Ívar Íkorni

Hvað haldiði? Ívar Íkorni lá bara í sólbaði á svölunum þegar ég kom fram úr í morgun. Það er meira hvað nagdýrin gera sig heimakomin hér í londoni. En sem sagt loks náði ég mynd af korna, ég held að Sandra hafi verið að bíða eftir þeim. Þarna er hann sem sagt eitthvað að hanga bara. Þeir eru tveir og búa undir þakinu á litla húsinu í bakgarðinum hjá okkur. Það eru fleiri myndir í albúminu.Ívar Íkorni 004

 

 


Minningarsjóður Margrétar Björólfsdóttur

Ég fékk styrk úr Minningarsjóði Margrétar Börgólfsdóttur. Ég þakka kærlega fyrir. Hann kemur sem guðsgjöf, því ekki eru fjárhagsmálin eins og best verður á kosið þessa dagana. En nú get ég einbeitt mér að náminu, og Ída systir sem er umboðsmaður minn á íslandi þarf ekki að hringja í elskurnar í LÍN á hverjum degi. Guði sé lof fyrir gott fólk.

Svefn zzzzzz

Jæja ekki gekk betur á laugardaginn. Jafn oft var stigið á fingurnar á mér og sparkað í hausinn á mér. Þar að auki var blóði sprautað yfir mig og sprautunni grýt í hausinn á mér. Sem hefði alveg í lagi ef ég hefði vitað að það ætti að gerast. Því undir gardínunni gat maðurinn alveg eins verið að pissa á höfuðið á mér. En hað með það. Ég missti af sunnudeginu (gærdeginum) því eftir að hafa vaknað um 10 gengið í um hverfið og borðað morgunmat á svölunum. Ákvað ég að leggja mig. Ég svaf til 8 um kvöldið. Fór svo í rúmið um 1 og svaf til 10 í morgun. Þannig eitthvað hef ég verið þreyttur. En í dag ætlum við Chris í menningarferð og kíkja á söfn og svoleiðis og kíkja svo á kaffihús. Hann á stefnumót við stúlku frá Tékklandi. Ég á hinsvegar ekki stefnumót við tékkstúlku.

Samt verð ég eitthvað að læra í dag. Nenni því samt svo alls ekki.

 Ekki mikið að segja nenna ég horfði á Bafta verðlaunin í gær. Og ég verð að segja að horfa á allt þetta fína fólk taka á móti verðlaununum fyllti mig innblæsti. Því þetta fólk er bara fólk eins og ég. Fólk sem leggur sig fram í vinnuni sinni og uppsker eins og það sáir. Því ætla ég að halda áfram að sá þeim bestu fræjum, sem ég hef upp á að bjóða hverju sinni. Og stefna að því að bæta fræin með hverri sáningu. Og hana nú.

En núna er ég í fríi og lífið er fallegt.

 


Frí

Jæja,  Þá er ég kominn í smá frí fram á fimmtudag, ef undan er skilin sýningin í kvöld. En þar er ég líkams staðgengill fyrir leikara sem leikur tvíbura. Stundum þurfa nefnilega bræðurnir að sjást saman. Á einum stað ligg ég sem dauður með gardínu á hausnum. Það hefur gengið ágætlega þar til í gærkvöldi. Við höfðum ekki æft nákvæmlega hvar ég átti að leggjast, svo ég hrundi niður með krampakenndum hætti svona um það bil þar sem ég hélt að ég ætti að vera.  Það reyndist ekki vera réttur staður. Því tvisvar var stigið á fingurna á mér og einu sinni sparkað í hausinn á mér.  Þarna lá ég sem sagt á miðju sviðinu meðan gengið var yfir mig hægri vinstri. Og þar sem sem ég átti að vera dauður gat ég hvorki hreyft legg né lið hvað þá gefið frá mér hljóð. Já, elskunar þetta borgar maður svo fyrir.

Hér er sól og 10 stiga upp á hvern dag og verður allt fríið. Snjór hvað er nú það? Hehe!

Annars þarf ég að læra slatta því nú fær maður smá texta hlutverk. Nú leik ég Kóng, Liverpoolskan fýlupoka, Kaupmann sem er upp 400 fkr., 17 ára dreng á miðils fundi og lík undir gardínu. Ég hlakka til að sá hvað framtíðin ber í skauti sér.

Kíkiði á myndaalbúin,  ég var að bæta við myndum. 


Útlit

Ég ákvað í tilefni hlaupárs að breyta um úlit á síðunni. Hvernig lýst ykkur á?

