Drill Hall í vanda

Muniði eftir Homma og Lesbíu leikhúsinu sem ég stundaði fyrir jól. Ég var e-ð að efast um gildi þess að reka leikhús einungis fyrir verk um eða eftir samkynhneigða. Það sem mér fannst var þar sem annað hvert leikverk  í það minnsta snertir á málefnum samkynhneigðra nú til dags.Var að það væri óþarft að reka leikhús á þeim forsendum. Einnig fannst mér gæði þess sem flutt var ónóg til að réttlæta uppsetningu þess. En það eru ekki gæðin sem skipta hér máli. Heldur sú staðreynd að Breska Listaráðið(The Arts Council) hefur ákveðið á draga til baka árlegann fjárstyrk leikhúsins. Og stefna þar með 30 ára sögu Drill Hall í voða. Það er kannski fjallað um samkynhneigð í dag. En ég efast um að það hafi margt jákvætt verið sagt í leikhúsinu um okkar málefni fyrir 30 árum. Drill Hall gerði það og fyrir það ber að þakka og virða. Aftur að gæðunum, þau eru ekki til umræðu. Heldur sú staðreynd að leikhúsið græddi of mikið á húsaleigu. Sem er rétt, þau leigðu út sali. En ágóðinn var notaður í viðhald og breyttingar á húsnæði. Þannig allur styrkurinn frá ráðinu fór í rekstur Drill Hall. Í dag rann út frestur til að skila inn athugasemdum, við ákvörðun ráðsins. Það skýrist því á næstu dögum hvort D.H lifir eður ei. Annars eru það 194 félög af þeim 990 sem ráðið styrkir sem tekinn verða af spennanum þetta árið. Þar með talið The Bush sem er litið virt leikhús, frægt fyrir að frumsýna ný verk eftir nýja höfunda. Og hefur leikið stóra rullu í gay-leikhúsheiminum. Queer Up Nort leikhúshátíðin í Manchester hefur misst allan fjárstuðning ráðsins. Þannig gay-fólki hér finnst annsi að sér vegið. Verð samt að minnast á áfram verður stutt við gay-leikhús í Soho og einnig á fylgja eftir metnaðar fullu starfi the Royal Vauxhall Tarven.

En ég er bara góður svon ykkur að segja. Búin að þrífa voða mikið hérna. Ryksuga baðherbergið og svona. Já, já ryksuga baðherbergið. Hér leggja menn teppi um allt. Svo magnús ofur mús fluttur inn. Hann borðaði brauðið hans Roy. En á móti kemur að hann hreinsar alla mylsnu úr brauðristinni. þannig ekki þurfum við að hafa áhyggjur af því. En nú er búið að leggja músavænar gildrur um allt eldhús. Agnið er hnetursmjör, það er best segja sérfræðingarnir. Annars eru miklar líkur á að Roy finnist í einni gildrunni. Því honum fannst sárt að horfa á eftir hnetursmjörinu sínu í gildrunar. En við Chris hlustuðum nú ekkert á það.

Fimleikakennarinn er haldinn þeirri ranghugmynd að við séum íþróttafólk. Og að við höfum gaman af líkamlegri þjáningu. Það er misskilningur. Við erum leiklistarnemar og þjáumst andlega alla daga, líkamanum er því ofaukið í þjáningunni. Hann  lét okkur fara í gegnum brjálað styrkingarkerfi sem hann hannaði. Það tók okkur 40.mín að klára og hann vill að við gerum þetta tvisvar til þrisvar í viku. Ég veit ekki með það. Við sjáum til með það...

En já, ég er góður og það gengur bara vel.


Hellingur af fólki.

Gestir 5600 síðan í september. Það er nú bara nokkuð gott. Ég hef líklega ekki tekið á móti eins mörgum gestum í holdi og ég hef gert hér í anda í netheimum. Takk fyrir það, allir saman.

Annars ég bara rólegur í dag. Fórum út að borða í gær, Anne-Lise skólasystir mín átti afmæli. Hún bauð gestum að koma á ákveðið veitingahús hér í borg. Við Amel vorum samferða því hann vissi hvar þetta var. Sem betur fer því við tókum 3 lestir og einn leigubíl en þurftum samt að þræða ranghala þvers og krus til að komast á leiðarenda. Við vorum hálftíma of seinir en samt fyrstir. Þarna sat hún uppstríluð ein við 6 manna borð. Sorgleg sjón. En þá byrja vinir að hringja og tilkynna mígreni, kærasta vandamál eða tímaleysi. Þannig fljótt lækkaði tala áætlaðra gesta. Þarna sátum við sem sagt og lögðum okkur alla fram við að skemmta afmælisbarninu. Amel þurfti að vísu að hlaupa tvisvar út til að lóðsa gesti á staðinn. En þegar loks allir voru komnir var klukkan orðinn 10. Og mikið ósköp var ég orðinn svangur. En þetta lukkaðist nú samt allt á endanum. Við Amel skelltum við svo á Heaven sem hommalingadansistaður. Þar beitti Amel öllum sínum brögðu og kom okkur inn frítt og einnig inn í VIP-herbergið. Gott að sleppa við að borga en VIP-ið voru nú meiri leiðindin. Uppáklæddir menn og drengir gangandi í hringi með nefið uppí loftið. Í keppni hver gæti keypt dýrasta hanastélið. Mig langaði bara að dansa og gerði það á öllum hæðum. Ég skemmti mér skal ég nú segja ykkur. Þó ég hafi ekki verið á skíðum. En þannig skemmtir fólk sér, er mér sagt...

