Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Allt i lagi
28.11.2007 | 19:16
Eg lifi. En bara allt a fullu nuna. Eg rett skrapp til ad kikja a postinn minn milli aefinga, thad er nefnilega net kaffi beint a moti skolanum. En their eru ekki med islensku stafina, skritid ekki satt?
Skrifa meira thegar eg kemst heim.
Bless i bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Frí
21.11.2007 | 22:24
Jæja, í kvöld kom ég snemma heim eða um 9. Það kalla ég bara nokkuð gott, en alla þessa viku hef ég verið að koma heim um tíu til að ganga eitt og svo mætt eldhress og skrækkur í yoga klukkan hálf níu. En ég er ekki að kvarta, þetta er puð en svona er þetta bara, mér leiðist alla vega ekki á meðan.
Ég fór í Ikea með Amel skólabróður mínum á sunnudaginn. Hann er svíi þannig fyrir hann var þetta eins að koma heim. Ég er ekki frá því að það var einhvern heimilisleg tilfinning sem blossaði upp í mér líka við að labba inn í ikea. Ég á allavega meira heima þarna en bretarnir. En hann Amel hafði sem sagt boðið mér í hádegismat, ég bara vissi ekki að það yrði í Ikea. Þannig við nöguðum kjötbollur áður við skelltum okkur í hringiðuna. Ikea heima er stórt en hér er það risastórt! Hérna getur maður mátað heilu íbúðirnar og ímyndað sér að þar eigi maður heima. Leiklistarnemarnir misstu sig alveg og dunduðu sér lengi við að koma sér fyrir og prufa þennan eða þennan stíl á heimilum. Hann Amel tekur Ikea samt alvarlegra en ég, hann var að versla. Eftir að við höfðum skoðað sömu tvær myndirnar í 20 mín. var ég orðinn frekar máttlaus. En hann er sem sagt að skreyta herbergið sitt, ég þakkaði bara guði fyrir að hann býr bara í herbergi en ekki íbúð. Annars hefði þetta tekið allan daginn. Hann er að vísu í góðum peninga málum svo við tókum taxa heim, það var ljúft. Ég hjálpaði honum að bera vörurnar inn, og í staðin var mér boðið í te. Hann Amel vinur minn er ekki alveg að feta sömu stíga og flestir aðrir. Hann sýndi mér myndir af sjálfum sér sem hann átti bæði í símanum og í tölvunni. Svo dansaði hann fyrir mig dans úr Chicaco söngleiknum. Þarna satt ég sem steinrunninn í sófanum, og hugsaði hvernig endar þetta eiginlega. Sem betur fer róaðist hann nú og við gátum talað saman í rólegheitunum, eins og fólk gerir í teboðum. Alltaf gaman að kynnast skemmtilegu fólki.
Annars hef ég fréttir af stelpunni em ég hef kallað gaddfreðna fuglahræðu, hún var að leikstýra mér í gærkvöldi og hún er bara fínn leikstjóri. Mér leið eins í alvöru leikhúsi, en ekki ruglubulluveröld gargandi skanndinava eins á æfingum hingað til. Prumpleikritið var rakkað niður á eftirbrennslu fundi. Sem bjargaði áliti mínu á skólanum. Skólastjórinn sagði að tveggja ára barn hefði getað gert betur. Hana nú,hreint og beint.
Annars er ég að verða annsi breskur. Farinn að ganga með regnhlíf og svona. Þegar hlífin blæs upp get ég lagað það með einni handsveiflu, eins og heimsborgarinn sem ég er. Svo tek ég strætó í skólann núna, miklu betra fyrir sálartetrið að sitja í dagsbirtu frekar en þarna lengst undir sjávarmáli í lestarkerfinu.
Ég hlakka til jólanna, og að hitta ykkur öll.
Sæl að sinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dans á rósum?