Magnús Mús er allur

Jæja, hann Magnús Mús fannst ofan í steikarpönnu seint í gærkveldi. Eitthvað kveið hann að hitta meðleigendur sína. Því hann hoppaði undir ísskáp þegar ég kom inn í eldhúsið. Mín fyrstu nátturulegu viðbrögð voru að hoppa upp á stól og öskra eins og konan í Tomma og Jenna. En þar sem ég karlmenni mikið, gerði ég það ekki heldur lyfti bara upp öðrum fætinum og gargaði í hljóði, nngggg! Ég raðaði svo öllum músgildrum heimilisins hringinn í kringum ísskápinn, stappaði niður fótunum og snéri mér í hring. Snapp, Magnús Mús var allur.  Blessuð sé minning hans.

Kvöldstund með Unnari Geir

Ahhh, búin snemma í kvöld, klukkan ekki nema hálf tíu. Mikið ætla ég að njóta þess að slappa af og fara snemma í bólið. Samt best að smyrja nesti fyrir morgundaginn fyrst,þá þarf ég ekki að gera það í fyrramálið. Huhmm, það þyrfti nú aðeins að taka til hérna í eldhúsinu. Tralla la taki til taki til... OOO mig langar í heit bað. Samt best að þrifa það fyrst, við erum nú þrír sem notum það. Tralla la þrífi þrífi baðkar...huhmm þrífi þrífi vask...huhmm ok þá, þrífi þrífi klósett. Jæja ok, þrífi gólflista, þrífi veggljós og þrífi þrífi hillu. Aaahhh baðkarið orðið fullt, best að baða sig uummmmmmmmm. Notalegt. Já, ætli það sé ekki best að blogga smá. Bloggi bloggi blogg ubbs þar fór það, búin rita þvílíkt fyndið og skemmtilegt blogg og hviss það hvarf. ARgggggG!!!! Og klukkan orðinn hálf tólf, hvað varð af frí kvöldinu mínu?

Svona, ákvað sem sagt hann Unnar Geir að eyða fyrsta kvöldinu í vikunni sem hann er komin heim fyrir miðnætti. Veit ekki alveg hvort ég eigi að láta athuga þetta eitthvað. Þetta er nú ekkert svo alvarlegt, er það?

Annars er það frétta að ég dróg bása grindina undann dýnunni, og nú er töluvert betra að leggjast til hvílu. Þó á ég eftir að fullkomna svefnaðstöðuna . Ég keypti mér samt sæng og kodda og ver fyrir allt saman. Ekki svo að skilja að ég hafi ekki haft viðeigandi fylgihluti til svefns. Ég var með allt í láni hjá Chris. Það er samt eitthvað óþægilegt að nota notaðar svefn græjur. En allt þetta kostði ekki nema fjögur þúsund kr. í Regnboga Ofurbúðinni. En það er búð sem selur allt. Ég hafði ákveðið að reyna prútta, því ég ætlaði kaupa svo mikið. En þegar afgreiðslumaðurinn byrjaði að telja upp verðin á vörunum, var ég handviss um að hann væri eitthvað að ruglast. Svo ég dreif mig að velja tvöfalda sæng, tvo kodda, ver fyrir allt og lak. Verin voru samt í einhverjum brjáluðum litum, en það var samt skárra en bleiku rósa mynstrin sem voru í boði. Borgaði í flýti og hljóp út áður en ruglan rynni af manninum.

Síðan hef ég ekki þorað að koma nálægt Regnboga Ofurbúðinni. En þegar heim var komið dróg ég bolabás grindina undan rúminu og nú ligg á dýnunni einni saman á gólfinu. Sem er skárra, jafnvel bara nokkuð gott. En þarfnast lagfæringar.Kannski get ég sleppt því að þrífa einn dag í miðannar fríinu og farið í Ikea. Það kemur í ljós.

En nú er vika í fríið. Ég verð hér í londoni, en kem heim um páskanna. Ég ætla að reyna hjálpa til við að ferma elsku litlu systur. Hún ætlar að fermast á Borgarfirði eystra og við fjölskyldan eyðum páskunum þar öll saman í einni klessu. Ég vonast samt til að komast upp á hérað til að taka eitt trival með Öddu og co. En það er hennar helsta áhugamál þessa dagana. Hún er nefnilega hætt að fæða börn alla daga.