Ég kom svo heim undir morgun eftir tveggja hæða strætisvagna reið um borgina.

Skóli á morgun, vika tvö


Flottastur

Picture 037Sæþór Berg Hjálmarsson. Frændi minn skírður óveðursdaginn mikla 30. des. 2007. Þeir verða nú ekki mikið flottari.

Gott band

Ég var að horfa á föstudags kastljósið rétt í þessu. Og ég get sagt ykkur að Benny Crespo's Gang er eitt besta band sem ég hef heyrt í lengi. Kraftmikil og þétt spilamenska og einhver frumleg og einlæg ástríða á tónlistinni.  Ísland best í heimi!

Helgarfrí

Jæja, helgin sigldi ljúflega inn í þetta sinn. Engar kvöld æfingar og ekkert að æfa um helgina. Við skelltum okkur í leikhús í gær. Etta líkamsleikhús kennarinn okkar átti eitt verk á svona dansleikshátíð. Þarna voru þrjú verk sett upp okkur til skemmtunar og umhugsunar. Fyrsta verkið var rusl. Kannski skildi höfundurin það en hvorki við áhorfendur né dansararnir skildum hvað um var að vera. Annað verkið byggði á frábæri hugmynd. Árið 1913 ,held ég að það hafi verið, steig á svið í scala óperunni rússnesk ballerína. Töfrar hennar voru þvílíkir að hljómsveitarstjórinn gleymdi eða gat ekki stjórnað hljómasveitinni. Þannig ballerína dansaði í þögn í 5 mín. Þegar hún svo steig af sviðinu þá vaknaði stjórinn til lífs og hljómsveitin hóf að spila tónlistina sem leika átti undir dansinum. Áhorfendur horfðu því fyrst á dansinn og hlustuðu því á næst á tónlistina sem leika átti undir. Það sem danshöfundurinn gerði var að brjóta ljóðalestur niður 4 hluta. Fyrst var það hreyfingin, svo hlutirnir, því næst tónlistin og að lokum orðinn. Hann sem sagt sýndi okkur hvernig maðurinn hreyfði sig algjörlega í þögn og án þess að snerta nokkuð sem á sviðinu var. Þá sýndi hann okkur hvernig hlutirnir myndu bregaðst við snertingu og hreyfingum mansins. Til dæmis hreyfði hann hljóðnemann og lyfti upp glasi og svoleiðis eins og maðurinn hefði gert. Þá spilaði hann tónlistina fyrir okkur og svo las hann textann sem maðurinn flutti. Verk kennarans okkar var lang skemmtilegast og miklu meira í ætt við dansleikhús en það sem á undan hafði gengið. Það fjallaði um par og mann sem áttu sama borðið bókað á veitingahúsi. Skemmtileg og falleg að horfa á.

Annars var fyrsti Ballroom danstíminn í gær. Og vitið hvað? Það var bara gaman. Kannski gerðist e-ð í jólafríinu. En alla vegana hló ég bara að öllu sem hann sagði þennan daginn.

Jæja, ég ætla að koma mér út í sólina...


Söngvagleði

Letidagur í dag. Ballet- og steppkennarinn mætti ekki dag. Og ég með fæturnar tilbúnar búin að smyrja rakakremi og skrapa siggið. Allt til fyrir bý. En hvað með það, það er nú ballroom á morgun get ekki beðið... Í staðinn þá horfði á á upptökur frá jólatónleikunum okkar alls ekki eins slæmt og ég hélt. Bara fínt hjá okkur. Það er frábært að geta farið yfir það sem maður hefur gert.

 Vitiði hvað? Hér er svona sjálfsafgreiðsla í matvörubúðunum. Geðveikt gaman, þetta var ekkert smá spennandi. Fyrst reynir maður öllum vörunum undir pípið, samt verður maður að passa að allt fari á vogina. Annars heldur kassinn að maður sé að stela. Svo bara treður maður peningunum inn í þar til gerða rauf og fær skiptimyntina í lófann. Þetta var ekkert smá gaman. Kannski skrítið að þetta skuli vera svona mikið mál fyrir mig. En svona hlutir gleðja mig þvílíkt.

Læt ykkur vita hvernig ballroomið var...


niður upp upp upp...