18.11.2007 | 00:16
Ég hef alveg gleymt að segja ykkur frá nýja dansi hommalingnum, held ég. En sem sagt við erum núna að læra sögulega dansa. Frá upphafi til okkar tíma, fólk var svolítið rólegra í tíðinni þarna í den. Við erum aðallega að labba um í halarófu, en þetta er stuð. En kennarinn er sérstakur. Hann er með voða stórann haus, maga og rass en mjóa hand- og fótleggi. Hann er svolítið eins lítið barn með kýraugu. Ekki eins og skip eða bátur heldur meira eins og belja. En hann kennir vel og er skemtilegur og við hlægjum öll mikið saman. Hann hefur að vísu ekkert talað um fæturna á mér en það gerði hins vegar afleysingar ballet-drengurinn og hann er sko alvöru balletdansari, jebb.
En hinn hommalingurinn sem "kennir" okkur ballroom og latin. Hann er ekki mitt uppáhald, ó nei heldur betur ekki.
Síðasti tíminn á föstudögum er Ballroom með bitra bretanum með aðeins of stór brosinu. Núna síðasta föstudag vorum við að læra vals sem er nú ekkert sérstaklega flókin dans. En ég einhvern veginn tókst að klúðra honum og dansaði um allt einn mín liðs í 10 mín. og vissi ekki betur en ég væri að gera góða hluti. En það var nú ekki alveg, því þegar ég var komin með dömu upp á armin fór að halla á ógæfu hliðina. Hann bannaði mér að stoppa og sagði mér að halda áfram því herrann verður alltaf að halda áfram hvað sem gengur á. Já en... Ekkert já en bara halda áfram, En... Nei, bara dansa, Já en ég... Þannig gekk þetta þar til mig langaði að brjóta hausin af gula pólobols klæddum búknum. Ég sagði honum að ég væri hér til að læra dans og ef ég ætti að halda áfram þyrfti ég að vita hvað ég væri að gera. Nei hann hélt nú ekki, bara halda áfram það væri svo mikilvægt. Hann braut samt odd af oflæti sínu, og kenndi mér grunnsporin að lokum. En djöfull var ég reiður að hafa sóðað 20 mín af tímanm í þetta rugl. Því ekki kann ég vals nú frekar en þegar ég gekk inn í salinn. Svo dönsuðum við jæf eða eitthvað svoleiðis, það gekk allt í lagi. Þar til við fórum úr byrjanda takti yfir í atvinnumanna hraða á 2 mín. Hann er bara eitthvað stressaður karlinn, vill kenna okkur alla dansana, en við kunnum enga 100%. En við verðum kannski fljót að rifja þá upp og ná þeim alveg, ef við þurfum. En hann þarf eitthvað að taka til hjá sér maðurinn.
Annars er ég bara að einbeita mér að sjálfum mér og er hættur að láta hina og þeirra vandamál trufla mig. Því eftir allt er ég í þessu fyrir mig, ekki satt? Ótrúlegt hvað ég var fljótur að breytast í leiklistarnema. Tala bara um mig og mín vandamál, það er varla að maður viti hvað er að gerast í heiminum. En ég ætla nú bæta úr því og vera duglegri að fylgjast með heiminum, og stækka sjóndeildarhringinn. Ég sá stjörnurnar á föstudagskvöldinu, sko alvöru stjörnurnar á himninum, og var hugsað heim til íslands. Ég fann líka fyrir söknuði til hans Hákons litla míns.
Blessi ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Stopp
17.11.2007 | 22:41
Í dag sagði kroppurinn stopp og neitaði að taka þátt í deginum. Ég er búin að liggja upp í rúmi í allan dag og dorma. Reyndar gat ég platað kroppinn niður í þvottahús til að þvo, ég varð að gera eitthvað.
En síðustu dagar hafa verið annsi langir, ég hef verið að koma heim um 9 eða 10 á kvöldinn. En síðasta miðvikudag keyrði nú samt um þverbak. Þá vorum við til miðnættis. En þá var lokaæfing á útskriftarverki Leikstjóra frá skólanum, og við eigum öll að horfa á og gefa okkar skoðun í lokin. Ég náttúrulega hafði skoðanir, gaf þær samt ekki allar upp. En fékk hrós fyrir, gott miðað við fyrsta árs nema. Ég get ekki beðið eftir að komast á annað ár, þá kannski verður maður tekinn alvarlega.
En elskurnar mínar, verkið var nú ekki upp á marga fiska. Konu greyið sem var að rembast við að leikstýra var nú ekki alveg að gera sig. Ég veit ekki alveg hvað viðmiðið er í skólanum, ég hef aðeins séð þetta eina útskriftarverk. En þetta var bara algjört prump og hana nú. Tvær systur og píanó, fjallar um tvær systur og píanó. Jebb, stuð ekki satt? Nei,nei þetta er svona stofu drama, allan tíman er eitthvað að fara gerast og svo er það alveg að gerast og þá er verkið búið. Og ef verkið er ekki vel uppsett þá finnst áhorfandanum hann vera svikin og tíma hans sóað. Svona verk eru viðkvæm því það er svo auðvelt að fara ofhlaða þau í stað þess að leyfa þeim að lifa í einfaldleika sínum. Það var einmitt það sem leikstjórinn gerði hér. Leikmyndin var alltof flókin og ruglaði fólk. Því það virtist vera hægt að labba inn og út og upp á þak um allar dyr og fólk birtist hér og þar eins og í hurðafarsa. Sömuleiðis hefði samband persónanna þurft meiri vinnu og svo var verið að flækja og rugla okkur með ímynduðum og raunverulegum persónum sem stungu upp kollinum við og við. En þarna var ein leikkona að nota vísindin og ta tamm, þau virka. Hún notaði þau ekki alveg rétt en hafði leiðrétt þau í gærkvöldi. Og sannaði þar með að það sem ég hef efast um. Ef hráefnið er rétt virkar uppskriftin.
Lifið heil
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bjartsýnin við völd
11.11.2007 | 11:45
Bara láta ykkur vita, ég er alveg að nenna þessu. Skólin gengur vel ég er að læra helling og verð betri Unnar Geir með hverjum degi. Ég er að kynnast sjálfum mér betur, sé hvað þarf að laga þó ég lagi það ekki allt einn tveir og bingó. Þá er ég meðvitaðri. Díses hvernig verð ég á þriðja ári? Vonandi ekki grenjandi gaddfreðinn fuglahræða...
En svo við höldum okkur niðri á jörðinni, þá er þetta bara allt í góðu núna. Það er margt sem hvílir á mér núna, eins sambandið okkar Hákons míns litla og svo framvegis. Þá er ég eftir allt að upplifa það sem ég þráði svo heitt svo lengi. Og hvað í veröldinni getur verið betra en það. Ég vona bara að fórnirnar verði þess virði að lokum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur til sælu?
11.11.2007 | 11:35
Í dag er sunnudagur og ég er útsofinn. Reyndar svaf ég út í gær líka, en tilfinningin er einhvern veginn betri á sunnudögum. Ég er að hugsa um að fara í göngu í dag. En við verðum að fara í náttúrugöngur og labba x-marga kílómetra á mánuði, til að hreinsa hugann. Allt í lagi, mér finnst gott að komast út í náttúruna og anda að mér fersku lofti. En vil gera það af því mig langar það en ekki af því ég þarf það.
Annars fór ég í leikhús í gær Smiling through, í Drill Hall leikhúsinu. Sama leikhúsinu og maðurinn hristi á sér rasskinnarnar, muniði? Hér voru allir í fötunum, en guð hvað þetta var lélegt. Verkið var valið besta homma og lesbíu leikverkið af sunday times 2003. Kannski var þetta eina verkið það ár ég veit ekki, eða það hefur elst svona hræðilega. En þetta var ekki gott leikhús. Sagan gerist í norður-írlandi og er fullt af breta, íra, norður-íra, kaþolika og mótmælanda gríni. Sem minn maður var ekki alltaf að skilja, en hálftómur salurinn fílaði vel. Sagan segir af harðri konu sem drekkur eins og íslenskur sjóari og er gift manni sem er meiri mús en maður, og 21. árs syni þeirra sem einn býr heima. Hann er hommi, hún neyðir hann til segja sér það(Því mömmurnar vita alltaf), hún vill að hann flytji út. Hann vill vera og læsir sig inn í herbergi og fer í hungurverkfall. Músin verður af manni og eiginmaðurinn flytur út. Hún drekkur og fer að sjá kandíska riddaralöggu birtast hér og þar. Þau syngja saman lög úr gömlum söngleikjamyndum. Riddaralöggan (Sem er kona) er nokkurs konar góða álfkonan. Því hægt og rótt fer konan að sjá ljósið gegnum drykkjuskýið. Hún samþykkir son sinn, fyrir homman sem hann er og leyfir honum að vera. En þá ákveður hann að flytja til kærastans síns.
Jebb, ég hef séð betri leik í áhugaleikhúsunum heima á íslandi. Og þúsund sinnum betri leik í atvinnuleikhúsunum. Ég veit ekki alveg, með þetta leikhús. Það virðist vera hægt að setja hvað sem er upp á svið svo lengi sem einn eða fleiri í verkinu eru samkynhneigðir. Ég veit ekki alveg hvort það sé grundvöllur til að reka leikhús sem einungis sýnir samkynhneigð verk. Herbergisfélagar mínir hafa verið mikið í leikhúsunum og þeir töluðu um að næstum öll verkin sem þeir sáu snertu á málefnum samkynhneigðra á einn eða annan hátt. Leikhúsið fjallar alltaf um eitthvað sem máli skiptir, eða næstum alltaf. Ef þörf er á að ræða samkynhneigð þá gerir leikhúsið það, það er í eðli leikhúsins að tala um það sem okkur finnst erfitt að ræða dags daglega. Eða þarf alltaf að fjalla um það þegar einhver kemur út úr skápnum? Gerist ekkert eftir það? Er lifið dans á rósum eða glíma samkynhneigðir eða samkynhneigð pör við einhver vandamál? Hafa gagnkynhneigðir og samkynhneigðir sömu spurningarnar um lífið og tilveruna? Þetta er kannski eitthvað sem skemmtilegra væri að velta fyrir sér frekar en: Mamma, ég er hommi! ,endalaust.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur til lukku
11.11.2007 | 10:59
Gærdagurinn byrjaði ekki vel í gær. Ég fór inn á einkabankann til að millifæra og sá þá mér til skelfingar að ég átti aðeins 10,000 kr eftir til að lifa af mánuðinn. AAAAh! Hvað á ég að gera? Að vísu var visa-kortið mitt í plús, ég vissi ekki að það væri hægt. En það voru einhverjar dularfullar færslur á kortinu mínu, sem visa endurgreiddi. Svo í fyrsta skipti í heiminum var visa-kortið mitt með inneign, skrítið. En lítil huggun í visa því debet var næstum tómt. Ég sá fyrir mér að myndi lifa á vörum úr 99 búðinni. En Bragi bekkjarfélagi minn verslar mikið þar. Einn daginn var það niðursoðið spaghetti í tómatsósu en núna eru það aðallega muffins-kökur. Það niðursoðna var að vísu svo vont að hann borðaði það með nasirnar stíflaðar með snýtubréfum. Einhvern veginn langaði mig ekki að sigla þann sjó er Bragi valdi. En þegar neyðinn er mest er hjálpin næst.
Kaupfélag Héraðsbúa ákvað sem sagt að veita mér smá styrk, sem gerir mér kleyft að lifa af þennan mánuð. Með þeirri reisn sem fátækur námsmaður á skilið. Lifi K.H.B!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Komin aftur
7.11.2007 | 11:39
Jæja,
Ég dvaldi um helgina á litla íslandi. Það var ákaflega hressandi að koma í rokið og rigninguna. Sérstaklega var gott að hitta alla góðu vini mína og ættingja alla saman. Ég er ákaflega heppin með fólkið í kringum mig. Allir eru bara áfram Unnar, ekki gefast upp, hættu þessu væli og njótu þess að vera þarna. Einmitt sem ég þarf, takk kæru vinir.
Annars var dökkt yfir, þrátt fyrir bjarstsýni og hamingju. Ástráður afi strákana hennar Huldu frænku dó um daginn og nú um helgina dó pabbi hennar Þórunnar Grétu vinkonu minnar. Með samúð í hjarta hugsa ég til ykkar allra.
Kveðja í bili,
Unnar Geir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)