Skólinn er að pirra mig, líklega er ég bara þreyttur. Mér var illt í fótunum í ballet í dag, og fékk ekkert hrós fyrir þá. Hún hrósaði mér hins vegar fyrir jafnvægi. Við vorum að gera svona ballerínu stellingu, upp á tíu tær og upp með hendur og standa þannig. Já, já hver veit nema ég verði bara ballerína með þrifnaðar æði þegar öllu þessu líkur.

Ég fékk nýtt hlutverk í dag, ég er kóngurinn pabbi Þyrnirósar. Ég heiti kóngur...

 Gaman af þessu.

 


Heimþrá

Eins og það er gott að sitja hér í sólinni. Þá engist ég hér um af heimþrá í snjóinn, bylinn og ófærðina. Að sitja heima við og kertaljós og hlusta á fréttir af lokuðum götum, skólum og fólk beðið um að halda sig heima. Ég er alltaf fyrsti maðurinn til að hlýða þig því kalli. Ég lít á það sem samfélagslega skyldu mína að halda mig heima. Og helst í sama herberginu, hreyfa mig sem minnst úr sófnum.

Annars gekk sýningin vel í gær og líka á föstudaginn. Ég fékk jákvæða dóma og fólk bara hrifið af söngnum. En samt eru einhverjir abbó, af því ég er 1. árs nemi. En hvað með það, ég er líklega að búa þetta til í höfðinu á mér.

Ég sá ref skokka eftir götunni minni um daginn. Ég hef aldrei séð ref svona nálægt mér. Svo eru íkornar á svölunum hjá okkur á morgnanna. Þannig nátturan er vissulega hér í london. Maggi mús er ennþá í eldhúsinu, vitum ekki alveg hvenær hann ætlar að flytja út. En við ætlum að fara rukka hann um leigu. Því hann tekur engan þátt í heimilishaldinu. Kúkar bara á eldhúsbekkinn.

Tvær vikur í miðannar frí. Ég ætla að vera hér í london. Verð að venjast því að búa í london. Get ekki alltaf verið að fljúga heim. Það kostar líka, sérstaklega núna þegar pundið er svona hátt. Davíð minn er ekki eitthvað sem þú getur gert?

 Var að fatta að eins mikið sem ég reyndi að forðast ljósa- og tæknivinnu almennt, þegar ég vann í óperunni. Þá hefur sú litla reynsla sem ég varð mér útum aldeilis reynst mér vel. Því ég varð að hanna lýsingu og keyra ljósin á sýningunni. Auk þess sem leikmyndarsmíðin gegnum tíðina kom að gagni. Því með reynslu að baki þorir maður frekar að hella sér í eitthvað sem maður kann kannski ekki alveg að fullu.

Jæja, gaman af þessu.

Næstu dagar verða strangir. Ég leik í annari útskriftarsýningu aðra vikuna í febrúar. Ég sný baki í áhorfendur allan tíman og segi ekki orð. Ég er nefnilega að leika annan sem er á sviðinu á sama tíma, því hann leikur tvö hlutverk. Já, þetta er öll listin sem við 1.árs nemarnir fáum að flytja. Svo er ég í nokkrum smá sýningum. Sit og horfi á sjóinn, geng inn og tek upp ferðatösku eða lyfti upp kössum. Þetta eru svona týpísk 1. árs nema hlutverk. Gott að halda Unnari Geir niðri á jörðinni með því að minna hann á forvinnuna, sem þarf að vinna.

Blessi ykkur í bili

 


Áfram ísland

Ég sá Kafka sýningu Vestursports í gærkvöldi. Mjög flott leikmynd, góður leikur og frábært framtak. Björn Thors er óumdeilanlega stjarna sýningarinnar. Þar sem hann sýnir traustann leik við erfiðar aðstæður. En hann hangir mest allt verkið ýmist á veggjum eða á hvolfi í loftinu. Leikmyndin er nefnilega þannig að dagstofan sem snýr fram til okkar áhorfanda er á neðri hæðinni. Herbergi sonarins á efrihæðinni er hinsvegar þannig að gólfið snýr fram til okkar. Það er eins og við horfum á herbergið ofann frá. Þetta er megin galdur verksins, því fyrir syninum er þetta eðlilegt og þyngarafl herbergisins virkar á hann einungis. Aðrir fjölskyldumeðlimir hræðast hann og herbergið og loka inni. Hann hefur breyst í skrýmsli sem gefur frá sér ógurleg óhljóð , þegar hann gerir tilraun til að tjá sig. Hann hinsvegar heyrir ekki þau ekki, hann getur ekki séð að hann hafi breytst.