Nei, ég er ekki að lýsa hugarástandinu heldur dansinum sem við lærðum í dag. Við erum sem sagt enn að læra sögulegadansa. Í dag hoppuðum við um hneigðum okkur og snérumst í hringi. Niður upp upp upp er sem sagt spor, sem fólk notaði til þess meðal annars að ferðast hringinn í kringum hvort annað.  Danskennarinn , þessi með barna höfuðið, hafði greinileg fengið dansi buxur í jólagjöf. Þær voru blára pumastrets buxur. Mjög smart. En það breytir því ekki að hann er þrumu kennari, og við lærum öll mikið af honum um leið og við skemmtum okkur. Annars er skólinn bara fínn, bara þrír dagar liðnir. En þetta er allt fljótt að komast í sama farið. Sem er bara fínt. Engin ný fög eða kennarar. En það breytist eflaust eftir miðannar fríið. Í dag vorum við líka á grímunámskeiði. Vorum að vinna með sviplausar grímur. Það var mjög áhugavert. Merkilegt hvað þú getur sagt mikið án svipbrigða og raddar. Á morgun er svo ballet og steppdans. Ég get ekki beðið eftir að fá tækifæri til tippla á tánum og svífa á manndraps fótunum. Svo sýnum við eitt verk. Ég kem inn í eina og hálfa mín. og segi: Halló, hvað ert þú að gera hér, gamli maður? Tek ofann hattinn og horfi flóttalega í kringum mig. Þegar hinn segir:... bráðin er mín! Segi ég: Ég kom hingað til að finna pípara til líta á baðherbergisleiðslurnar. Þá segir hinn:...farðu! Ég horfi á hann, horfi á vegginn, hugsa og fer út. Jebb, svona er þetta. Töfrar leikhúsins eru ótrúlegir.

 


Fyrsti skóldagurinn

Fyrsti skóladagurinn að baki á nýju ári. Gekk merkilega vel. Var ekki alveg viss á leðinni í skólann í dag hvort mig langaði yfirleitt að læra þarna. En þegar ég var komin rifjaðist upp fyrir mér hvers vegna ég er leggja þetta á mig. Mig langar að læra leiklist, mig langar að vinna við leiklist. Og þetta er leiðin til að þessar langanir verði að veruleika. Enda gekk bara nokkuð vel í dag. Sama ruglið í gangi sem ég hef pirrað mig á. En nú þekki ég þetta, og þarna er ruglið normal. Þannig til hvers að vera e-ð að pirra sig á þessu. Nú er bara að læra og fá sem mest út úr hverjum degi fyrir sig. Við fengum umsagnirnar frá kennurunum í dag. Allt jákvætt bara, Una is the star sagði  yoga kennarinn, hehe. En athugasemdir sem komu fram snéru að hugarfarinu hjá mér. Það væri eins og mér finndist að ég kynni þetta allt og þyrfti ekkert að læra þetta. Sem er nákvæmlega rétt. En algjörlega rangt af mér að hugsa svona. Bara slappa af hérna og læra eins og maður. Stíga af baki háa hestsins, og haga sér. Þetta er mitt áramótaheit. Taka lifinu með ró, halda stöðugt áfram, en með opnu hugarfari.

ps. Bitri danshommlingurinn kennir okkur aftur ballroomdans. Ég ætti því að hafa e-ð að segja ykkur á föstudögum.

pps. Gaddfreðna fuglahræðan gerði bara grín þegar ég kom of seint í hugleiðslu í dag. Batnandi fólki er best að lifa.


Ef ég sofna í nótt...

Jæja, þá er ég kominn "heim". Ég er búin að koma mér fyrir og mér lýst bara vel á þetta. Mér hefur tekist að gera þetta bara nokkuð huggulegt, held ég. Ég tók með mér smá dót að heiman til að gera heimilislegt. Þurfti vísu að þrífa, smá. Chris hefur ekkert verið duglegur við það, viðurkennir hann. En andinn er góður og ég hlakka til að byrja. Mér finnst eins og ég hafi þroskast mikið síðan ég byrjaði hér að læra. Og ég veit að þetta hefur gert og mun gera mér gott. Það var rosalega erfitt að kveðja fólkið mitt, og það er það lang erfiðasta sem ég geri.

Ég er að hlusta á Palla og Moniku, Ef ég sofna í nótt. Og ég ætla að láta þau svæfa mig í nótt.

Þá er bara að koma sér í gírinn og fá sem mest út úr þessu öllu. Lífið er fallegt, munið það


Nýtt ár

Kannski væri við hæfi að setjast niður núna fara yfir farinn veg og komast að einhveri niðurstöðu um lífið og tilveruna. En ég nenni því ekki. Frekar sakal ég segja frá því þegar ég kemst að niðurstöðu. Ég er farinn að sjá fram á lokin á fríinu. Ég flýg suður á morgun og út á þrettandanum. Get ekki sagt að ég hlakki til. Það er erfitt að kveðja alla. Næsta önn er auðvitað spennandi verkefni. En rólegheit síðustu daga draga svolítið úr manni dugnaðinn. En þetta verður ljúft og að einhverju leyti auðveldara en fyrsta önnin. Í dag ætla ég að kíkja á glósurnar mínar og reyna koma mér í gírinn.

Góðar stundir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband