fullri lengd sem sett er upp í skólanum, en 2-3 árs nemarnir fá bara að taka þátt. Við smákrakkarnir á fyrsta ári erum bara vinnumaurar.
Meira seinna, lifið heil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af stað
14.2.2008 | 23:36
Jæja, þá er allt komið á fullt. Fyrsti dagurinn eftir frí var langur eða til 11. Ég var í eini sýningu og var svo á tveimur æfingum eftir það. Æfingarnar gengu vel en sýningin ekki alveg eins vel. Eitthvað stress að hrjá mig líklega það að leika á ensku. En nú fæ ég loks tækifæri til að leika textahlutverk. En þetta kemur, bara slaka... aaaaaa slaka á. Og njóta þess að vera læra leiklist.
Bloggar | Breytt 15.2.2008 kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)