Leikhópurinn Elva Ósk(móðirinn), Unnur Ösp(dóttirinn), Björn Thors(sonurinn) og Faðirinn leikin af bresku leikara og annar bretir leikur nokkur smáhlutverk. Skilar góðri vinnu undir traustir leikstjórn Gísla Arnar. Samt er framburðurinn misjafn Elva Ósp með sterkann íslenskann hreim, Unnur Ösp með mildari og Björn Thors nokkuð hreinn og svo bretarnir með RP. hreiminn. Það hefði kannski átt að finna einhvern milliveg, þar sem verkið gerist í þýskalandi(að ég held). En Unnur Ösp var flott sérstaklega þegar dóttirinn þroskaðist og tók stjórnina yfir bróður sínum. Elva Ósp sýndi jafnan leik gegnum sýninguna. Bretarnir bara nokkuð góðir. Björn hinsvegar hangandi á veggjum eða í loftinu skilaði mjög góðri vinnu. Fagmannlegt að geta haldið leiknum án þess að missa sig algjörlega í að hugsa um fimleikanna. Leikstjóra einkenni Gísla koma sterkt fram í formi fimleikanna og smá trixum eins og þegar móðirinn dettur yfir eldhúsborðið og handaband herr Fischer og Föðursins. Loka senann var líka yndislega falleg og alveg a la vesturport. Allt þetta litla óvænta sem birtist gegnum alla sýninguna. Gerir það að verkum að hver og einn í salnum fylgist einbeittur og eftirvæntingar fullur með hverju andartaki. Svona á að gera leikhús.

Eftir sýninguna hitti ég svo Baldvin bekkjarfélaga minn heima hjá Jökli og Freydísi. Það var stuð spjallað og sungið. Sungum lög úr textasafni Jomma, mikil snild. Svo skelltum við okkur á sveitta rokka billy búllu.  Það var spes, segi frá því seinna.

Annars fékk ég hlutverk í útskriftar sýningu. Venjulega fá 1.árs nemar ekki að taka þátt. En ég syng upphafslag verksins. En það er engin hætta á að ég ofmetnis því ég keyri líka ljósin í verkinu. Þannig strax eftir sönginn sest ég niður og fer að vinna. Jebb, smá sigrar en sigrar engu síður.


Útvarpsleikhús

Sit í eldhúsinu og naga ristaðbrauð. Í útvarpinu hljómar útvarpsleikhúsrásinn. Hér er nefnilega heil rás tileinkuð leiknuefni fyrir útvarp. Nú er eitthvað svona skemmtikvöld í gangi eins og gert var í gamla daga á rúv.  Tveir kynnar skemmta gestum í sal(í útvarpssal) segja brandara og leika stutta þætti.  Þemað er endurlífgun, þetta eru svona fimmaura brandarar.

Unnar Geir steppaði í dag Grease-dans. Einkar skemmtlegt að horfa á. Eins fengu balletfæturnir kennarann til engjast um af þrá. Sko, hana langar i svona fætur. Ekki að hún þrái mig, ekkert svoleiðis. Annars sungum við eitthvað sound of music lag í dag. Og guð minn góður hvað það var hræðilega leiðinlegt. Þetta var lagið sem hún syngur þegar börnin og hún sýna föðurnum brúðuleikhús. Það er til dæmis jóðlað í þessu blessaða lagi. Jóðl er eitthvað það versta sem mannsröddin getur framleitt. Kannski frekjuast 5 ára barns klukkan hálf fimm á föstudegi í röðinni í Bónus, hljómi verr. Veit það samt ekki.

Nú í kvöld ætla ég snemma í bólið. Ég nefnilega vakanaði upp af martröð klukkan 4 í morgun og þegar ég var að sofna. Þá hrundi bókastaflinn á ganginum með miklum látum. Og ég hugsaði strax að Chris hefði farið sér eitthvað að voða. Kannski drukkið aðeins of marga Guinnesa. En ég bara nennti ekki að fara fram úr. Æi, ég finn hann þá bara í fyrramálið, hugsaði ég. Annars er rúmið að fara með mig. Þetta er eitthvað ikea sett. Rúmpallur eins og er undir beljunum, æi þið skiljið svona bás. Á hann er svo lagður dýnuræfill, alveg nógu þykkur. En undirlagið er grjóthart og gefur ekki mikið eftir. Ég ætla að koma mér sem fyrst í Ikea og kaupa eggjabakka yfirdýnu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.